Bæjarfulltrúar ræddu ráðningu Guðmundar Rúnars SB skrifar 8. júlí 2010 14:06 Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Tekur við embætti við sérstakar aðstæður. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hittust á fundi í gær og ræddu um afsögn Lúðvíks Geirssonar, fyrrverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segir ráðninguna í anda málefnasamnings flokksins og Vinstri Grænna. „Svona ákvörðun er ekki tekin nema í samráði við alla bæjarfulltrúa flokksins," segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Gunnar var staddur á Ísafirði þegar Vísir náði tali af honum en sagðist hafa verið í símasambandi við hina bæjarfulltrúana í gær. Vísir hefur heimildir fyrir óróa meðal Samfylkingarfólks í Hafnarfirði þar sem ákvörðunin um ráðningu Guðmundar Rúnars Árnasonar var aldrei rædd meðal almennra flokksmanna. Ekki var kallað til félags- eða stjórnarfundar vegna málsins heldur var ráðningin einvörðungu í höndum bæjarfulltrúa flokksins. „Ég get ekki talað fyrir hönd stjórnar Samfylkingarinnar en ég geri ráð fyrir því að þetta muni verða rætt á lýðræðislegum vettvangi innan Samfylkingarinnar í Hafnarfirði líkt og ávallt hefur verið gert með mikilvæg mál," segir Gunnar sem tekur þó fram að ekki hafi verið óeðlilega staðið að málinu. „Bæjarfulltrúarnir hafa það í sínum höndum hver er ráðinn bæjarstjóri og í þessu tilviki tekur bæjarráð ákvörðunina þar sem bæjarstjórnin er komin í frí. Ráðningin er jafnframt í anda málefnasamningins VG og Samfylkingarinnar en í honum er einvörðungu kveðið á um að flokkarnir tveir skipti með sér embætti bæjarstjóra en ekki hvaða persóna gegnir því embætti." Gunnar segir mjög sérstakar aðstæður vera uppi í Hafnarfirði og því hafi málið þurft að ganga hratt fyrir sig. „Það hefur verið í gangi undirskriftasöfnun þar sem knúið er á um að kosið verði um ráðningu Lúðvíks. Líkt og fram kemur í yfirlýsingu Lúðvíks er þetta ástand sem bæjarstjórn og bæjarfélagið sjálft getur vart búið við." Vísir hefur undir höndum ráðningarsamning Guðmunds Rúnar Árnasonar. Guðmundur nýtur sömu kjara og Lúðvík Geirsson gerði en hann hafði rétt yfir eina milljón í mánaðarlaun. Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hittust á fundi í gær og ræddu um afsögn Lúðvíks Geirssonar, fyrrverandi bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segir ráðninguna í anda málefnasamnings flokksins og Vinstri Grænna. „Svona ákvörðun er ekki tekin nema í samráði við alla bæjarfulltrúa flokksins," segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Gunnar var staddur á Ísafirði þegar Vísir náði tali af honum en sagðist hafa verið í símasambandi við hina bæjarfulltrúana í gær. Vísir hefur heimildir fyrir óróa meðal Samfylkingarfólks í Hafnarfirði þar sem ákvörðunin um ráðningu Guðmundar Rúnars Árnasonar var aldrei rædd meðal almennra flokksmanna. Ekki var kallað til félags- eða stjórnarfundar vegna málsins heldur var ráðningin einvörðungu í höndum bæjarfulltrúa flokksins. „Ég get ekki talað fyrir hönd stjórnar Samfylkingarinnar en ég geri ráð fyrir því að þetta muni verða rætt á lýðræðislegum vettvangi innan Samfylkingarinnar í Hafnarfirði líkt og ávallt hefur verið gert með mikilvæg mál," segir Gunnar sem tekur þó fram að ekki hafi verið óeðlilega staðið að málinu. „Bæjarfulltrúarnir hafa það í sínum höndum hver er ráðinn bæjarstjóri og í þessu tilviki tekur bæjarráð ákvörðunina þar sem bæjarstjórnin er komin í frí. Ráðningin er jafnframt í anda málefnasamningins VG og Samfylkingarinnar en í honum er einvörðungu kveðið á um að flokkarnir tveir skipti með sér embætti bæjarstjóra en ekki hvaða persóna gegnir því embætti." Gunnar segir mjög sérstakar aðstæður vera uppi í Hafnarfirði og því hafi málið þurft að ganga hratt fyrir sig. „Það hefur verið í gangi undirskriftasöfnun þar sem knúið er á um að kosið verði um ráðningu Lúðvíks. Líkt og fram kemur í yfirlýsingu Lúðvíks er þetta ástand sem bæjarstjórn og bæjarfélagið sjálft getur vart búið við." Vísir hefur undir höndum ráðningarsamning Guðmunds Rúnar Árnasonar. Guðmundur nýtur sömu kjara og Lúðvík Geirsson gerði en hann hafði rétt yfir eina milljón í mánaðarlaun.
Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira