Viðskipti innlent

Þýskt fyrirtæki var með lægsta tilboðið

Fjögur fyrirtæki frá Þýskalandi, Argentínu og Króatíu buðu í uppsetningu raf- og vélbúnaðar Búðarhálsvirkjunar. Tilboðin voru opnuð í fyrradag á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík.

Hæsta boð, 10,2 milljarðar króna, var frá argentínska fyrirtækinu IMPSA, nokkuð yfir kostnaðar­áætlun ráðgjafa Landsvirkjunar. Áætlunin nemur tæpum 7,4 milljörðum króna.

Lægst bauð þýska fyrirtækið Voith Hydro GmbH, tæpa 6,3 milljarða króna, sem eru tæp 85 prósent af kostnaðaráætlun. Einnig buðu í verkið Koncar-Litostroj Power, frá Króatíu og Andritz Hydro GmbH, frá Þýskalandi. - óká








Fleiri fréttir

Sjá meira


×