Eftirlýstir af Interpol fyrir glæpi hérlendis 8. október 2010 05:30 Thomas Dovydaitis Eftirlýstur vegna líkamsárásar og ráns Fjórir erlendir karlmenn eru eftirlýstir af alþjóðalögreglunni Interpol fyrir alvarleg brot sem þeir hafa framið hér á landi. Hinn fimmti, sem eftirlýstur var til skamms tíma, hefur nú verið handtekinn og situr í fangelsi í Líbanon. Mennirnir hafa allir verið eftirlýstir um árabil. Í Venezúela situr svo í fangelsi Steingrímur Þór Ólafsson sem handtekinn var ytra í kjölfar eftirlýsingar Interpol fyrir íslensk lögregluyfirvöld vegna rannsóknar lögreglu á fjársvikamáli.Smári Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir að reglulega þurfi að svara fyrirspurnum frá lögregluyfirvöldum ytra hvort vilji sé til þess hjá lögreglu hér að hinn eftirlýsti sé áfram á listanum. Sá sem situr inni í Líbanon, Moh D Bashar Najeh Suleiman Almasid, var dæmdur hér árið 2006 í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir að vera með til söludreifingar nær 250 grömm af amfetamíni og samtals 656 amfetamín- og e-töflur, sem hann faldi í holu í baðherbergisvegg á veitingastað sem hann rak þá í Hafnarstræti í Reykjavík, Purple onion. Maðurinn stakk af áður en til afplánunar kom.Pap Ousman Kweko Secka Eftirlýstur vegna nauðgunar og misneytingar. Þá er litháískur karlmaður, Robert Dariusz Sobiecki, eftirlýstur. Hann var dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu inni á kvennasalerni á Hótel Sögu í mars árið 2007. Hann hvarf úr landi áður en afplánun hófst. Annar maður frá Litháen, Thomas Dovydaitis, er eftirlýstur fyrir líkamsárás og rán hér, í félagi við annan mann. Þeir réðust á karlmann í húsasundi við Laugaveg kýldu hann í andlitið og rændu hann síðan. Maðurinn slasaðist mikið við árásina. Sá sem nú er eftirlýstur stakk af úr landi en félagi hans var dæmdur í tveggja ára fangelsi hér.Þá er 45 ára karlmaður frá Alsír, Ali Zerbout, eftirlýstur fyrir tilraun til manndráps á bílastæði í Reykjavík. Hann var dæmdur í Hæstarétti í sex ára fangelsi fyrir að stinga hálffertugan mann tvívegis með hnífi þannig að hann hlaut djúp lífshættuleg stungusár á höfði og líkama. Árásarmaðurinn lét sig hverfa þegar átti að ákæra hann. Loks er eftirlýstur maður frá Gana, Pap Ousman Kweko Secka. Hann átti yfir höfði sér tvær ákærur frá ríkissaksóknara. Hann var ákærður fyrir nauðgun annars vegar og misneytingu hins vegar. Maðurinn hvarf af landi brott áður en málin voru þingfest í héraðsdómi en hann hafði búið hér árum saman. VSK-málið Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Fjórir erlendir karlmenn eru eftirlýstir af alþjóðalögreglunni Interpol fyrir alvarleg brot sem þeir hafa framið hér á landi. Hinn fimmti, sem eftirlýstur var til skamms tíma, hefur nú verið handtekinn og situr í fangelsi í Líbanon. Mennirnir hafa allir verið eftirlýstir um árabil. Í Venezúela situr svo í fangelsi Steingrímur Þór Ólafsson sem handtekinn var ytra í kjölfar eftirlýsingar Interpol fyrir íslensk lögregluyfirvöld vegna rannsóknar lögreglu á fjársvikamáli.Smári Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir að reglulega þurfi að svara fyrirspurnum frá lögregluyfirvöldum ytra hvort vilji sé til þess hjá lögreglu hér að hinn eftirlýsti sé áfram á listanum. Sá sem situr inni í Líbanon, Moh D Bashar Najeh Suleiman Almasid, var dæmdur hér árið 2006 í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir að vera með til söludreifingar nær 250 grömm af amfetamíni og samtals 656 amfetamín- og e-töflur, sem hann faldi í holu í baðherbergisvegg á veitingastað sem hann rak þá í Hafnarstræti í Reykjavík, Purple onion. Maðurinn stakk af áður en til afplánunar kom.Pap Ousman Kweko Secka Eftirlýstur vegna nauðgunar og misneytingar. Þá er litháískur karlmaður, Robert Dariusz Sobiecki, eftirlýstur. Hann var dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu inni á kvennasalerni á Hótel Sögu í mars árið 2007. Hann hvarf úr landi áður en afplánun hófst. Annar maður frá Litháen, Thomas Dovydaitis, er eftirlýstur fyrir líkamsárás og rán hér, í félagi við annan mann. Þeir réðust á karlmann í húsasundi við Laugaveg kýldu hann í andlitið og rændu hann síðan. Maðurinn slasaðist mikið við árásina. Sá sem nú er eftirlýstur stakk af úr landi en félagi hans var dæmdur í tveggja ára fangelsi hér.Þá er 45 ára karlmaður frá Alsír, Ali Zerbout, eftirlýstur fyrir tilraun til manndráps á bílastæði í Reykjavík. Hann var dæmdur í Hæstarétti í sex ára fangelsi fyrir að stinga hálffertugan mann tvívegis með hnífi þannig að hann hlaut djúp lífshættuleg stungusár á höfði og líkama. Árásarmaðurinn lét sig hverfa þegar átti að ákæra hann. Loks er eftirlýstur maður frá Gana, Pap Ousman Kweko Secka. Hann átti yfir höfði sér tvær ákærur frá ríkissaksóknara. Hann var ákærður fyrir nauðgun annars vegar og misneytingu hins vegar. Maðurinn hvarf af landi brott áður en málin voru þingfest í héraðsdómi en hann hafði búið hér árum saman.
VSK-málið Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira