Innlent

Dregur úr lækkun íbúðaverðs

höfuðborgarsvæðið Raunverð fasteigna var lægra í maí en þegar bankarnir komu inn á fasteignalánamarkaðinn haustið 2004.Fréttablaðið/Stefán
höfuðborgarsvæðið Raunverð fasteigna var lægra í maí en þegar bankarnir komu inn á fasteignalánamarkaðinn haustið 2004.Fréttablaðið/Stefán

Dregið hefur verulega úr verðlækkunum á fasteignamarkaði á undanförnum mánuðum og hefur hann glæðst það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Þó má reikna með að verð haldi áfram að lækka. Þetta kemur fram í Peningamálum, ársfjórðungsriti Seðlabankans.

Í ritinu er bent á að raunverð fasteigna hafi nú lækkað um rúm 34 prósent á höfuðborgarsvæðinu frá í október 2007 þegar það var hæst. Þá hefur nafnverð íbúða lækkað um 14,2 prósent frá því það stóð hæst í janúar fyrir tveimur og hálfu ári.

Þá segir að þótt velta hafi verið rúmum fimmtungi meiri í júlí en á sama tíma fyrir ári sé hún enn afar lítil í sögulegu samhengi.

Í síðustu Peningamálum Seðlabankans í maí kom fram að í mars hefði áttatíu prósent færri kaupsamningum verið þinglýst en í október 2004 þegar fjöldi þeirra náði hámarki rétt eftir innkomu viðskiptabankanna á fasteignalánamarkaðinn. Þá var raunverð íbúða jafnframt lægra en það var áður en viðskiptabankarnir hófu að veita lán til húsnæðiskaupa fyrir sex árum.

- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×