Morð í Hafnarfirði: Unnustan kom að hinum látna 16. ágúst 2010 18:01 Rannsókn lögreglu á manndrápi sem átti sér stað í heimahúsi við Háaberg í Hafnarfirði í gær heldur áfram og er mjög umfangsmikil. Hinn látni hét Hannes Þór Helgason, fæddur árið 1973. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir ennfremur að rannsóknin bendi til þess að atlagan hafi átt sér stað á heimili mannsins en hann var einn heima þessa nótt. „Gögn benda til þess að ráðist hafi verið að honum nokkrum klukkustundum áður en unnusta hans kom að honum látnum laust fyrir hádegi í gær. Við atlöguna var eggvopni beitt og honum veitt nokkur stungusár sem drógu hann til dauða. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir vegna rannsóknarinnar en enginn er í haldi lögreglu vegna þess," segir í tilkynningunni. Lögreglan biður þá sem upplýsingar geta gefið í tengslum við rannsókn málsins um að hafa samband í 444-1104. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Morðinginn gengur enn laus Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við morðið á 37 ára gömlum karlmanni sem fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í dag. Þetta sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjón, í samtali við fréttastofu á níunda tímanum í kvöld. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Friðrik gat heldur ekki sagt til um hvort fjölmiðlum yrði send fréttatilkynning um framvindu rannsóknarinnar í kvöld. 15. ágúst 2010 20:48 Morð í Hafnarfirði: Margir yfirheyrðir en óljóst um málsatvik Rannsókn á manndrápi í Hafnarfirði hefur verið í fullum gangi frá því tilkynnt var um atburðinn laust fyrir hádegi í gær en maður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu og hafði honum verið ráðinn bani með eggvopni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu vegna málsins um miðnætti í gær. Þá höfðu fjölmargir verið yfirheyrðir auk þess sem unnið hefur verið úr gögnum sem aflað var með tæknirannsókn á vettvangi. Þegar tilkynningin var send höfðu yfirheyrslurnar ekki enn leitt til þess að ljóst sé orðið um málsatvik. Rannsókn málsins heldur því áfram. 16. ágúst 2010 06:05 Nafn mannsins sem var myrtur Maðurinn sem fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í gærdag hét Hannes Helgason. Honum var ráðinn bani með eggvopni og er morðingjans nú leitað. Hannes var framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Góu, hann var fæddur árið 1973 og bjó hann einn. 16. ágúst 2010 10:08 Morðinginn ófundinn Maðurinn sem fannst látinn laust fyrir hádegi á heimahúsi í Hafnarfirði var að öllum líkindum myrtur með eggvopni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlöregluþjónn, segir í tilkynningu að enginn hafi verið handtekinn vegna málsins og að rannsókn þess sé á frumstigi. 15. ágúst 2010 16:37 Fannst látinn með stungusár Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í hádeginu í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann með stungusár sem talið er að hann hafi hlotið í nótt. Fjölmennt lið lögreglu kom á vettvang og vinnur tæknideild nú að rannsókn málsins. 15. ágúst 2010 14:57 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Rannsókn lögreglu á manndrápi sem átti sér stað í heimahúsi við Háaberg í Hafnarfirði í gær heldur áfram og er mjög umfangsmikil. Hinn látni hét Hannes Þór Helgason, fæddur árið 1973. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir ennfremur að rannsóknin bendi til þess að atlagan hafi átt sér stað á heimili mannsins en hann var einn heima þessa nótt. „Gögn benda til þess að ráðist hafi verið að honum nokkrum klukkustundum áður en unnusta hans kom að honum látnum laust fyrir hádegi í gær. Við atlöguna var eggvopni beitt og honum veitt nokkur stungusár sem drógu hann til dauða. Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir vegna rannsóknarinnar en enginn er í haldi lögreglu vegna þess," segir í tilkynningunni. Lögreglan biður þá sem upplýsingar geta gefið í tengslum við rannsókn málsins um að hafa samband í 444-1104.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Morðinginn gengur enn laus Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við morðið á 37 ára gömlum karlmanni sem fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í dag. Þetta sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjón, í samtali við fréttastofu á níunda tímanum í kvöld. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Friðrik gat heldur ekki sagt til um hvort fjölmiðlum yrði send fréttatilkynning um framvindu rannsóknarinnar í kvöld. 15. ágúst 2010 20:48 Morð í Hafnarfirði: Margir yfirheyrðir en óljóst um málsatvik Rannsókn á manndrápi í Hafnarfirði hefur verið í fullum gangi frá því tilkynnt var um atburðinn laust fyrir hádegi í gær en maður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu og hafði honum verið ráðinn bani með eggvopni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu vegna málsins um miðnætti í gær. Þá höfðu fjölmargir verið yfirheyrðir auk þess sem unnið hefur verið úr gögnum sem aflað var með tæknirannsókn á vettvangi. Þegar tilkynningin var send höfðu yfirheyrslurnar ekki enn leitt til þess að ljóst sé orðið um málsatvik. Rannsókn málsins heldur því áfram. 16. ágúst 2010 06:05 Nafn mannsins sem var myrtur Maðurinn sem fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í gærdag hét Hannes Helgason. Honum var ráðinn bani með eggvopni og er morðingjans nú leitað. Hannes var framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Góu, hann var fæddur árið 1973 og bjó hann einn. 16. ágúst 2010 10:08 Morðinginn ófundinn Maðurinn sem fannst látinn laust fyrir hádegi á heimahúsi í Hafnarfirði var að öllum líkindum myrtur með eggvopni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlöregluþjónn, segir í tilkynningu að enginn hafi verið handtekinn vegna málsins og að rannsókn þess sé á frumstigi. 15. ágúst 2010 16:37 Fannst látinn með stungusár Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í hádeginu í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann með stungusár sem talið er að hann hafi hlotið í nótt. Fjölmennt lið lögreglu kom á vettvang og vinnur tæknideild nú að rannsókn málsins. 15. ágúst 2010 14:57 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Morðinginn gengur enn laus Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við morðið á 37 ára gömlum karlmanni sem fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í dag. Þetta sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjón, í samtali við fréttastofu á níunda tímanum í kvöld. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Friðrik gat heldur ekki sagt til um hvort fjölmiðlum yrði send fréttatilkynning um framvindu rannsóknarinnar í kvöld. 15. ágúst 2010 20:48
Morð í Hafnarfirði: Margir yfirheyrðir en óljóst um málsatvik Rannsókn á manndrápi í Hafnarfirði hefur verið í fullum gangi frá því tilkynnt var um atburðinn laust fyrir hádegi í gær en maður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu og hafði honum verið ráðinn bani með eggvopni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu vegna málsins um miðnætti í gær. Þá höfðu fjölmargir verið yfirheyrðir auk þess sem unnið hefur verið úr gögnum sem aflað var með tæknirannsókn á vettvangi. Þegar tilkynningin var send höfðu yfirheyrslurnar ekki enn leitt til þess að ljóst sé orðið um málsatvik. Rannsókn málsins heldur því áfram. 16. ágúst 2010 06:05
Nafn mannsins sem var myrtur Maðurinn sem fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í gærdag hét Hannes Helgason. Honum var ráðinn bani með eggvopni og er morðingjans nú leitað. Hannes var framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Góu, hann var fæddur árið 1973 og bjó hann einn. 16. ágúst 2010 10:08
Morðinginn ófundinn Maðurinn sem fannst látinn laust fyrir hádegi á heimahúsi í Hafnarfirði var að öllum líkindum myrtur með eggvopni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlöregluþjónn, segir í tilkynningu að enginn hafi verið handtekinn vegna málsins og að rannsókn þess sé á frumstigi. 15. ágúst 2010 16:37
Fannst látinn með stungusár Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í hádeginu í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann með stungusár sem talið er að hann hafi hlotið í nótt. Fjölmennt lið lögreglu kom á vettvang og vinnur tæknideild nú að rannsókn málsins. 15. ágúst 2010 14:57