Gullstelpurnar á ÍM25 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2010 06:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir stóðu sig frábærlega á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug um helgina. Fréttablaðið/Anton Það var nóg að gera hjá þeim Hrafnhildi Lúthersdóttur og Eygló Ósk Gústafsdóttur í Laugardalslauginni um helgina. Hrafnhildur vann sjö gull og bætti Íslandsmetið í 400 metra fjórsundi og Eygló Ósk vann sex gull, setti tvö Íslandsmet og náði lágmörkum á EM. Hrafnhildur vann mesta afrek mótsins (100 metra fjórsund) og flestar einstaklingsgreinar (6) og það þrátt fyrir að vera í miðjum undirbúningi fyrir HM í Dúbaí sem fer fram í desember. „Ég er mjög ánægð með þetta en ég stefndi ekki á að gera vel á þessu móti því ég er á fullu að undirbúa mig fyrir HM. Ég var samt búinn að æfa vel,“ segir Hrafnhildur. Enginn tími var fyrir hana til að slaka á enda oft stutt á milli greina hjá henni auk þess sem hún þurfti reglulega að stökkva upp á pall og taka á móti gullverðlaununum. „Ég var orðin mjög þreytt eftir mótið og var eiginlega alveg búin á því. Þetta var mjög góð æfing,“ segir Hrafnhildur. „Ég var ánægðust með 400 metra fjórsund út af Íslandsmetinu sem kom mér verulega á óvart því ég var mest stressuð fyrir það sund. Þetta er grein sem ég er nýfarin að leggja einhverja áherslu á og ég hef ekki mikið verið að keppa í henni,“ segir Hrafnhildur. „Ég bætti mig líka í 100 metra fjórsundi sem var líka gott. Ég er líka ánægð með að hafa klárað allar þessar greinar. Ég held að þetta boði bara gott fyrir HM að ég hafi verið að synda svona vel,“ segir Hrafnhildur. Næsti mánuður er vel skipulagður hjá henni því hún útskrifast úr Flensborg, fer síðan að keppa á HM 15. til 19. desember og er síðan á leiðinni í skóla í Bandaríkjunum eftir áramót. „Ég er heima um jólin, held síðan útskriftarveislu og svo flýg ég beint út,“ segir Hrafnhildur sem er á leiðinni í University of Florida á fullum skólastyrk. „Ég er mjög spennt fyrir því að fara í skólann en ég er líka stressuð og kvíðin,“ segir Hrafnhildur sem ætti að fá gott tækifæri til að bæta sig enn frekar en Kvennasundlið skólans, The Gators, er besta háskólalið Bandaríkjanna.Sleppti sjöunda gullinu fyrir met„Ég er ekkert smá sátt með helgina. Ég var dálítið stressuð fyrir þetta mót því ég efaðist um það að ég væri í nógu góðu formi,“ segir hin fimmtán ára gamla Eygló Ósk Gústafsdóttir sem sló stúlknamet um leið og hún sló Íslandsmetin sín um helgina.„Markmiðin hjá mér fyrir mótið var að ná í þessi Íslandsmet og ná inn á EM. Ég var langánægðust með baksundin,“ segir Eygló sem bætti Íslandsmet Önju Ríkeyjar Jakobsdóttur í 100 metra baksundi og bætti síðan sitt eigið met í 200 metra baksundi. Eygló vann alls fjórar einstaklingsgreinar á mótinu, auk þess hjálpaði hún Ægi að vinna tvö boðsund og vann síðan líka eitt silfur. Eygló hefði getað unnið sjöunda gullið því hún synti best í undanrásunum en ákvað að spara kraftana í úrslitunum.„Ég ákvað að sleppa úrslitasundinu í 400 metra skriðsundi. Ég hefði verið dauðþreytt eftir það sund ef ég hefði synt það,“ segir Eygló en það sund var á undan 200 metra baksundi sem er hennar besta grein. „Ég valdi það að safna kröftum til að reyna við metið,“ segir Eygló naut góðs af „hvíldinni“ og bætti Íslandsmetið um tvær sekúndur.„Ég var bara ákveðin í að ná þessu meti þótt ég hafi verið orðin þreytt,“ sagði Eygló.„Ég og þjálfarinn minn voru búin að setja það markmið að komast á EM og nú er bara komið nýtt markmið og það er að komast inn á Ólympíuleikana 2012. Ég þarf bara að æfa mig betur,“ segir Eygló sem fékk fær ekki mikinn tíma til að jafna sig eftir átök helgarinnar því í gær var hún mætt upp í Borgarleikhús strax eftir skóla til að æfa sig fyrir Skrekk. Eygló segist hafa tíma fyrir félagslífið þrátt fyrir margar sundæfingar. „Ég er samt mjög upptekin manneskja,“ viðurkennir hún þó að lokum.Sjö gull Hrafnhildar 100 m fjórsund 200 m bringusund 400 m fjórsund* 100 m bringusund 200 m fjórsund 50 m bringusund 4x100 metra fjórsund (með SH)Sex gull Eyglóar 800 m skriðsund 100 m baksund* 200 m skriðsund 200 m baksund* 4x50 m skriðsund (með Ægi) 4x100 m skriðsund (með Ægi)*Íslandsmet Innlendar Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Keflavík | Stórleikur í Ólafssal Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Sjá meira
Það var nóg að gera hjá þeim Hrafnhildi Lúthersdóttur og Eygló Ósk Gústafsdóttur í Laugardalslauginni um helgina. Hrafnhildur vann sjö gull og bætti Íslandsmetið í 400 metra fjórsundi og Eygló Ósk vann sex gull, setti tvö Íslandsmet og náði lágmörkum á EM. Hrafnhildur vann mesta afrek mótsins (100 metra fjórsund) og flestar einstaklingsgreinar (6) og það þrátt fyrir að vera í miðjum undirbúningi fyrir HM í Dúbaí sem fer fram í desember. „Ég er mjög ánægð með þetta en ég stefndi ekki á að gera vel á þessu móti því ég er á fullu að undirbúa mig fyrir HM. Ég var samt búinn að æfa vel,“ segir Hrafnhildur. Enginn tími var fyrir hana til að slaka á enda oft stutt á milli greina hjá henni auk þess sem hún þurfti reglulega að stökkva upp á pall og taka á móti gullverðlaununum. „Ég var orðin mjög þreytt eftir mótið og var eiginlega alveg búin á því. Þetta var mjög góð æfing,“ segir Hrafnhildur. „Ég var ánægðust með 400 metra fjórsund út af Íslandsmetinu sem kom mér verulega á óvart því ég var mest stressuð fyrir það sund. Þetta er grein sem ég er nýfarin að leggja einhverja áherslu á og ég hef ekki mikið verið að keppa í henni,“ segir Hrafnhildur. „Ég bætti mig líka í 100 metra fjórsundi sem var líka gott. Ég er líka ánægð með að hafa klárað allar þessar greinar. Ég held að þetta boði bara gott fyrir HM að ég hafi verið að synda svona vel,“ segir Hrafnhildur. Næsti mánuður er vel skipulagður hjá henni því hún útskrifast úr Flensborg, fer síðan að keppa á HM 15. til 19. desember og er síðan á leiðinni í skóla í Bandaríkjunum eftir áramót. „Ég er heima um jólin, held síðan útskriftarveislu og svo flýg ég beint út,“ segir Hrafnhildur sem er á leiðinni í University of Florida á fullum skólastyrk. „Ég er mjög spennt fyrir því að fara í skólann en ég er líka stressuð og kvíðin,“ segir Hrafnhildur sem ætti að fá gott tækifæri til að bæta sig enn frekar en Kvennasundlið skólans, The Gators, er besta háskólalið Bandaríkjanna.Sleppti sjöunda gullinu fyrir met„Ég er ekkert smá sátt með helgina. Ég var dálítið stressuð fyrir þetta mót því ég efaðist um það að ég væri í nógu góðu formi,“ segir hin fimmtán ára gamla Eygló Ósk Gústafsdóttir sem sló stúlknamet um leið og hún sló Íslandsmetin sín um helgina.„Markmiðin hjá mér fyrir mótið var að ná í þessi Íslandsmet og ná inn á EM. Ég var langánægðust með baksundin,“ segir Eygló sem bætti Íslandsmet Önju Ríkeyjar Jakobsdóttur í 100 metra baksundi og bætti síðan sitt eigið met í 200 metra baksundi. Eygló vann alls fjórar einstaklingsgreinar á mótinu, auk þess hjálpaði hún Ægi að vinna tvö boðsund og vann síðan líka eitt silfur. Eygló hefði getað unnið sjöunda gullið því hún synti best í undanrásunum en ákvað að spara kraftana í úrslitunum.„Ég ákvað að sleppa úrslitasundinu í 400 metra skriðsundi. Ég hefði verið dauðþreytt eftir það sund ef ég hefði synt það,“ segir Eygló en það sund var á undan 200 metra baksundi sem er hennar besta grein. „Ég valdi það að safna kröftum til að reyna við metið,“ segir Eygló naut góðs af „hvíldinni“ og bætti Íslandsmetið um tvær sekúndur.„Ég var bara ákveðin í að ná þessu meti þótt ég hafi verið orðin þreytt,“ sagði Eygló.„Ég og þjálfarinn minn voru búin að setja það markmið að komast á EM og nú er bara komið nýtt markmið og það er að komast inn á Ólympíuleikana 2012. Ég þarf bara að æfa mig betur,“ segir Eygló sem fékk fær ekki mikinn tíma til að jafna sig eftir átök helgarinnar því í gær var hún mætt upp í Borgarleikhús strax eftir skóla til að æfa sig fyrir Skrekk. Eygló segist hafa tíma fyrir félagslífið þrátt fyrir margar sundæfingar. „Ég er samt mjög upptekin manneskja,“ viðurkennir hún þó að lokum.Sjö gull Hrafnhildar 100 m fjórsund 200 m bringusund 400 m fjórsund* 100 m bringusund 200 m fjórsund 50 m bringusund 4x100 metra fjórsund (með SH)Sex gull Eyglóar 800 m skriðsund 100 m baksund* 200 m skriðsund 200 m baksund* 4x50 m skriðsund (með Ægi) 4x100 m skriðsund (með Ægi)*Íslandsmet
Innlendar Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Keflavík | Stórleikur í Ólafssal Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Sjá meira