Handbolti

Logi gaf Rothögginu treyjuna sína

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Logi Geirsson.
Logi Geirsson. Mynd/Daníel
Logi Geirsson, leikmaður FH, var greinilega ánægður með „Rothöggið", stuðningsmannasveit Aftureldingar, á leik liðanna í kvöld.

Logi lék í kvöld sinn fyrsta deildarleik með FH eftir að hann sneri aftur heim úr atvinnumennsku og skoraði hann fjögur mörk.

Stuðningsmenn Aftureldingar voru búnir að semja lag um Loga sem var greinilega samið með það í huga að koma honum úr jafnvægi. En Logi svaraði þeim á sinn máta.

„Ég gaf þeim búninginn minn eftir leikinn," sagði hann. „Það er ekki á hverjum degi sem þeir fá að sjá svona stjörnu, annars væri þeir ekki að hafa fyrir því að semja þessi lög," bætti hann við og brosti.

Hann var ánægður með sigurinn í leiknum en FH vann níu marka sigur, 34-25. „Þetta var góður sigur á liði sem barðist allan tímann. Við áttum svör við llu og eigum meira inni. Ég er fyrst og fremst ánægður með að fyrstu stigin eru komin í hús."

Bróðir Loga, Brynjar Geirsson, kom inn á síðari hálfleik í kvöld og skoraði tvö mörk við mikinn fögnuð viðstaddra og ekki síst Loga sjálfs.

„Hann er bara með þetta í sér. Ef einn Geirsson-bróðurinn virkar ekki, þá virkar hinn," sagði Logi sem spilaði lítið í seinni hálfleik eftir að hann meiddist á fingri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×