FME hafði ekki afskipti af Tryggingarsjóði innistæðueigenda Helga Arnardóttir skrifar 13. apríl 2010 12:12 Rannsóknarnefndin segir engin gögn eða upplýsingar hafa komið fram um að Fjármálaeftirlitið hafi haft afskipti af Tryggingarsjóðnum á grundvelli eftirlitsskyldu sinnar. Engin gögn eða upplýsingar hafa komið fram við rannsókn Rannsóknarnefndarinnar að Fjármálaeftirlitið (FME) hafi formlega haft afskipti af málefnum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda eins og það átti að gera lögum samkvæmt. Samkvæmt 15. gr. laga um Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfest á Fjármálaeftirlitið að hafa eftirlit starfsemi sjóðsins. Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með að starfsemi sjóðsins sé í samræmi við lög þessi, reglugerð og samþykktir fyrir sjóðinn. Um eftirlitið gilda að öðru leyti lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Árið 2005 hófu íslensku bankarnir söfnun innlána í útibúum sínum erlendis. Landsbankinn hóf síðan starfsemi Icesave reikninganna í Bretlandi í október 2006. Tilkoma þeirra jók verulega skuldbindingar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta. Rannsóknarnefndin segir engin gögn eða upplýsingar hafa komið fram um að Fjármálaeftirlitið hafi haft afskipti af Tryggingarsjóðnum á grundvelli eftirlitsskyldu sinnar. Jónas Fr. Jónsson fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins svarar því hins vegar og segist hafa hvatt til þess að lög um tryggingarsjóðinn yrðu skoðuð árið 2006 og bankarnir greiddu fyrirfram í sjóðinn. Málefni hans hafi verið tekin til umræðu á fundi samráðshóps stjórnvalda 2007 og 2008. Þegar reyndi á innstæðutryggingasjóðinn við fall bankanna kom í ljós að minna fjármagn var í honum en lög gerðu ráð fyrir. Nefndin segir að skriflega skýrslu frá Fjármálaeftirlitinu hefði þurft til að meta áhættu bankanna erlendis og möguleika Tryggingarsjóðsins til að standa við greiðsluskuldbindingar. Og segir: "Embættisfærsla Fjármálaeftirlitsins var því að þessu leyti ekki jafn vönduð og ætlast hefð mátt til". Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Engin gögn eða upplýsingar hafa komið fram við rannsókn Rannsóknarnefndarinnar að Fjármálaeftirlitið (FME) hafi formlega haft afskipti af málefnum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda eins og það átti að gera lögum samkvæmt. Samkvæmt 15. gr. laga um Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfest á Fjármálaeftirlitið að hafa eftirlit starfsemi sjóðsins. Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með að starfsemi sjóðsins sé í samræmi við lög þessi, reglugerð og samþykktir fyrir sjóðinn. Um eftirlitið gilda að öðru leyti lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Árið 2005 hófu íslensku bankarnir söfnun innlána í útibúum sínum erlendis. Landsbankinn hóf síðan starfsemi Icesave reikninganna í Bretlandi í október 2006. Tilkoma þeirra jók verulega skuldbindingar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta. Rannsóknarnefndin segir engin gögn eða upplýsingar hafa komið fram um að Fjármálaeftirlitið hafi haft afskipti af Tryggingarsjóðnum á grundvelli eftirlitsskyldu sinnar. Jónas Fr. Jónsson fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins svarar því hins vegar og segist hafa hvatt til þess að lög um tryggingarsjóðinn yrðu skoðuð árið 2006 og bankarnir greiddu fyrirfram í sjóðinn. Málefni hans hafi verið tekin til umræðu á fundi samráðshóps stjórnvalda 2007 og 2008. Þegar reyndi á innstæðutryggingasjóðinn við fall bankanna kom í ljós að minna fjármagn var í honum en lög gerðu ráð fyrir. Nefndin segir að skriflega skýrslu frá Fjármálaeftirlitinu hefði þurft til að meta áhættu bankanna erlendis og möguleika Tryggingarsjóðsins til að standa við greiðsluskuldbindingar. Og segir: "Embættisfærsla Fjármálaeftirlitsins var því að þessu leyti ekki jafn vönduð og ætlast hefð mátt til".
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira