Lýðræðislegra stjórnskipulag 31. mars 2010 06:00 Katrín Jakobsdóttir skrifar um háskóla Um allan heim er nú mikið rætt um hlutverk háskóla í nútímasamfélagi, stjórnun þeirra og hvernig tryggja megi akademískt frelsi, framfarir í kennslu og rannsóknum og gildi þeirra fyrir samfélagið almennt. Nú þegar kreppir að í öllum hinum vestræna heimi og skorið er niður í ríkisútgjöldum skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr að meta stöðu og hlutverk háskóla. Sjá má dæmi þess að deildir missi fjárstuðning í virtum háskólum í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum þrátt fyrir að státa af frábærum rannsóknum og kennslu, virtum fræðimönnum og ánægðum nemendum – einfaldlega vegna þess að þær skila ekki nægum aukatekjum. Þegar slík sjónarmið verða ofan á við stjórnun háskóla bendir það til þess að yfirvöld hafi misst sjónar á því um hvað starf háskóla á að snúast. Á dögunum var haldinn vel sóttur ráðherrafundur í Búdapest og Vín til að fagna tíu ára afmæli Bologna-yfirlýsingarinnar og hefja undirbúning fyrir nýtt evrópskt svæði æðri menntunar. Meðal þess sem þar var ofarlega á baugi var samfélagslegt hlutverk háskóla, hvernig þeir þjóna samfélaginu best og hvaða gagn háskólar og æðri menntun gerir almennt í samfélaginu. Hluti þessarar umræðu snýst um að gera fleirum kleift að leggja stund á háskólanám af einhverju tagi en hún snýst líka um gildismat samfélaga og hvernig háskólar taka þátt í að móta það gildismat. Nú liggur fyrir frumvarp mitt um opinbera háskóla þar sem þetta hlutverk opinberra háskóla er betur skilgreint og þar er dregið fram með skýrari hætti það hlutverk opinberra háskóla að miðla fræðslu til almennings og að veita samfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar. Sú áhersla sem hér kemur fram er almennt í samræmi við viðtekin sjónarmið um hlutverk háskóla í lýðræðisríkjum. Annað mikilvægt atriði í hinu nýja frumvarpi varðar stjórnun háskóla en markmið þess er að efla lýðræðislegt stjórnskipulag háskóla. Lagt er til að fulltrúum ráðherra í háskólaráði verði fækkað en á móti verði fulltrúum háskólasamfélagsins fjölgað. Með þessu er komið enn betur til móts við þau sjónarmið er fram komu við setningu laganna á Alþingi um að tryggja þurfi fræðilega þekkingu í ráðinu. Er þetta í samræmi við þær lýðræðishefðir sem tíðkast innan opinberu háskólanna og er til þess fallið að þeir sem fara með framkvæmdavaldið hafi reynslu og innsýn af starfsemi stofnunarinnar og fræðilega þekkingu á þeim fræðum sem stunduð eru í háskólanum. Með þessu er lagaumhverfið einnig fært nær því sem tíðkast í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Þar er gert ráð fyrir að meirihluti háskólaráðs sé skipaður fulltrúum úr viðkomandi fræðasamfélagi. Í þriðja lagi er lagt til að það verði hlutverk háskólafundar að móta sameiginlega vísinda- og menntastefnu háskólans en í núverandi lögum er eingöngu rætt um að fundurinn taki þátt í slíkri stefnumótun. Háskólafundur er í eðli sínu lýðræðislegri samkoma en háskólaráð því þar sitja kosnir fulltrúar hvaðanæva úr háskólasamfélaginu og eðlilegt að hinar stóru línur séu lagðar þar en háskólaráð sjái svo um útfærslu og framkvæmd stefnunnar. Í fjórða lagi er lagt til að fulltrúar nemenda á háskólafundi verði kosnir til tveggja ára í stað eins árs áður og er það í samræmi við óskir fulltrúa stúdenta. Að lokum er lagt til að skýrari greinarmunur verði gerður á menntun sem fólgin er í endurmenntun og fræðslu til almennings annars vegar og hinni eiginlegu starfsemi háskóla hins vegar að veita æðri menntun er leiðir til prófgráðu á háskólastigi. Grundvallar munur er á þessari starfsemi. Þar sem annars vegar er um að ræða heimild háskóla til þess að veita endurmenntun gegn gjaldi og hins vegar menntun sem almenningi stendur til boða að uppfylltum skilyrðum um tiltekinn undirbúning. Þessu frumvarpi er ætlað að styrkja lýðræðislegt stjórnskipulag opinberra háskóla en standa um leið vörð um tengsl háskólanna við samfélagið með tveimur utanaðkomandi fulltrúum. Þá er skerpt á hinu mikla samfélagslega mikilvægi háskólanna og hlutverki þeirra fyrir samfélagið. Allt rímar þetta við þá hugsjón að háskólar megi áfram verða hornsteinar í samfélagsgerðinni, frumkvöðlar í þekkingarsköpun og leitinni að viskunni um leið og þeir útvegi samfélaginu vel menntað fólk því til stuðnings og endursköpunar. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skrifar um háskóla Um allan heim er nú mikið rætt um hlutverk háskóla í nútímasamfélagi, stjórnun þeirra og hvernig tryggja megi akademískt frelsi, framfarir í kennslu og rannsóknum og gildi þeirra fyrir samfélagið almennt. Nú þegar kreppir að í öllum hinum vestræna heimi og skorið er niður í ríkisútgjöldum skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr að meta stöðu og hlutverk háskóla. Sjá má dæmi þess að deildir missi fjárstuðning í virtum háskólum í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum þrátt fyrir að státa af frábærum rannsóknum og kennslu, virtum fræðimönnum og ánægðum nemendum – einfaldlega vegna þess að þær skila ekki nægum aukatekjum. Þegar slík sjónarmið verða ofan á við stjórnun háskóla bendir það til þess að yfirvöld hafi misst sjónar á því um hvað starf háskóla á að snúast. Á dögunum var haldinn vel sóttur ráðherrafundur í Búdapest og Vín til að fagna tíu ára afmæli Bologna-yfirlýsingarinnar og hefja undirbúning fyrir nýtt evrópskt svæði æðri menntunar. Meðal þess sem þar var ofarlega á baugi var samfélagslegt hlutverk háskóla, hvernig þeir þjóna samfélaginu best og hvaða gagn háskólar og æðri menntun gerir almennt í samfélaginu. Hluti þessarar umræðu snýst um að gera fleirum kleift að leggja stund á háskólanám af einhverju tagi en hún snýst líka um gildismat samfélaga og hvernig háskólar taka þátt í að móta það gildismat. Nú liggur fyrir frumvarp mitt um opinbera háskóla þar sem þetta hlutverk opinberra háskóla er betur skilgreint og þar er dregið fram með skýrari hætti það hlutverk opinberra háskóla að miðla fræðslu til almennings og að veita samfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar. Sú áhersla sem hér kemur fram er almennt í samræmi við viðtekin sjónarmið um hlutverk háskóla í lýðræðisríkjum. Annað mikilvægt atriði í hinu nýja frumvarpi varðar stjórnun háskóla en markmið þess er að efla lýðræðislegt stjórnskipulag háskóla. Lagt er til að fulltrúum ráðherra í háskólaráði verði fækkað en á móti verði fulltrúum háskólasamfélagsins fjölgað. Með þessu er komið enn betur til móts við þau sjónarmið er fram komu við setningu laganna á Alþingi um að tryggja þurfi fræðilega þekkingu í ráðinu. Er þetta í samræmi við þær lýðræðishefðir sem tíðkast innan opinberu háskólanna og er til þess fallið að þeir sem fara með framkvæmdavaldið hafi reynslu og innsýn af starfsemi stofnunarinnar og fræðilega þekkingu á þeim fræðum sem stunduð eru í háskólanum. Með þessu er lagaumhverfið einnig fært nær því sem tíðkast í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Þar er gert ráð fyrir að meirihluti háskólaráðs sé skipaður fulltrúum úr viðkomandi fræðasamfélagi. Í þriðja lagi er lagt til að það verði hlutverk háskólafundar að móta sameiginlega vísinda- og menntastefnu háskólans en í núverandi lögum er eingöngu rætt um að fundurinn taki þátt í slíkri stefnumótun. Háskólafundur er í eðli sínu lýðræðislegri samkoma en háskólaráð því þar sitja kosnir fulltrúar hvaðanæva úr háskólasamfélaginu og eðlilegt að hinar stóru línur séu lagðar þar en háskólaráð sjái svo um útfærslu og framkvæmd stefnunnar. Í fjórða lagi er lagt til að fulltrúar nemenda á háskólafundi verði kosnir til tveggja ára í stað eins árs áður og er það í samræmi við óskir fulltrúa stúdenta. Að lokum er lagt til að skýrari greinarmunur verði gerður á menntun sem fólgin er í endurmenntun og fræðslu til almennings annars vegar og hinni eiginlegu starfsemi háskóla hins vegar að veita æðri menntun er leiðir til prófgráðu á háskólastigi. Grundvallar munur er á þessari starfsemi. Þar sem annars vegar er um að ræða heimild háskóla til þess að veita endurmenntun gegn gjaldi og hins vegar menntun sem almenningi stendur til boða að uppfylltum skilyrðum um tiltekinn undirbúning. Þessu frumvarpi er ætlað að styrkja lýðræðislegt stjórnskipulag opinberra háskóla en standa um leið vörð um tengsl háskólanna við samfélagið með tveimur utanaðkomandi fulltrúum. Þá er skerpt á hinu mikla samfélagslega mikilvægi háskólanna og hlutverki þeirra fyrir samfélagið. Allt rímar þetta við þá hugsjón að háskólar megi áfram verða hornsteinar í samfélagsgerðinni, frumkvöðlar í þekkingarsköpun og leitinni að viskunni um leið og þeir útvegi samfélaginu vel menntað fólk því til stuðnings og endursköpunar. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun