Handbolti

Rífandi stemning að Ásvöllum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er farið að styttast í úrslitaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik en leikurinn hefst klukkan 14.00 og er leikið í íþróttahúsinu að Ásvöllum.

Húsið, sem tekur 2.200 manns, var nánast orðið fullsetið þegar hálftími var í leikinn og hér er rosalega stemning.

Stuðningsmenn beggja liða eru fyrir löngu síðan byrjaðir að kyrja stuðningssöngva og hér verður ekkert gefið eftir hvorki á vellinum né í stúkunni.

Þeir sem eiga ekki kost á að mæta er bent á að leikurinn er í beinni sjónvarpssútsendingu á Rúv.

Vísir mun verða með ítarlega umfjöllun um leikinn þegar honum lýkur. Umfjöllun, viðtöl og myndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×