Sergio Ramos: Bað ekki um rauða spjaldið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. nóvember 2010 12:00 Nordic Photos / Getty Images Sergio Ramos, leikmaður Real Madrid, segir að það hafi ekki verið viljandi gert að hann fékk rautt spjald í leiknum gegn Ajax í Meistaradeild Evrópu í gær. Það var skrautleg uppákoma undir lok leiksins þegar að þeir Xabi Alonso og Ramos fengu báðir sína síðari áminningu í leiknum fyrir tafir og þar með rautt. Real vann leikinn, 4-0, og því engin ástæða til að tefja leik. Alonso var að taka aukaspyrnu og Ramos markspyrnu og báðir tóku sér drjúgan tíma til að taka spyrnurnar með þeim afleiðingum að dómara leiksins var engra annarra kosta völ en að gefa þeim áminningu. Real er öruggt með efsta sæti riðilsins og munu félagarnir nú missa af leiknum gegn Auxerre í lokaumferð riðlakeppninnar. Leikurinn er þýðingarlaus en Ramos og Alonso munu nú fara í 16-liða úrslitin með hreinan skjöld. „Við vorum ekki að biðja um spjöldin. Dómarinn hefði getað sleppt því að reka okkur út af miðað við hver staðan var í leiknum. En hann rak mig af velli og lengra nær það ekki." Jose Mourinho kom sér undan því að svara spurningum hvort að hann hafi gefið leikmönnunum fyrirmæli um að næla sér í rautt spjald. „Ég ræddi við marga leikmenn í leiknum, ekki bara Ramos og Alonso. Sögurnar selja en það mikilvæga er að við unnum 4-0 og spiluðum frábærlega. Við skulum frekar tala um það en ekki eitthvað annað," sagði Mourinho eftir leikinn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira
Sergio Ramos, leikmaður Real Madrid, segir að það hafi ekki verið viljandi gert að hann fékk rautt spjald í leiknum gegn Ajax í Meistaradeild Evrópu í gær. Það var skrautleg uppákoma undir lok leiksins þegar að þeir Xabi Alonso og Ramos fengu báðir sína síðari áminningu í leiknum fyrir tafir og þar með rautt. Real vann leikinn, 4-0, og því engin ástæða til að tefja leik. Alonso var að taka aukaspyrnu og Ramos markspyrnu og báðir tóku sér drjúgan tíma til að taka spyrnurnar með þeim afleiðingum að dómara leiksins var engra annarra kosta völ en að gefa þeim áminningu. Real er öruggt með efsta sæti riðilsins og munu félagarnir nú missa af leiknum gegn Auxerre í lokaumferð riðlakeppninnar. Leikurinn er þýðingarlaus en Ramos og Alonso munu nú fara í 16-liða úrslitin með hreinan skjöld. „Við vorum ekki að biðja um spjöldin. Dómarinn hefði getað sleppt því að reka okkur út af miðað við hver staðan var í leiknum. En hann rak mig af velli og lengra nær það ekki." Jose Mourinho kom sér undan því að svara spurningum hvort að hann hafi gefið leikmönnunum fyrirmæli um að næla sér í rautt spjald. „Ég ræddi við marga leikmenn í leiknum, ekki bara Ramos og Alonso. Sögurnar selja en það mikilvæga er að við unnum 4-0 og spiluðum frábærlega. Við skulum frekar tala um það en ekki eitthvað annað," sagði Mourinho eftir leikinn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira