Eina vottaða dagblaðaprentsmiðjan Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. desember 2010 14:00 Í prentsalnum Kristþór Gunnarsson framkvæmdastjóri og Kjartan Kjartansson prentsmiðjustjóri eru að vonum hæstánægðir með nýtilkomna Svansvottun Ísafoldarprentsmiðju. Markaðurinn/Anton Ísafoldarprentsmiðja hefur fengið vottun Svansins, opinbers umhverfismerkis Norðurlandanna. Prentsmiðjan er fyrsta dagblaðaprentsmiðjan sem fær Svansvottun hér á landi. Fréttablaðið er prentað í Ísafoldarprentsmiðju. Að sögn Kristþórs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra prentsmiðjunnar, hefur verið unnið að því í nokkra mánuði að fá vottunina. Hún gekk svo í gegn 15. nóvember síðastliðinn, en prentsmiðjan fékk í gær afhent viðurkenningarskjal til marks um hana. Vottunin gildir til marsloka 2012. Kristþór segir komið hafa skemmtilega á óvart hversu prentsmiðjan var nálægt því að uppfylla kröfur Svansins þegar byrjað var að skoða hvaða hluti þyrfti að bæta. „Hjá okkur hefur pappír til dæmis í mörg ár verið baggaður og sendur í endurvinnslu. Síðan var notkun efna sem ekki voru umhverfisvæn í algjöru lágmarki," segir hann. Kristþór segir líka að umhverfisvitund þurfi ekki endilega að kalla á meiri kostnað í rekstrinum. „Hluti af þessu ferli er að lágmarka umhverfisáhrif rekstrarins," segir hann og bendir á að þar sé einnig horft til þátta eins og betri nýtingar hráefnis og orku. „Til dæmis er reynt að lágmarka afskurð. Árangurinn kemur fram í hagkvæmari rekstri, þannig að það getur alveg verið samasemmerki á milli hagkvæmni og umhverfisvitundar." Mismiklar kröfur eru gerðar til fyrirtækja eftir eðli starfsemi þeirra áður en að vottun kemur. Kristþór segir að þar á bæ hafi menn haft af því vissar áhyggjur þegar af stað var farið, því í prentgeira eru mestar kröfur gerðar til dagblaðaprentunar. Þær prentsmiðjur þurfi að fá yfir 85 punkta í umhverfisúttekt á meðan hefðbundin arkaprentsmiðja þurfi aðeins 55. „En Ísafold skoraði 92 stig í umsókninni," segir hann. Prentsmiðjan er með blandaða prentun. Auk dagblaðaprentunarinnar sinnir hún arkaprentun, „heatset" og stafrænni prentun. „Og vottunin nær yfir allar þessar tegundir prentunar." Í þeim framleiðsluaðferðum sem teknar hafa verið upp hjá Ísafoldsprentsmiðju er horft til þess að lágmarka notkun pappírs, prentlita, hreinsiefna, rafmagns, gass og spilliefna. Þá er horft til þess að velja ætíð umhverfisvænsta hráefnið, sé þess nokkur kostur, og fylgja ströngustu kröfum við förgun spilliefna. Samkvæmt upplýsingum á vef Umhverfisstofnunar og Facebook-síðu Svansmerkisins eru nú yfir tíu íslensk fyrirtæki með Svansvottun. Auk Ísafoldar eru þrjár aðrar prentsmiðjur með slíka vottun. Á vef Svansmerkisins segir að neytendur eigi að geta verið vissir um að innkaup þeirra séu betri fyrir umhverfið og heilsuna þegar valdar séu vörur með merki svansins. „Svanurinn setur strangar kröfur um heildarlífsferil vöru og þjónustu, svo sem innihald og notkun hættulegra efna, orku- og hráefnisnotkun og meðhöndlun úrgangs," segir þar. Fréttir Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Ísafoldarprentsmiðja hefur fengið vottun Svansins, opinbers umhverfismerkis Norðurlandanna. Prentsmiðjan er fyrsta dagblaðaprentsmiðjan sem fær Svansvottun hér á landi. Fréttablaðið er prentað í Ísafoldarprentsmiðju. Að sögn Kristþórs Gunnarssonar, framkvæmdastjóra prentsmiðjunnar, hefur verið unnið að því í nokkra mánuði að fá vottunina. Hún gekk svo í gegn 15. nóvember síðastliðinn, en prentsmiðjan fékk í gær afhent viðurkenningarskjal til marks um hana. Vottunin gildir til marsloka 2012. Kristþór segir komið hafa skemmtilega á óvart hversu prentsmiðjan var nálægt því að uppfylla kröfur Svansins þegar byrjað var að skoða hvaða hluti þyrfti að bæta. „Hjá okkur hefur pappír til dæmis í mörg ár verið baggaður og sendur í endurvinnslu. Síðan var notkun efna sem ekki voru umhverfisvæn í algjöru lágmarki," segir hann. Kristþór segir líka að umhverfisvitund þurfi ekki endilega að kalla á meiri kostnað í rekstrinum. „Hluti af þessu ferli er að lágmarka umhverfisáhrif rekstrarins," segir hann og bendir á að þar sé einnig horft til þátta eins og betri nýtingar hráefnis og orku. „Til dæmis er reynt að lágmarka afskurð. Árangurinn kemur fram í hagkvæmari rekstri, þannig að það getur alveg verið samasemmerki á milli hagkvæmni og umhverfisvitundar." Mismiklar kröfur eru gerðar til fyrirtækja eftir eðli starfsemi þeirra áður en að vottun kemur. Kristþór segir að þar á bæ hafi menn haft af því vissar áhyggjur þegar af stað var farið, því í prentgeira eru mestar kröfur gerðar til dagblaðaprentunar. Þær prentsmiðjur þurfi að fá yfir 85 punkta í umhverfisúttekt á meðan hefðbundin arkaprentsmiðja þurfi aðeins 55. „En Ísafold skoraði 92 stig í umsókninni," segir hann. Prentsmiðjan er með blandaða prentun. Auk dagblaðaprentunarinnar sinnir hún arkaprentun, „heatset" og stafrænni prentun. „Og vottunin nær yfir allar þessar tegundir prentunar." Í þeim framleiðsluaðferðum sem teknar hafa verið upp hjá Ísafoldsprentsmiðju er horft til þess að lágmarka notkun pappírs, prentlita, hreinsiefna, rafmagns, gass og spilliefna. Þá er horft til þess að velja ætíð umhverfisvænsta hráefnið, sé þess nokkur kostur, og fylgja ströngustu kröfum við förgun spilliefna. Samkvæmt upplýsingum á vef Umhverfisstofnunar og Facebook-síðu Svansmerkisins eru nú yfir tíu íslensk fyrirtæki með Svansvottun. Auk Ísafoldar eru þrjár aðrar prentsmiðjur með slíka vottun. Á vef Svansmerkisins segir að neytendur eigi að geta verið vissir um að innkaup þeirra séu betri fyrir umhverfið og heilsuna þegar valdar séu vörur með merki svansins. „Svanurinn setur strangar kröfur um heildarlífsferil vöru og þjónustu, svo sem innihald og notkun hættulegra efna, orku- og hráefnisnotkun og meðhöndlun úrgangs," segir þar.
Fréttir Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira