Vilja grafa hella og ísgöng í Langjökul 28. september 2010 04:30 Íshellir Hugmyndir eru uppi um að útbúa ísgöng og hella í Langjökli, þar sem þessi mynd er tekin. Fréttablaðið/Vilhelm Ísgöng og hellar í Langjökli gætu orðið nýjasta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn á Vesturlandi ef hugmyndir aðila í ferðaþjónustunni verða að veruleika. Verkfræðistofan Efla ásamt Icelandair Group og öðrum standa að undirbúningi verkefnisins, en vildu ekki tjá sig við Fréttablaðið enn sem komið er, þar sem málið er enn á hugmyndastigi. Kynningarskjal varðandi verkefnið var sent bæjaryfirvöldum í Borgarbyggð í síðustu viku, en enn hefur ekki verið tekin afstaða til hugmyndanna. Búist er við að nánari kynning fari fram á næsta fundi umhverfis- og skipulagsnefndar sveitarfélagsins. Samkvæmt kynningarskjalinu er nú unnið að því að kanna möguleika á byggingu ganga í jöklinum og stefna aðstandendur að því, að fengnum rannsóknarleyfum, að grafa rannsóknargöng um 150 til 200 metra inn í ísinn. Þar verður fylgst með ýmsum þáttum svo sem vatni, sigi í ísnum, sprungum og fleiri atriðum, til að skera úr um framtíðarmöguleika ganganna. Næstu skref í verkefninu eru að stofna undirbúningsfélag til að halda utan um verkefnið. Icelandair Group hefur þegar ákveðið að leggja verkefninu til fjármagn, ef af verður, sem og Efla, en auk þess standa yfir viðræður við öflugt verktakafyrirtæki um að koma að verkinu. Einnig hefur Borgarbyggð verið boðið að koma að félaginu að einhverju leyti, til dæmis með aðstoð við undirbúning eða jafnvel fjárframlagi. Fyrst og fremst sé þó mikilvægt að fá sveitarfélagið að verkefninu til að „mynda sem öflugastan hóp um verkefnið“, eins og segir í fyrrnefndu skjali. Þar segir einnig að verði verkefnið að veruleika, fái ferðafólk tækifæri til að upplifa Langjökul á nýjan hátt og fræðast auk þess um jökla og áhrif hnattrænnar hlýnunar. Verði verkefnið að veruleika, bjóði göngin einnig upp á margs konar rannsóknir og hafa Háskóli Íslands og Veðurstofa Íslands sýnt áhuga á að koma að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Enn er óvíst hvort verkefnið verði að veruleika, en í kynningarskjalinu segir að það falli vel að þeim áherslum sem hafa verið innan ferðaþjónustunnar, það er að auka ferðalög til Íslands um vetrartímann. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Ísgöng og hellar í Langjökli gætu orðið nýjasta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn á Vesturlandi ef hugmyndir aðila í ferðaþjónustunni verða að veruleika. Verkfræðistofan Efla ásamt Icelandair Group og öðrum standa að undirbúningi verkefnisins, en vildu ekki tjá sig við Fréttablaðið enn sem komið er, þar sem málið er enn á hugmyndastigi. Kynningarskjal varðandi verkefnið var sent bæjaryfirvöldum í Borgarbyggð í síðustu viku, en enn hefur ekki verið tekin afstaða til hugmyndanna. Búist er við að nánari kynning fari fram á næsta fundi umhverfis- og skipulagsnefndar sveitarfélagsins. Samkvæmt kynningarskjalinu er nú unnið að því að kanna möguleika á byggingu ganga í jöklinum og stefna aðstandendur að því, að fengnum rannsóknarleyfum, að grafa rannsóknargöng um 150 til 200 metra inn í ísinn. Þar verður fylgst með ýmsum þáttum svo sem vatni, sigi í ísnum, sprungum og fleiri atriðum, til að skera úr um framtíðarmöguleika ganganna. Næstu skref í verkefninu eru að stofna undirbúningsfélag til að halda utan um verkefnið. Icelandair Group hefur þegar ákveðið að leggja verkefninu til fjármagn, ef af verður, sem og Efla, en auk þess standa yfir viðræður við öflugt verktakafyrirtæki um að koma að verkinu. Einnig hefur Borgarbyggð verið boðið að koma að félaginu að einhverju leyti, til dæmis með aðstoð við undirbúning eða jafnvel fjárframlagi. Fyrst og fremst sé þó mikilvægt að fá sveitarfélagið að verkefninu til að „mynda sem öflugastan hóp um verkefnið“, eins og segir í fyrrnefndu skjali. Þar segir einnig að verði verkefnið að veruleika, fái ferðafólk tækifæri til að upplifa Langjökul á nýjan hátt og fræðast auk þess um jökla og áhrif hnattrænnar hlýnunar. Verði verkefnið að veruleika, bjóði göngin einnig upp á margs konar rannsóknir og hafa Háskóli Íslands og Veðurstofa Íslands sýnt áhuga á að koma að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Enn er óvíst hvort verkefnið verði að veruleika, en í kynningarskjalinu segir að það falli vel að þeim áherslum sem hafa verið innan ferðaþjónustunnar, það er að auka ferðalög til Íslands um vetrartímann. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira