Grunaður um að hafa stolið gögnum frá vinnuveitanda 2. febrúar 2010 06:00 Fréttablaðið/Arnþór Piltur á átjánda aldursári hefur verið yfirheyrður hjá lögreglu grunaður um að hafa stolið trúnaðargögnum frá Gunnari Gunnarssyni lögfræðingi. Gögnin varða fyrirtæki og einstaklinga sem lögfræðingurinn hefur starfað fyrir, þar á meðal Milestone og eigendur þess fyrirtækis, Karl og Steingrím Wernerssyni, auk tengdra félaga. Þá var meðal gagnanna að finna upplýsingar um fótboltamanninn Eið Smára Guðjohnsen. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að mál sem varðar þjófnað á tölvugögnum sé til rannsóknar hjá embættinu, en sú rannsókn sé á frumstigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins réði Gunnar piltinn til þess að aðstoða við uppsetningu tölvukerfa og sinna tölvuöryggi, en pilturinn titlar sig kerfisstjóra í símaskrá. Í gegnum þau störf mun hann hafa komist yfir öryggiskóða gamalla starfsmanna og notaði þá til þess að fara að næturlagi inn í höfuðstöðvar Milestone við Suðurlandsbraut og viða þar að sér gögnum. Ekki liggur fyrir hversu víða um húsið pilturinn komst inn, en þar eru fleiri fyrirtæki tengd Milestone, svo sem Askar Capital. Benedikt Árnason, forstjóri Aska Capital, segir engin merki um að farið hafi verið í tölvur eða tölvukerfi þar. Pilturinn sendi undir lok desember fyrirspurnir á einhverja fjölmiðla um hvort þeir hefðu áhuga á að kaupa gögnin. Þar á meðal er fréttastofa Stöðvar 2, sem neitaði að greiða fyrir þau. Þeir sem til þekkja segja hins vegar nær öruggt að fréttir sem birst hafi í DV síðustu vikur af málefnum eigenda Milestone og um fjármál Eiðs Smára Guðjohnsen byggist á stolnu gögnunum. Eiður hefur kært ritstjóra DV og blaðamann blaðsins fyrir umfjöllunina. Lesa má úr skjámyndinni sem pilturinn sendi Stöð 2 heiti á tölvumöppum. Þar á meðal eru möppur sem heita Flugskýlið, Milestone ehf., Moderna Finance AB, Máttur ehf., Sjóvá, Skeggi ehf., Vafningur, L&H eignarhaldsfélag, auk mappna sem varða önnur félög, samninga og trúnaðargögn. Þá er sérmappa sem ber heitið Steingrímur og vísar væntanlega til Steingríms Wernerssonar. Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir blaðið hafa og halda áfram að fjalla ítarlega um málefni útrásarvíkinga. Hann muni hins vegar ekki tjá sig um hvaðan upplýsingar sem blaðið byggi fréttir sínar á séu komnar. Ekki hefur náðst í Gunnar Gunnarsson lögfræðing. Þá vildu foreldrar piltsins ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. olikr@frettabladid.is Vafningsmálið Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Piltur á átjánda aldursári hefur verið yfirheyrður hjá lögreglu grunaður um að hafa stolið trúnaðargögnum frá Gunnari Gunnarssyni lögfræðingi. Gögnin varða fyrirtæki og einstaklinga sem lögfræðingurinn hefur starfað fyrir, þar á meðal Milestone og eigendur þess fyrirtækis, Karl og Steingrím Wernerssyni, auk tengdra félaga. Þá var meðal gagnanna að finna upplýsingar um fótboltamanninn Eið Smára Guðjohnsen. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að mál sem varðar þjófnað á tölvugögnum sé til rannsóknar hjá embættinu, en sú rannsókn sé á frumstigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins réði Gunnar piltinn til þess að aðstoða við uppsetningu tölvukerfa og sinna tölvuöryggi, en pilturinn titlar sig kerfisstjóra í símaskrá. Í gegnum þau störf mun hann hafa komist yfir öryggiskóða gamalla starfsmanna og notaði þá til þess að fara að næturlagi inn í höfuðstöðvar Milestone við Suðurlandsbraut og viða þar að sér gögnum. Ekki liggur fyrir hversu víða um húsið pilturinn komst inn, en þar eru fleiri fyrirtæki tengd Milestone, svo sem Askar Capital. Benedikt Árnason, forstjóri Aska Capital, segir engin merki um að farið hafi verið í tölvur eða tölvukerfi þar. Pilturinn sendi undir lok desember fyrirspurnir á einhverja fjölmiðla um hvort þeir hefðu áhuga á að kaupa gögnin. Þar á meðal er fréttastofa Stöðvar 2, sem neitaði að greiða fyrir þau. Þeir sem til þekkja segja hins vegar nær öruggt að fréttir sem birst hafi í DV síðustu vikur af málefnum eigenda Milestone og um fjármál Eiðs Smára Guðjohnsen byggist á stolnu gögnunum. Eiður hefur kært ritstjóra DV og blaðamann blaðsins fyrir umfjöllunina. Lesa má úr skjámyndinni sem pilturinn sendi Stöð 2 heiti á tölvumöppum. Þar á meðal eru möppur sem heita Flugskýlið, Milestone ehf., Moderna Finance AB, Máttur ehf., Sjóvá, Skeggi ehf., Vafningur, L&H eignarhaldsfélag, auk mappna sem varða önnur félög, samninga og trúnaðargögn. Þá er sérmappa sem ber heitið Steingrímur og vísar væntanlega til Steingríms Wernerssonar. Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir blaðið hafa og halda áfram að fjalla ítarlega um málefni útrásarvíkinga. Hann muni hins vegar ekki tjá sig um hvaðan upplýsingar sem blaðið byggi fréttir sínar á séu komnar. Ekki hefur náðst í Gunnar Gunnarsson lögfræðing. Þá vildu foreldrar piltsins ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær. olikr@frettabladid.is
Vafningsmálið Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira