Mikið hass fannst í skattsvikarannsókn 17. september 2010 05:45 Á tólfta kíló af hassi fannst í einni þeirra húsleita sem gerðar voru í vikunni vegna umfangsmikils skattsvikamáls sem lögreglan í höfuðborginni hefur nú til rannsóknar. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögregla rannsaki hvort ágóðinn af svikunum hafi runnið til fíkniefnakaupa. Sex manns sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa svikið út rúmlega 270 milljónir króna endurgreiðslur á virðisaukaskatti. Einn þeirra sem eru í haldi er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Grunur er um að gögn sem skilað var til skattsins hafi verið fölsuð og að vitorðsmaðurinn hjá skattinum hafi komið þeim í gegnum kerfið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa í það minnsta sumir hinna handteknu hlotið dóma, og þá fyrir annars konar brot en efnahagsbrot. „Þetta mál er stórt og flókið og umfangsmikið," segir Jón H.B. Snorrason, sem hefur umsjón með rannsókninni. „Þarna er grunur um að sviknar hafi verið út úr ríkissjóði 270 milljónir með því að leggja fyrir skattstofu röng, fölsuð og tilefnis- og tilhæfulaus gögn um starfsemi og greiðslu virðisaukaskatts sem síðan hefur falið í sér endurgreiðslu á skattinum." Upphaflega voru níu manns handteknir vegna rannsóknar lögreglu í aðgerðum hennar á þriðjudag og í fyrradag. Þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum þar sem ekki þótti ástæða til að halda þeim lengur. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu yfir hinum sex. Fólkið er allt íslenskt, fjórir karlmenn og tvær konur. Sexmenningarnir sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi mánudags, þeir sem styst voru úrskurðaðir, en hinir í allt að tvær vikur. Lögreglan, ásamt starfsmönnum frá skattrannsóknarstjóra, framkvæmdi húsleitir í tengslum við allar handtökurnar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er fólkið talið hafa sett á fót sýndarfyrirtæki sem hafði enga raunverulega starfsemi en sýndi fram á með fölsuðum gögnum að það hefði varið stórfé til endurbóta á húsnæði. Fyrirtæki sem eru með húsnæði í uppbyggingu, sem síðan munu verða í virðisaukaskattskyldri starfsemi, geta fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti meðan á uppbyggingunni stendur sem í þessu tilviki var veitt af vitorðsmanninum hjá skattinum. Jón segir að rannsóknin hafi hafist í síðustu viku, eftir að fjármálastofnun sendi ábendingu um ætlað peningaþvætti til lögreglu. Meint brot hafi staðið lengi, jafnvel árum saman. Ágóðinn af brotunum hafi ekki verið endurheimtur og einn þáttur rannsóknarinnar snúi einmitt að því að komast að því hvað hafi orðið um féð.- jss, sh Fréttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Sjá meira
Á tólfta kíló af hassi fannst í einni þeirra húsleita sem gerðar voru í vikunni vegna umfangsmikils skattsvikamáls sem lögreglan í höfuðborginni hefur nú til rannsóknar. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögregla rannsaki hvort ágóðinn af svikunum hafi runnið til fíkniefnakaupa. Sex manns sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa svikið út rúmlega 270 milljónir króna endurgreiðslur á virðisaukaskatti. Einn þeirra sem eru í haldi er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Grunur er um að gögn sem skilað var til skattsins hafi verið fölsuð og að vitorðsmaðurinn hjá skattinum hafi komið þeim í gegnum kerfið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa í það minnsta sumir hinna handteknu hlotið dóma, og þá fyrir annars konar brot en efnahagsbrot. „Þetta mál er stórt og flókið og umfangsmikið," segir Jón H.B. Snorrason, sem hefur umsjón með rannsókninni. „Þarna er grunur um að sviknar hafi verið út úr ríkissjóði 270 milljónir með því að leggja fyrir skattstofu röng, fölsuð og tilefnis- og tilhæfulaus gögn um starfsemi og greiðslu virðisaukaskatts sem síðan hefur falið í sér endurgreiðslu á skattinum." Upphaflega voru níu manns handteknir vegna rannsóknar lögreglu í aðgerðum hennar á þriðjudag og í fyrradag. Þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum þar sem ekki þótti ástæða til að halda þeim lengur. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu yfir hinum sex. Fólkið er allt íslenskt, fjórir karlmenn og tvær konur. Sexmenningarnir sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi mánudags, þeir sem styst voru úrskurðaðir, en hinir í allt að tvær vikur. Lögreglan, ásamt starfsmönnum frá skattrannsóknarstjóra, framkvæmdi húsleitir í tengslum við allar handtökurnar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er fólkið talið hafa sett á fót sýndarfyrirtæki sem hafði enga raunverulega starfsemi en sýndi fram á með fölsuðum gögnum að það hefði varið stórfé til endurbóta á húsnæði. Fyrirtæki sem eru með húsnæði í uppbyggingu, sem síðan munu verða í virðisaukaskattskyldri starfsemi, geta fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti meðan á uppbyggingunni stendur sem í þessu tilviki var veitt af vitorðsmanninum hjá skattinum. Jón segir að rannsóknin hafi hafist í síðustu viku, eftir að fjármálastofnun sendi ábendingu um ætlað peningaþvætti til lögreglu. Meint brot hafi staðið lengi, jafnvel árum saman. Ágóðinn af brotunum hafi ekki verið endurheimtur og einn þáttur rannsóknarinnar snúi einmitt að því að komast að því hvað hafi orðið um féð.- jss, sh
Fréttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Sjá meira