Þingið gefur sér tvö ár til lagaúrbóta 30. september 2010 06:00 atkvæði greidd Allir þingmenn allra flokka greiddu atkvæði með skýrslu þingmannanefndarinnar. fréttablaðið/anton Alþingi hefur ákveðið að ráðast í umfangsmikla endurskoðun á lögum sem gilda um málaflokka er snertu hrunið. Ekki er til áætlun um hvernig standa á að verkinu. Þó eining sé um áformin má telja ólíklegt að sátt verði um leiðir. Skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var samþykkt í þinginu á þriðjudag með 63 atkvæðum. Allir sem einn fylktu þingmennirnir sér að baki málinu. Í því felst að þingheimur er sammála um að nauðsynlegt sé að endurskoða löggjöf og eftir atvikum undirbúa löggjöf á tilgreindum sviðum sem snerta hrunið. Samstaða er um að miða við að úrbótunum skuli lokið innan tveggja ára. En lengra nær samstaðan ekki og frómt frá sagt er vandséð að þinginu takist þetta göfuga ætlunarverk sitt. Þó menn séu sammála um að tiltekin lög beri að endurskoða er ekki þar með sagt að þeir verði sammála um hvaða lagagreinum eigi að breyta og hvernig þær breytingar eigi að vera. Svo dæmi sé nefnt hafa himin og haf skilið að hugmyndir sjálfstæðismanna og vinstri grænna um æskilega löggjöf um starfsemi á fjármálamarkaði. Níu tilgreind lög ber að endurskoða samkvæmt ákvörðun þingsins og stjórnarskrána og heildarlöggjöf um nokkra málaflokka. En ekki nóg með það. Alþingi ályktaði á þriðjudag að brýnt sé að starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar. Og, að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og draga af henni lærdóm. Ekki verður með góðu móti séð hvernig þingið hyggst með markvissum hætti læra af gagnrýninni sem stjórnmálamenningin hefur hlotið. Hafa ber hugfast að þó sú gagnrýni hafi náð nýjum hæðum í kjölfar hruns bankanna þá varð hún ekki til við þá atburði. Stjórnmálamenningin hefur verið gagnrýnd um árabil án þess að stjórnmálamenn hafi almennt tekið sérstakt mark á gagnrýninni. Og ekki verður séð að stjórnmálamenningin hafi breyst frá hruninu. „Þetta gerist ekki í einni svipan og eflaust eiga menn eftir að takast á um útfærsluatriði eins og eðlilegt er," segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, fulltrúi VG í þingmannanefndinni. Mestu máli skipti að málin komist í vinnsluferli en rykfalli ekki. Nefndin gerir ekki tillögu að verklagi við undirbúning lagabreytinganna. Á hinn bóginn segir að nefnd á vegum Alþingis eigi að hafa eftirlit með að lagaúrbótum verði hrint í framkvæmd og miða skuli við að þeim verði lokið fyrir 1. október 2012. Fréttir Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
Alþingi hefur ákveðið að ráðast í umfangsmikla endurskoðun á lögum sem gilda um málaflokka er snertu hrunið. Ekki er til áætlun um hvernig standa á að verkinu. Þó eining sé um áformin má telja ólíklegt að sátt verði um leiðir. Skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var samþykkt í þinginu á þriðjudag með 63 atkvæðum. Allir sem einn fylktu þingmennirnir sér að baki málinu. Í því felst að þingheimur er sammála um að nauðsynlegt sé að endurskoða löggjöf og eftir atvikum undirbúa löggjöf á tilgreindum sviðum sem snerta hrunið. Samstaða er um að miða við að úrbótunum skuli lokið innan tveggja ára. En lengra nær samstaðan ekki og frómt frá sagt er vandséð að þinginu takist þetta göfuga ætlunarverk sitt. Þó menn séu sammála um að tiltekin lög beri að endurskoða er ekki þar með sagt að þeir verði sammála um hvaða lagagreinum eigi að breyta og hvernig þær breytingar eigi að vera. Svo dæmi sé nefnt hafa himin og haf skilið að hugmyndir sjálfstæðismanna og vinstri grænna um æskilega löggjöf um starfsemi á fjármálamarkaði. Níu tilgreind lög ber að endurskoða samkvæmt ákvörðun þingsins og stjórnarskrána og heildarlöggjöf um nokkra málaflokka. En ekki nóg með það. Alþingi ályktaði á þriðjudag að brýnt sé að starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar. Og, að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og draga af henni lærdóm. Ekki verður með góðu móti séð hvernig þingið hyggst með markvissum hætti læra af gagnrýninni sem stjórnmálamenningin hefur hlotið. Hafa ber hugfast að þó sú gagnrýni hafi náð nýjum hæðum í kjölfar hruns bankanna þá varð hún ekki til við þá atburði. Stjórnmálamenningin hefur verið gagnrýnd um árabil án þess að stjórnmálamenn hafi almennt tekið sérstakt mark á gagnrýninni. Og ekki verður séð að stjórnmálamenningin hafi breyst frá hruninu. „Þetta gerist ekki í einni svipan og eflaust eiga menn eftir að takast á um útfærsluatriði eins og eðlilegt er," segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, fulltrúi VG í þingmannanefndinni. Mestu máli skipti að málin komist í vinnsluferli en rykfalli ekki. Nefndin gerir ekki tillögu að verklagi við undirbúning lagabreytinganna. Á hinn bóginn segir að nefnd á vegum Alþingis eigi að hafa eftirlit með að lagaúrbótum verði hrint í framkvæmd og miða skuli við að þeim verði lokið fyrir 1. október 2012.
Fréttir Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira