Guðmundur í hláturskasti yfir kröfum ungliða Boði Logason skrifar 31. maí 2010 12:16 Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins Mynd/Valgarður „Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið," segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. Guðmundur gagnrýndi forystu flokksins í viðtölum eftir kosningar og sagði að formaður flokksins beri ábyrgð á slæmu gengi flokksins í kosningum til sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Þá krefjast Ungir Framsóknarmenn í Húnavatnssýslum þess að Guðmundur biðjist afsökunar á opinberum vettvangi. „Það er nú illa komið fyrir flokknum ef menn þyrftu að biðjast afsökunar að segja skoðun sína. Í rauninni var ég að segja mjög einfaldan og augljósan hlut." Hann bendir á að þrátt fyrir endurnýjun í flokknum, hafi Framsóknarflokkurinn ekki verið valkostur í kosningunum í Reykjavík. „Þessi skilaboð til okkar þurfum við að taka mjög alvarlega og ræða." Hann segist ekki geta annað en hlegið yfir kröfum ungliðanna í Húnavatnssýslum og Skagafirði. „Ég er bara að segja hinn augljósa hlut. Ég er að vona að út úr þessu komi betri flokkur vegna þess að maður verður betri ef maður lítur í eigin barm og tekur skilaboð til sín alvarlega. Ég sjálfur lít í eigin barm. Það er mikið talað um það hvernig pólitík og stjórnmálamenn eigi að vera, eitt af því sem ég held að þeir eigi að vera er að segja skoðun sína og bera rök fyrir máli sínu. Og það er það er ég að gera núna." Aðspurður hvort að hann hafi heyrt í Sigmundi Davíð, formanni Framsóknarflokksins, segir hann ekki svo vera. „Nei hann hefur ekki hringt," segir Guðmundur. Þá kveðst hann ekki vera íhuga formannsframboð. „Ég hef nákvæmlega ekkert hugleitt það. Þetta snýst ekkert um það." Kosningar 2010 Tengdar fréttir Gagnrýnir forystu Framsóknarflokks Guðmundur Steingrímsson þingmaður Framsóknarflokksins segir forystu Framsóknarflokksins bera verulega ábyrgð á slöku gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Flokkurinn náði einungis manni inn í Kópavogi og á Álftanesi. 31. maí 2010 04:00 Ungliðar vilja að Guðmundur segi af sér þingmennsku Ummæli Guðmundar Steingrímssonar þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa vakið viðbrögð flokksfélaga hans í Skagafirði og í Húnavatnssýslum. Guðmundur gagnrýndi nokkuð forystu flokksins í viðtölum eftir kosningar og segja flokksfélagar hans í yfirlýsingum að hann hafi ýjað að því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður framsóknar ætti að víkja. 31. maí 2010 06:57 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Sjá meira
„Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið," segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. Guðmundur gagnrýndi forystu flokksins í viðtölum eftir kosningar og sagði að formaður flokksins beri ábyrgð á slæmu gengi flokksins í kosningum til sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Þá krefjast Ungir Framsóknarmenn í Húnavatnssýslum þess að Guðmundur biðjist afsökunar á opinberum vettvangi. „Það er nú illa komið fyrir flokknum ef menn þyrftu að biðjast afsökunar að segja skoðun sína. Í rauninni var ég að segja mjög einfaldan og augljósan hlut." Hann bendir á að þrátt fyrir endurnýjun í flokknum, hafi Framsóknarflokkurinn ekki verið valkostur í kosningunum í Reykjavík. „Þessi skilaboð til okkar þurfum við að taka mjög alvarlega og ræða." Hann segist ekki geta annað en hlegið yfir kröfum ungliðanna í Húnavatnssýslum og Skagafirði. „Ég er bara að segja hinn augljósa hlut. Ég er að vona að út úr þessu komi betri flokkur vegna þess að maður verður betri ef maður lítur í eigin barm og tekur skilaboð til sín alvarlega. Ég sjálfur lít í eigin barm. Það er mikið talað um það hvernig pólitík og stjórnmálamenn eigi að vera, eitt af því sem ég held að þeir eigi að vera er að segja skoðun sína og bera rök fyrir máli sínu. Og það er það er ég að gera núna." Aðspurður hvort að hann hafi heyrt í Sigmundi Davíð, formanni Framsóknarflokksins, segir hann ekki svo vera. „Nei hann hefur ekki hringt," segir Guðmundur. Þá kveðst hann ekki vera íhuga formannsframboð. „Ég hef nákvæmlega ekkert hugleitt það. Þetta snýst ekkert um það."
Kosningar 2010 Tengdar fréttir Gagnrýnir forystu Framsóknarflokks Guðmundur Steingrímsson þingmaður Framsóknarflokksins segir forystu Framsóknarflokksins bera verulega ábyrgð á slöku gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Flokkurinn náði einungis manni inn í Kópavogi og á Álftanesi. 31. maí 2010 04:00 Ungliðar vilja að Guðmundur segi af sér þingmennsku Ummæli Guðmundar Steingrímssonar þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa vakið viðbrögð flokksfélaga hans í Skagafirði og í Húnavatnssýslum. Guðmundur gagnrýndi nokkuð forystu flokksins í viðtölum eftir kosningar og segja flokksfélagar hans í yfirlýsingum að hann hafi ýjað að því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður framsóknar ætti að víkja. 31. maí 2010 06:57 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Sjá meira
Gagnrýnir forystu Framsóknarflokks Guðmundur Steingrímsson þingmaður Framsóknarflokksins segir forystu Framsóknarflokksins bera verulega ábyrgð á slöku gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Flokkurinn náði einungis manni inn í Kópavogi og á Álftanesi. 31. maí 2010 04:00
Ungliðar vilja að Guðmundur segi af sér þingmennsku Ummæli Guðmundar Steingrímssonar þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa vakið viðbrögð flokksfélaga hans í Skagafirði og í Húnavatnssýslum. Guðmundur gagnrýndi nokkuð forystu flokksins í viðtölum eftir kosningar og segja flokksfélagar hans í yfirlýsingum að hann hafi ýjað að því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður framsóknar ætti að víkja. 31. maí 2010 06:57