Umfjöllun: Nýliðarnir lítil fyrirstaða fyrir meistaraefnin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. september 2010 20:55 Ólafur Guðmundsson og FH-ingar byrja á sigri. FH vann í kvöld góðan sigur á Aftureldingu, 34-25, í N1-deild karla. Staðan í hálfleik var 17-12 en eins og tölurnar gefa til kynna var sigur FH lengst af aldrei í hættu. Það var gríðarlega mikil stemning í Kaplakrika í gær. Stuðningsmannasveit Mosfellinga, „Rothöggið“, var með mikil læti á áhorfendapöllunum og yfirgnæfði þá fjölmörgu stuðningsmenn FH sem voru mættir í höllina. Þessi góði stuðningur gaf nýliðinum vind í seglinn í byrjun leiksins og höfðu gestirnir úr Mosfellsbæ undirtökin fyrstu 20 mínúturnar. Smári Guðfinnsson varði mjög vel í markinu og Bjarni Aron Þórðarson skoraði nokkur lagleg mörk af vinstri vængnum. Logi Geirsson, sem kom heim úr atvinnumennskunni í sumar, klikkaði að vísu á fyrsta skotinu sínu í leiknum en lét það ekki slá sig út af laginu. Hann stýrði sóknarleiknum ágætlega og skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Hann var einnig duglegur að leggja upp fyrir Ólaf Guðmundsson sem lét mikið af sér kveða er heimamenn breyttu stöðunni úr 10-10 í 17-12 á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiksins. Pálmar Pétursson fór þá einnig mikinn í markinu og varði úr þó nokkrum dauðafærum Mosfellinga. Síðari hálfleikur var nokkuð líkur þeim fyrri. Afturelding byrjaði af miklum krafti og náði að minnka muninn í tvö mörk en þá gáfu heimamenn aftur í. Þeir sigu hægt og rólega fram úr og unnu að lokum níu marka sigur. Afturelding fékk þó ágætt tækifæri til að koma sér aftur inn í leikinn og var liðið oft í yfirtölu þegar þarna var komið við sögu en allt kom fyrir ekki. Varnarleikur gestanna var ágætur til að byrja með en miklu munaði að markvarslan var nánast engin í síðari hálfleik. Afturelding tók Ólaf Guðmundsson úr umferð nánast allan síðari hálfleikinn en það virtist litlu breyta, sérstklega eftir því sem leið á leikinn. Sóknarleikur FH varð betri og betri eftir því sem leið á leikinn og réðu gestirnir lítið sem ekkert við þá undir lok hans. Niðurstaðan sanngjarn sigur en FH á eftir að fá erfiðara próf en þeir fengu í kvöld strax um helgina er þeir mæta Íslandsmeistum Hauka í Hafnarfjarðarslag um helgina. Mosfellingar sýndu þó í kvöld að þetta er mikið baráttulið sem mun sjálfsagt hrifsa til sín stig hér og þar í vetur. Þeir gáfust aldrei upp þó svo að á móti hefði blásið og þeim ber að hrósa fyrir það. FH - Afturelding 34 – 25 (17-12) Mörk FH (skot): Ólafur A. Guðmundsson 10 (15), Atli Rúnar Steinþórsson 5 (5), Logi Geirsson 4/2 (5/2), Ásbjörn Friðriksson 4/2 (9/2), Hermann R. Björnsson 3 (4), Brynjar E. Geirsson 2 (2), Benedikt R. Kristinsson 2 (6), Bogi Eggertsson 1 (1), Þorkell Magnússon 1 (1), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 14 (39/3, 36%).Hraðaupphlaup: 2 (Logi 1, Sigurgeir Árni 1).Fiskuð víti: 4 (Bogi 1, Ásbjörn 1, Ari Magnús 1, Atli Rúnar 1).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 10 (20), Arnar Theódórsson 6 (9), Jóhann Jóhannsson 6/3 (8/3), Aron Gylfason 2 (4), Eyþór Vestmann 1 (2), Jón Andri Helgason (4), Ásgeir Jónsson (2). Varin skot: Smári Guðfinsson 10 (32/2, 31%), Hafþór Einarsson 4 (16/2, 25%).Hraðaupphlaup: 7 (Bjarni Aron 3, Arnar 2, Aron 1, Jóhann 1).Fiskuð víti: 3 (Bjarni Aron 2, Pétur 1).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Höfðu góð tök á leiknum. Olís-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
FH vann í kvöld góðan sigur á Aftureldingu, 34-25, í N1-deild karla. Staðan í hálfleik var 17-12 en eins og tölurnar gefa til kynna var sigur FH lengst af aldrei í hættu. Það var gríðarlega mikil stemning í Kaplakrika í gær. Stuðningsmannasveit Mosfellinga, „Rothöggið“, var með mikil læti á áhorfendapöllunum og yfirgnæfði þá fjölmörgu stuðningsmenn FH sem voru mættir í höllina. Þessi góði stuðningur gaf nýliðinum vind í seglinn í byrjun leiksins og höfðu gestirnir úr Mosfellsbæ undirtökin fyrstu 20 mínúturnar. Smári Guðfinnsson varði mjög vel í markinu og Bjarni Aron Þórðarson skoraði nokkur lagleg mörk af vinstri vængnum. Logi Geirsson, sem kom heim úr atvinnumennskunni í sumar, klikkaði að vísu á fyrsta skotinu sínu í leiknum en lét það ekki slá sig út af laginu. Hann stýrði sóknarleiknum ágætlega og skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Hann var einnig duglegur að leggja upp fyrir Ólaf Guðmundsson sem lét mikið af sér kveða er heimamenn breyttu stöðunni úr 10-10 í 17-12 á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiksins. Pálmar Pétursson fór þá einnig mikinn í markinu og varði úr þó nokkrum dauðafærum Mosfellinga. Síðari hálfleikur var nokkuð líkur þeim fyrri. Afturelding byrjaði af miklum krafti og náði að minnka muninn í tvö mörk en þá gáfu heimamenn aftur í. Þeir sigu hægt og rólega fram úr og unnu að lokum níu marka sigur. Afturelding fékk þó ágætt tækifæri til að koma sér aftur inn í leikinn og var liðið oft í yfirtölu þegar þarna var komið við sögu en allt kom fyrir ekki. Varnarleikur gestanna var ágætur til að byrja með en miklu munaði að markvarslan var nánast engin í síðari hálfleik. Afturelding tók Ólaf Guðmundsson úr umferð nánast allan síðari hálfleikinn en það virtist litlu breyta, sérstklega eftir því sem leið á leikinn. Sóknarleikur FH varð betri og betri eftir því sem leið á leikinn og réðu gestirnir lítið sem ekkert við þá undir lok hans. Niðurstaðan sanngjarn sigur en FH á eftir að fá erfiðara próf en þeir fengu í kvöld strax um helgina er þeir mæta Íslandsmeistum Hauka í Hafnarfjarðarslag um helgina. Mosfellingar sýndu þó í kvöld að þetta er mikið baráttulið sem mun sjálfsagt hrifsa til sín stig hér og þar í vetur. Þeir gáfust aldrei upp þó svo að á móti hefði blásið og þeim ber að hrósa fyrir það. FH - Afturelding 34 – 25 (17-12) Mörk FH (skot): Ólafur A. Guðmundsson 10 (15), Atli Rúnar Steinþórsson 5 (5), Logi Geirsson 4/2 (5/2), Ásbjörn Friðriksson 4/2 (9/2), Hermann R. Björnsson 3 (4), Brynjar E. Geirsson 2 (2), Benedikt R. Kristinsson 2 (6), Bogi Eggertsson 1 (1), Þorkell Magnússon 1 (1), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 14 (39/3, 36%).Hraðaupphlaup: 2 (Logi 1, Sigurgeir Árni 1).Fiskuð víti: 4 (Bogi 1, Ásbjörn 1, Ari Magnús 1, Atli Rúnar 1).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 10 (20), Arnar Theódórsson 6 (9), Jóhann Jóhannsson 6/3 (8/3), Aron Gylfason 2 (4), Eyþór Vestmann 1 (2), Jón Andri Helgason (4), Ásgeir Jónsson (2). Varin skot: Smári Guðfinsson 10 (32/2, 31%), Hafþór Einarsson 4 (16/2, 25%).Hraðaupphlaup: 7 (Bjarni Aron 3, Arnar 2, Aron 1, Jóhann 1).Fiskuð víti: 3 (Bjarni Aron 2, Pétur 1).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Höfðu góð tök á leiknum.
Olís-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira