Handbolti

Einar tekur við Haukum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Jónsson.
Einar Jónsson. Mynd/Arnþór

Einar Jónsson verður í dag ráðinn þjálfari kvennaliðs Hauka í handbolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi.

„Við höfum gert munnlegt samkomulag og ég er núna á leiðinni til þeirra til að skrifa undir samninginn," sagði Einar. „Mér líst mjög vel á þetta verkefni. Ég geri nú þriggja ára samning og það verður verðugt verkefni að koma þessu liði aftur á toppinn."

„Það munu einhverjir leikmenn fara frá liðinu en það er alltaf mikill metnaður hjá Haukum og þannig verður það áfram."

Einar var síðasta þjálfari karlaliðs Fram en hann var fyrst aðstoðarþjálfari Viggós Sigurðssonar þar. Einar tók svo við liðinu eftir að Viggó var látinn fara um mitt tímabil.

Einar var þó áður lengi hjá Haukum og þjálfaði til að mynda meistaraflokk kvenna áður en Díana Guðjónsdóttir tók við liðinu og stýrði því til loka þessa tímabils.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×