Handbolti

Grótta mætir Aftureldingu í úrsliti umspilsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hjalti Þór Pálmason og félagar í Gróttu unnu Víking í kvöld.
Hjalti Þór Pálmason og félagar í Gróttu unnu Víking í kvöld. Mynd/Anton

Grótta er komið í úrslit í umspilskeppni í N1-deildar karla eftir sigur á Víkingi í kvöld, 29-26.

Grótta vann þar með báða leikina gegn Víkingi í undanúrslitunum og mætir Aftureldingu í úrslitunum. Mosfellingar unnu ÍBV í Vestmannaeyjum í dag og unnu sitt einvígi einnig 2-0.

Heiðar Þór Aðalsteinsson skoraði níu mörk fyrir Gróttu í dag og Anton Rúnarsson átta. Hjá víkingi var Davíð Georgsson markahæstur með níu mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×