Floyd Landis, hjólreiðakappi frá Bandaríkjunum, hafa verið ákærðir í Frakklandi fyrir að „hakka" sig inn á tölvur franska lyfjaeftirlitsins.
Landis fagnaði sigri í Tour de France-hjólreiðakeppninni árið 2006 en sigurinn var dæmdur af honum þar sem hann féll á lyfjaprófi.
Í kjölfarið eyddi Landis fjórum árum og mörgum milljónum dollara í að hreinsa nafn sitt og fá sigurinn dæmdan aftur sér í hag.
Nú er Landis og þjálfara hans, Arnie Baker, gefið að sök að hafa brotist inn í tölvur franska lyfjaeftirlitsins til að verða sér út um gögn til að nota í baráttu þeirra að fá úrskurðinum hnekkt.
Hann játaði þó að hafa neytt ólöglegra lyfja fyrr á þessu ári. En hann sagði að fleiri en hann hefðu stundað það um árabil, til að mynda landi hans, Lance Armstrong.
Sport