Gullstelpurnar á ÍM25 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2010 06:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir stóðu sig frábærlega á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug um helgina. Fréttablaðið/Anton Það var nóg að gera hjá þeim Hrafnhildi Lúthersdóttur og Eygló Ósk Gústafsdóttur í Laugardalslauginni um helgina. Hrafnhildur vann sjö gull og bætti Íslandsmetið í 400 metra fjórsundi og Eygló Ósk vann sex gull, setti tvö Íslandsmet og náði lágmörkum á EM. Hrafnhildur vann mesta afrek mótsins (100 metra fjórsund) og flestar einstaklingsgreinar (6) og það þrátt fyrir að vera í miðjum undirbúningi fyrir HM í Dúbaí sem fer fram í desember. „Ég er mjög ánægð með þetta en ég stefndi ekki á að gera vel á þessu móti því ég er á fullu að undirbúa mig fyrir HM. Ég var samt búinn að æfa vel,“ segir Hrafnhildur. Enginn tími var fyrir hana til að slaka á enda oft stutt á milli greina hjá henni auk þess sem hún þurfti reglulega að stökkva upp á pall og taka á móti gullverðlaununum. „Ég var orðin mjög þreytt eftir mótið og var eiginlega alveg búin á því. Þetta var mjög góð æfing,“ segir Hrafnhildur. „Ég var ánægðust með 400 metra fjórsund út af Íslandsmetinu sem kom mér verulega á óvart því ég var mest stressuð fyrir það sund. Þetta er grein sem ég er nýfarin að leggja einhverja áherslu á og ég hef ekki mikið verið að keppa í henni,“ segir Hrafnhildur. „Ég bætti mig líka í 100 metra fjórsundi sem var líka gott. Ég er líka ánægð með að hafa klárað allar þessar greinar. Ég held að þetta boði bara gott fyrir HM að ég hafi verið að synda svona vel,“ segir Hrafnhildur. Næsti mánuður er vel skipulagður hjá henni því hún útskrifast úr Flensborg, fer síðan að keppa á HM 15. til 19. desember og er síðan á leiðinni í skóla í Bandaríkjunum eftir áramót. „Ég er heima um jólin, held síðan útskriftarveislu og svo flýg ég beint út,“ segir Hrafnhildur sem er á leiðinni í University of Florida á fullum skólastyrk. „Ég er mjög spennt fyrir því að fara í skólann en ég er líka stressuð og kvíðin,“ segir Hrafnhildur sem ætti að fá gott tækifæri til að bæta sig enn frekar en Kvennasundlið skólans, The Gators, er besta háskólalið Bandaríkjanna.Sleppti sjöunda gullinu fyrir met„Ég er ekkert smá sátt með helgina. Ég var dálítið stressuð fyrir þetta mót því ég efaðist um það að ég væri í nógu góðu formi,“ segir hin fimmtán ára gamla Eygló Ósk Gústafsdóttir sem sló stúlknamet um leið og hún sló Íslandsmetin sín um helgina.„Markmiðin hjá mér fyrir mótið var að ná í þessi Íslandsmet og ná inn á EM. Ég var langánægðust með baksundin,“ segir Eygló sem bætti Íslandsmet Önju Ríkeyjar Jakobsdóttur í 100 metra baksundi og bætti síðan sitt eigið met í 200 metra baksundi. Eygló vann alls fjórar einstaklingsgreinar á mótinu, auk þess hjálpaði hún Ægi að vinna tvö boðsund og vann síðan líka eitt silfur. Eygló hefði getað unnið sjöunda gullið því hún synti best í undanrásunum en ákvað að spara kraftana í úrslitunum.„Ég ákvað að sleppa úrslitasundinu í 400 metra skriðsundi. Ég hefði verið dauðþreytt eftir það sund ef ég hefði synt það,“ segir Eygló en það sund var á undan 200 metra baksundi sem er hennar besta grein. „Ég valdi það að safna kröftum til að reyna við metið,“ segir Eygló naut góðs af „hvíldinni“ og bætti Íslandsmetið um tvær sekúndur.„Ég var bara ákveðin í að ná þessu meti þótt ég hafi verið orðin þreytt,“ sagði Eygló.„Ég og þjálfarinn minn voru búin að setja það markmið að komast á EM og nú er bara komið nýtt markmið og það er að komast inn á Ólympíuleikana 2012. Ég þarf bara að æfa mig betur,“ segir Eygló sem fékk fær ekki mikinn tíma til að jafna sig eftir átök helgarinnar því í gær var hún mætt upp í Borgarleikhús strax eftir skóla til að æfa sig fyrir Skrekk. Eygló segist hafa tíma fyrir félagslífið þrátt fyrir margar sundæfingar. „Ég er samt mjög upptekin manneskja,“ viðurkennir hún þó að lokum.Sjö gull Hrafnhildar 100 m fjórsund 200 m bringusund 400 m fjórsund* 100 m bringusund 200 m fjórsund 50 m bringusund 4x100 metra fjórsund (með SH)Sex gull Eyglóar 800 m skriðsund 100 m baksund* 200 m skriðsund 200 m baksund* 4x50 m skriðsund (með Ægi) 4x100 m skriðsund (með Ægi)*Íslandsmet Innlendar Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira
Það var nóg að gera hjá þeim Hrafnhildi Lúthersdóttur og Eygló Ósk Gústafsdóttur í Laugardalslauginni um helgina. Hrafnhildur vann sjö gull og bætti Íslandsmetið í 400 metra fjórsundi og Eygló Ósk vann sex gull, setti tvö Íslandsmet og náði lágmörkum á EM. Hrafnhildur vann mesta afrek mótsins (100 metra fjórsund) og flestar einstaklingsgreinar (6) og það þrátt fyrir að vera í miðjum undirbúningi fyrir HM í Dúbaí sem fer fram í desember. „Ég er mjög ánægð með þetta en ég stefndi ekki á að gera vel á þessu móti því ég er á fullu að undirbúa mig fyrir HM. Ég var samt búinn að æfa vel,“ segir Hrafnhildur. Enginn tími var fyrir hana til að slaka á enda oft stutt á milli greina hjá henni auk þess sem hún þurfti reglulega að stökkva upp á pall og taka á móti gullverðlaununum. „Ég var orðin mjög þreytt eftir mótið og var eiginlega alveg búin á því. Þetta var mjög góð æfing,“ segir Hrafnhildur. „Ég var ánægðust með 400 metra fjórsund út af Íslandsmetinu sem kom mér verulega á óvart því ég var mest stressuð fyrir það sund. Þetta er grein sem ég er nýfarin að leggja einhverja áherslu á og ég hef ekki mikið verið að keppa í henni,“ segir Hrafnhildur. „Ég bætti mig líka í 100 metra fjórsundi sem var líka gott. Ég er líka ánægð með að hafa klárað allar þessar greinar. Ég held að þetta boði bara gott fyrir HM að ég hafi verið að synda svona vel,“ segir Hrafnhildur. Næsti mánuður er vel skipulagður hjá henni því hún útskrifast úr Flensborg, fer síðan að keppa á HM 15. til 19. desember og er síðan á leiðinni í skóla í Bandaríkjunum eftir áramót. „Ég er heima um jólin, held síðan útskriftarveislu og svo flýg ég beint út,“ segir Hrafnhildur sem er á leiðinni í University of Florida á fullum skólastyrk. „Ég er mjög spennt fyrir því að fara í skólann en ég er líka stressuð og kvíðin,“ segir Hrafnhildur sem ætti að fá gott tækifæri til að bæta sig enn frekar en Kvennasundlið skólans, The Gators, er besta háskólalið Bandaríkjanna.Sleppti sjöunda gullinu fyrir met„Ég er ekkert smá sátt með helgina. Ég var dálítið stressuð fyrir þetta mót því ég efaðist um það að ég væri í nógu góðu formi,“ segir hin fimmtán ára gamla Eygló Ósk Gústafsdóttir sem sló stúlknamet um leið og hún sló Íslandsmetin sín um helgina.„Markmiðin hjá mér fyrir mótið var að ná í þessi Íslandsmet og ná inn á EM. Ég var langánægðust með baksundin,“ segir Eygló sem bætti Íslandsmet Önju Ríkeyjar Jakobsdóttur í 100 metra baksundi og bætti síðan sitt eigið met í 200 metra baksundi. Eygló vann alls fjórar einstaklingsgreinar á mótinu, auk þess hjálpaði hún Ægi að vinna tvö boðsund og vann síðan líka eitt silfur. Eygló hefði getað unnið sjöunda gullið því hún synti best í undanrásunum en ákvað að spara kraftana í úrslitunum.„Ég ákvað að sleppa úrslitasundinu í 400 metra skriðsundi. Ég hefði verið dauðþreytt eftir það sund ef ég hefði synt það,“ segir Eygló en það sund var á undan 200 metra baksundi sem er hennar besta grein. „Ég valdi það að safna kröftum til að reyna við metið,“ segir Eygló naut góðs af „hvíldinni“ og bætti Íslandsmetið um tvær sekúndur.„Ég var bara ákveðin í að ná þessu meti þótt ég hafi verið orðin þreytt,“ sagði Eygló.„Ég og þjálfarinn minn voru búin að setja það markmið að komast á EM og nú er bara komið nýtt markmið og það er að komast inn á Ólympíuleikana 2012. Ég þarf bara að æfa mig betur,“ segir Eygló sem fékk fær ekki mikinn tíma til að jafna sig eftir átök helgarinnar því í gær var hún mætt upp í Borgarleikhús strax eftir skóla til að æfa sig fyrir Skrekk. Eygló segist hafa tíma fyrir félagslífið þrátt fyrir margar sundæfingar. „Ég er samt mjög upptekin manneskja,“ viðurkennir hún þó að lokum.Sjö gull Hrafnhildar 100 m fjórsund 200 m bringusund 400 m fjórsund* 100 m bringusund 200 m fjórsund 50 m bringusund 4x100 metra fjórsund (með SH)Sex gull Eyglóar 800 m skriðsund 100 m baksund* 200 m skriðsund 200 m baksund* 4x50 m skriðsund (með Ægi) 4x100 m skriðsund (með Ægi)*Íslandsmet
Innlendar Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira