Ekkert persónukjör í kosningunum í vor 5. maí 2010 06:15 Ráðhús Reykjavíkur. Sveitarfélögin töldu ekki nægan tíma til að breyta lögum um kosningar og koma á persónukjöri. Ekkert slíkt verður í boði í kosningunum 29. maí.fréttablaðið/stefán Ekkert persónukjör er í boði í kosningum til sveitarstjórna í maí. Frumvarp um slíkt var lagt fram í haust en er inni í allsherjarnefnd. Meðal þeirra sem lögðust gegn afgreiðslu frumvarpsins var stjórn Vinstri grænna, sem vildi vísa málinu til stjórnlagaþings. Þá töldu sveitarfélögin of skamman tíma til stefnu fyrir vorið. „Þetta næst ekki fyrir kosningar og ástæðan er fyrst og fremst sú að sveitarfélögin lögðust alfarið gegn því og töldu allt of stuttan fyrirvara að koma persónukjöri á fyrir kosningarnar í vor,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherjarnefndar. Háværar kröfur voru um persónukjör í og eftir búsáhaldabyltinguna. Dómsmálaráðherra lagði fram tvö frumvörp um málið í nóvember, annars vegar til alþingis- og hins vegar sveitarstjórnarkosninga. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að þar á bæ hafi mönnum þótt tíminn of knappur til kosninga í vor. Margt í frumvarpinu hafi fallið að hugmyndum lýðræðisnefndar sambandsins en annað gengið of skammt. „Við töldum að tíminn þyrfti að vera betri og einnig að það yrði að vera hægt að velja af öðrum listum líka.“ Stjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs sendi nefndinni neikvæða umsögn og lagði til að frumvarpinu yrði vísað inn í umræðu um stjórnlagaþing. Flokkurinn væri hins vegar reiðubúinn til að skoða ýmsa möguleika á að auka áhrif kjósenda á röðun lista, meðal annars rýmri heimildir til útstrikunar og endurröðunar. Steinunn Valdís segir að málið verði tekið aftur í haust, enda séu fáir þingdagar eftir. „Við reynum að klára þetta þá. Þetta er eitt af stóru umbótamálunum sem verða að komast í gegn. Um þetta eru hins vegar deildar meiningar.“ kolbeinn@frettabladid.is steinunn valdís óskarsdóttir Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Ekkert persónukjör er í boði í kosningum til sveitarstjórna í maí. Frumvarp um slíkt var lagt fram í haust en er inni í allsherjarnefnd. Meðal þeirra sem lögðust gegn afgreiðslu frumvarpsins var stjórn Vinstri grænna, sem vildi vísa málinu til stjórnlagaþings. Þá töldu sveitarfélögin of skamman tíma til stefnu fyrir vorið. „Þetta næst ekki fyrir kosningar og ástæðan er fyrst og fremst sú að sveitarfélögin lögðust alfarið gegn því og töldu allt of stuttan fyrirvara að koma persónukjöri á fyrir kosningarnar í vor,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherjarnefndar. Háværar kröfur voru um persónukjör í og eftir búsáhaldabyltinguna. Dómsmálaráðherra lagði fram tvö frumvörp um málið í nóvember, annars vegar til alþingis- og hins vegar sveitarstjórnarkosninga. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að þar á bæ hafi mönnum þótt tíminn of knappur til kosninga í vor. Margt í frumvarpinu hafi fallið að hugmyndum lýðræðisnefndar sambandsins en annað gengið of skammt. „Við töldum að tíminn þyrfti að vera betri og einnig að það yrði að vera hægt að velja af öðrum listum líka.“ Stjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs sendi nefndinni neikvæða umsögn og lagði til að frumvarpinu yrði vísað inn í umræðu um stjórnlagaþing. Flokkurinn væri hins vegar reiðubúinn til að skoða ýmsa möguleika á að auka áhrif kjósenda á röðun lista, meðal annars rýmri heimildir til útstrikunar og endurröðunar. Steinunn Valdís segir að málið verði tekið aftur í haust, enda séu fáir þingdagar eftir. „Við reynum að klára þetta þá. Þetta er eitt af stóru umbótamálunum sem verða að komast í gegn. Um þetta eru hins vegar deildar meiningar.“ kolbeinn@frettabladid.is steinunn valdís óskarsdóttir
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira