Umfjöllun: Framstúlkur léku sér að Tresnjevka Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2010 17:45 Úr leik liðanna í dag. Mynd/Vilhelm Í dag fór fram seinni viðureign Fram og Tresnjevka í Áskorendakeppni Evrópu. Fyrri leikurinn var leikinn í gær og endaði með sigri fram, 31-26. Það var sama upp á teningnum í dag, Fram stúlkur fóru létt með þær króatísku og unnu leikinn sannfærandi, 39-25. Fram liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og stúlkurnar ákveðnar í að klára dæmið. Þær skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins og leit út fyrir að þær króatísku hafi ekki sofið vel í nótt. Það var ekki fyrr en eftir sjö mínútur sem að gestirnir skoruðu fyrsta markið og byrjuðu að taka þátt í leiknum. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Fram, var frábær í markinu og lokaði rammanum. Þær króatísku voru þó frekar bragðdaufar og vantaði alla leikgleði og vilja í allt lið gestanna. Framstúlkur voru hinsvegar eldhressar og spilagleðin mikil. Þær spiluðu vel og áttu margar fínar sóknir í fyrri hálfleik. Heimastúlkur leiddu sannfærandi í hálfleik með tíu marka mun, 21-11. Leikurinn spilaðist áfram á sama veg í seinni hálfleik. Fram-liðið var sterkt og það virtist ekki skipta máli hvaða leikmenn voru inn á, því liðið spilaði glimrandi handbolta. Framstúlkur náðu mest fjórtán marka mun í leiknum og voru lengi vel með tíu til þráttán marka forystu sem gefur eðlilega til kynna að króatísku gestirnir áttu aldrei erindi í þennan leik. Góður sigur hjá stelpunum í Fram, lokatölur sem fyrr segir, 39-25. Báðir markverðir Fram, þær Helga Vala Jónsdóttir og Íris Björk Símonardóttir voru frábærar í dag. Marthe Sördal fór á kostum í sóknarleiknum og var hundrað prósent nýtingu, átta mörk í átta skotum. Markahæstar í liði Tresnjevka voru þær Milic Tea með fjögur mörk og Renata Knjezevic með sex mörk. Fram-Tresnjevka 39-25 (21-11) Mörk Fram (skot): Marthe Sördal 8 (8), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 6 (9), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6 (7) (1/1), Karen Knútsdóttir 5 (8) (1/2), Hildur Þorgeirsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 3 (6), Stella Sigurðardóttir 3 (10), Anna María Guðmundsdóttir 2 (2), Anna Gunnlaug Friðriksdóttir 1 (1), Hafdís Inga Hinriksdóttir 1 (2). Varin skot: Helga Vala Jónsdóttir 10/27 37 %. Íris Björk Símonardóttir 8/23 35%. Hraðaupphlaup: 9 (Marthe 5, Guðrún Þóra 2, Pavla, Sigurbjörg.) Fiskuð víti: 2 (Pavla, Anna María) Utan vallar: 8 min. Dómarar: Eydun Samúelsen og Andreas F. Hansen, góðir. Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Sjá meira
Í dag fór fram seinni viðureign Fram og Tresnjevka í Áskorendakeppni Evrópu. Fyrri leikurinn var leikinn í gær og endaði með sigri fram, 31-26. Það var sama upp á teningnum í dag, Fram stúlkur fóru létt með þær króatísku og unnu leikinn sannfærandi, 39-25. Fram liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og stúlkurnar ákveðnar í að klára dæmið. Þær skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins og leit út fyrir að þær króatísku hafi ekki sofið vel í nótt. Það var ekki fyrr en eftir sjö mínútur sem að gestirnir skoruðu fyrsta markið og byrjuðu að taka þátt í leiknum. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Fram, var frábær í markinu og lokaði rammanum. Þær króatísku voru þó frekar bragðdaufar og vantaði alla leikgleði og vilja í allt lið gestanna. Framstúlkur voru hinsvegar eldhressar og spilagleðin mikil. Þær spiluðu vel og áttu margar fínar sóknir í fyrri hálfleik. Heimastúlkur leiddu sannfærandi í hálfleik með tíu marka mun, 21-11. Leikurinn spilaðist áfram á sama veg í seinni hálfleik. Fram-liðið var sterkt og það virtist ekki skipta máli hvaða leikmenn voru inn á, því liðið spilaði glimrandi handbolta. Framstúlkur náðu mest fjórtán marka mun í leiknum og voru lengi vel með tíu til þráttán marka forystu sem gefur eðlilega til kynna að króatísku gestirnir áttu aldrei erindi í þennan leik. Góður sigur hjá stelpunum í Fram, lokatölur sem fyrr segir, 39-25. Báðir markverðir Fram, þær Helga Vala Jónsdóttir og Íris Björk Símonardóttir voru frábærar í dag. Marthe Sördal fór á kostum í sóknarleiknum og var hundrað prósent nýtingu, átta mörk í átta skotum. Markahæstar í liði Tresnjevka voru þær Milic Tea með fjögur mörk og Renata Knjezevic með sex mörk. Fram-Tresnjevka 39-25 (21-11) Mörk Fram (skot): Marthe Sördal 8 (8), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 6 (9), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6 (7) (1/1), Karen Knútsdóttir 5 (8) (1/2), Hildur Þorgeirsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 3 (6), Stella Sigurðardóttir 3 (10), Anna María Guðmundsdóttir 2 (2), Anna Gunnlaug Friðriksdóttir 1 (1), Hafdís Inga Hinriksdóttir 1 (2). Varin skot: Helga Vala Jónsdóttir 10/27 37 %. Íris Björk Símonardóttir 8/23 35%. Hraðaupphlaup: 9 (Marthe 5, Guðrún Þóra 2, Pavla, Sigurbjörg.) Fiskuð víti: 2 (Pavla, Anna María) Utan vallar: 8 min. Dómarar: Eydun Samúelsen og Andreas F. Hansen, góðir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Sjá meira