Lýðræðislegra stjórnskipulag 31. mars 2010 06:00 Katrín Jakobsdóttir skrifar um háskóla Um allan heim er nú mikið rætt um hlutverk háskóla í nútímasamfélagi, stjórnun þeirra og hvernig tryggja megi akademískt frelsi, framfarir í kennslu og rannsóknum og gildi þeirra fyrir samfélagið almennt. Nú þegar kreppir að í öllum hinum vestræna heimi og skorið er niður í ríkisútgjöldum skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr að meta stöðu og hlutverk háskóla. Sjá má dæmi þess að deildir missi fjárstuðning í virtum háskólum í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum þrátt fyrir að státa af frábærum rannsóknum og kennslu, virtum fræðimönnum og ánægðum nemendum – einfaldlega vegna þess að þær skila ekki nægum aukatekjum. Þegar slík sjónarmið verða ofan á við stjórnun háskóla bendir það til þess að yfirvöld hafi misst sjónar á því um hvað starf háskóla á að snúast. Á dögunum var haldinn vel sóttur ráðherrafundur í Búdapest og Vín til að fagna tíu ára afmæli Bologna-yfirlýsingarinnar og hefja undirbúning fyrir nýtt evrópskt svæði æðri menntunar. Meðal þess sem þar var ofarlega á baugi var samfélagslegt hlutverk háskóla, hvernig þeir þjóna samfélaginu best og hvaða gagn háskólar og æðri menntun gerir almennt í samfélaginu. Hluti þessarar umræðu snýst um að gera fleirum kleift að leggja stund á háskólanám af einhverju tagi en hún snýst líka um gildismat samfélaga og hvernig háskólar taka þátt í að móta það gildismat. Nú liggur fyrir frumvarp mitt um opinbera háskóla þar sem þetta hlutverk opinberra háskóla er betur skilgreint og þar er dregið fram með skýrari hætti það hlutverk opinberra háskóla að miðla fræðslu til almennings og að veita samfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar. Sú áhersla sem hér kemur fram er almennt í samræmi við viðtekin sjónarmið um hlutverk háskóla í lýðræðisríkjum. Annað mikilvægt atriði í hinu nýja frumvarpi varðar stjórnun háskóla en markmið þess er að efla lýðræðislegt stjórnskipulag háskóla. Lagt er til að fulltrúum ráðherra í háskólaráði verði fækkað en á móti verði fulltrúum háskólasamfélagsins fjölgað. Með þessu er komið enn betur til móts við þau sjónarmið er fram komu við setningu laganna á Alþingi um að tryggja þurfi fræðilega þekkingu í ráðinu. Er þetta í samræmi við þær lýðræðishefðir sem tíðkast innan opinberu háskólanna og er til þess fallið að þeir sem fara með framkvæmdavaldið hafi reynslu og innsýn af starfsemi stofnunarinnar og fræðilega þekkingu á þeim fræðum sem stunduð eru í háskólanum. Með þessu er lagaumhverfið einnig fært nær því sem tíðkast í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Þar er gert ráð fyrir að meirihluti háskólaráðs sé skipaður fulltrúum úr viðkomandi fræðasamfélagi. Í þriðja lagi er lagt til að það verði hlutverk háskólafundar að móta sameiginlega vísinda- og menntastefnu háskólans en í núverandi lögum er eingöngu rætt um að fundurinn taki þátt í slíkri stefnumótun. Háskólafundur er í eðli sínu lýðræðislegri samkoma en háskólaráð því þar sitja kosnir fulltrúar hvaðanæva úr háskólasamfélaginu og eðlilegt að hinar stóru línur séu lagðar þar en háskólaráð sjái svo um útfærslu og framkvæmd stefnunnar. Í fjórða lagi er lagt til að fulltrúar nemenda á háskólafundi verði kosnir til tveggja ára í stað eins árs áður og er það í samræmi við óskir fulltrúa stúdenta. Að lokum er lagt til að skýrari greinarmunur verði gerður á menntun sem fólgin er í endurmenntun og fræðslu til almennings annars vegar og hinni eiginlegu starfsemi háskóla hins vegar að veita æðri menntun er leiðir til prófgráðu á háskólastigi. Grundvallar munur er á þessari starfsemi. Þar sem annars vegar er um að ræða heimild háskóla til þess að veita endurmenntun gegn gjaldi og hins vegar menntun sem almenningi stendur til boða að uppfylltum skilyrðum um tiltekinn undirbúning. Þessu frumvarpi er ætlað að styrkja lýðræðislegt stjórnskipulag opinberra háskóla en standa um leið vörð um tengsl háskólanna við samfélagið með tveimur utanaðkomandi fulltrúum. Þá er skerpt á hinu mikla samfélagslega mikilvægi háskólanna og hlutverki þeirra fyrir samfélagið. Allt rímar þetta við þá hugsjón að háskólar megi áfram verða hornsteinar í samfélagsgerðinni, frumkvöðlar í þekkingarsköpun og leitinni að viskunni um leið og þeir útvegi samfélaginu vel menntað fólk því til stuðnings og endursköpunar. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skrifar um háskóla Um allan heim er nú mikið rætt um hlutverk háskóla í nútímasamfélagi, stjórnun þeirra og hvernig tryggja megi akademískt frelsi, framfarir í kennslu og rannsóknum og gildi þeirra fyrir samfélagið almennt. Nú þegar kreppir að í öllum hinum vestræna heimi og skorið er niður í ríkisútgjöldum skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr að meta stöðu og hlutverk háskóla. Sjá má dæmi þess að deildir missi fjárstuðning í virtum háskólum í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum þrátt fyrir að státa af frábærum rannsóknum og kennslu, virtum fræðimönnum og ánægðum nemendum – einfaldlega vegna þess að þær skila ekki nægum aukatekjum. Þegar slík sjónarmið verða ofan á við stjórnun háskóla bendir það til þess að yfirvöld hafi misst sjónar á því um hvað starf háskóla á að snúast. Á dögunum var haldinn vel sóttur ráðherrafundur í Búdapest og Vín til að fagna tíu ára afmæli Bologna-yfirlýsingarinnar og hefja undirbúning fyrir nýtt evrópskt svæði æðri menntunar. Meðal þess sem þar var ofarlega á baugi var samfélagslegt hlutverk háskóla, hvernig þeir þjóna samfélaginu best og hvaða gagn háskólar og æðri menntun gerir almennt í samfélaginu. Hluti þessarar umræðu snýst um að gera fleirum kleift að leggja stund á háskólanám af einhverju tagi en hún snýst líka um gildismat samfélaga og hvernig háskólar taka þátt í að móta það gildismat. Nú liggur fyrir frumvarp mitt um opinbera háskóla þar sem þetta hlutverk opinberra háskóla er betur skilgreint og þar er dregið fram með skýrari hætti það hlutverk opinberra háskóla að miðla fræðslu til almennings og að veita samfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar. Sú áhersla sem hér kemur fram er almennt í samræmi við viðtekin sjónarmið um hlutverk háskóla í lýðræðisríkjum. Annað mikilvægt atriði í hinu nýja frumvarpi varðar stjórnun háskóla en markmið þess er að efla lýðræðislegt stjórnskipulag háskóla. Lagt er til að fulltrúum ráðherra í háskólaráði verði fækkað en á móti verði fulltrúum háskólasamfélagsins fjölgað. Með þessu er komið enn betur til móts við þau sjónarmið er fram komu við setningu laganna á Alþingi um að tryggja þurfi fræðilega þekkingu í ráðinu. Er þetta í samræmi við þær lýðræðishefðir sem tíðkast innan opinberu háskólanna og er til þess fallið að þeir sem fara með framkvæmdavaldið hafi reynslu og innsýn af starfsemi stofnunarinnar og fræðilega þekkingu á þeim fræðum sem stunduð eru í háskólanum. Með þessu er lagaumhverfið einnig fært nær því sem tíðkast í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Þar er gert ráð fyrir að meirihluti háskólaráðs sé skipaður fulltrúum úr viðkomandi fræðasamfélagi. Í þriðja lagi er lagt til að það verði hlutverk háskólafundar að móta sameiginlega vísinda- og menntastefnu háskólans en í núverandi lögum er eingöngu rætt um að fundurinn taki þátt í slíkri stefnumótun. Háskólafundur er í eðli sínu lýðræðislegri samkoma en háskólaráð því þar sitja kosnir fulltrúar hvaðanæva úr háskólasamfélaginu og eðlilegt að hinar stóru línur séu lagðar þar en háskólaráð sjái svo um útfærslu og framkvæmd stefnunnar. Í fjórða lagi er lagt til að fulltrúar nemenda á háskólafundi verði kosnir til tveggja ára í stað eins árs áður og er það í samræmi við óskir fulltrúa stúdenta. Að lokum er lagt til að skýrari greinarmunur verði gerður á menntun sem fólgin er í endurmenntun og fræðslu til almennings annars vegar og hinni eiginlegu starfsemi háskóla hins vegar að veita æðri menntun er leiðir til prófgráðu á háskólastigi. Grundvallar munur er á þessari starfsemi. Þar sem annars vegar er um að ræða heimild háskóla til þess að veita endurmenntun gegn gjaldi og hins vegar menntun sem almenningi stendur til boða að uppfylltum skilyrðum um tiltekinn undirbúning. Þessu frumvarpi er ætlað að styrkja lýðræðislegt stjórnskipulag opinberra háskóla en standa um leið vörð um tengsl háskólanna við samfélagið með tveimur utanaðkomandi fulltrúum. Þá er skerpt á hinu mikla samfélagslega mikilvægi háskólanna og hlutverki þeirra fyrir samfélagið. Allt rímar þetta við þá hugsjón að háskólar megi áfram verða hornsteinar í samfélagsgerðinni, frumkvöðlar í þekkingarsköpun og leitinni að viskunni um leið og þeir útvegi samfélaginu vel menntað fólk því til stuðnings og endursköpunar. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun