Búa sig undir afvopnunarátök 21. desember 2010 00:00 Síðustu dagar meirihlutans Demókratinn John Kerry og repúblikaninn Richard Lugar ræða málin í sjónvarpsþætti.fréttablaðið/AP Barack Obama Bandaríkjaforseti reyndi ákaft að afla stuðnings meðal þingmanna við nýjan afvopnunarsamning við Rússa, sem á að taka við af START-samningnum frá 1991. Obama undirritaði samninginn ásamt Dmitrí Medvedev Rússlandsforseta í apríl síðastliðnum. Obama vonast til að þingið staðfesti samninginn áður en árið er liðið, en nýtt þing tekur við í byrjun næsta árs og missa demókratar þá meirihluta sinn í fulltrúadeildinni. Síðustu dagar ársins eru því eins konar kapphlaup við tímann. Um síðustu helgi samþykkti þingið afnám banns við herþjónustu samkynhneigðra, sem síðan á valdatíð Bill Clinton hafa mátt gegna herþjónustu því aðeins að þeir hafi ekki hátt um kynhneigð sína. Í lok síðustu viku tókst einnig samkomulag um skattalög, en þar höfðu repúblikanar það fram að skattaafsláttur nær til tekjuhárra en ekki bara til tekjulágra eins og verið hefur undanfarin ár. Mjótt verður á mununum um staðfestingu afvopnunarsamningsins í öldungadeildinni. Til þess að hann verði samþykktur þarf meira en 60 atkvæði í deildinni. Talið er að 57 demókratar ætli að samþykkja samninginn og fjórir repúblikanar hafa einnig lofað stuðningi sínum. - gb Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti reyndi ákaft að afla stuðnings meðal þingmanna við nýjan afvopnunarsamning við Rússa, sem á að taka við af START-samningnum frá 1991. Obama undirritaði samninginn ásamt Dmitrí Medvedev Rússlandsforseta í apríl síðastliðnum. Obama vonast til að þingið staðfesti samninginn áður en árið er liðið, en nýtt þing tekur við í byrjun næsta árs og missa demókratar þá meirihluta sinn í fulltrúadeildinni. Síðustu dagar ársins eru því eins konar kapphlaup við tímann. Um síðustu helgi samþykkti þingið afnám banns við herþjónustu samkynhneigðra, sem síðan á valdatíð Bill Clinton hafa mátt gegna herþjónustu því aðeins að þeir hafi ekki hátt um kynhneigð sína. Í lok síðustu viku tókst einnig samkomulag um skattalög, en þar höfðu repúblikanar það fram að skattaafsláttur nær til tekjuhárra en ekki bara til tekjulágra eins og verið hefur undanfarin ár. Mjótt verður á mununum um staðfestingu afvopnunarsamningsins í öldungadeildinni. Til þess að hann verði samþykktur þarf meira en 60 atkvæði í deildinni. Talið er að 57 demókratar ætli að samþykkja samninginn og fjórir repúblikanar hafa einnig lofað stuðningi sínum. - gb
Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira