Umfjöllun: Bæði lið fögnuðu á Ásvöllum Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 8. apríl 2010 22:22 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar. Mynd/Stefán Haukar fögnuðu deildarmeistaratitlinum í kvöld en þeir voru ekki þeir einu sem höfðu ástæðu til að fagna því Akureyringar sigruðu Hauka og tryggðu sér þar með þátttökurétt í úrslitakeppninni. Leiknum lauk með fjögurra marka sigri Akureyrar, 30-34. Heimamenn byrjuðu vel með Aron Rafn Eðvarðsson í stuði í markinu. Haukaliðið virtist miklu tilbúnara í verkefnið en gestirnir að norðan. Haukar fóru auðveldlega í gegnum þunna vörn Akureyringa og komu sér strax í þægilega stöðu. Akureyringar virkuðu slappir og þreyttir eða hreinlega bara ekki tilbúnir í slaginn. Árni Þór Sigtryggsson og Heimir Örn Árnason voru duglegir að skjóta á markið en áttu í stökustu vandræðum með að koma boltanum framhjá þeim Aroni Rafni Eðvarðssyni og Stefáni Stefánssyni sem að vörðu með tilþrifum í marki Hauka. Staðan var 16-10 í hálfleik og Akureyringar ólíklegir til að breyta gangi mála. Það kom þó smá neisti með Akureyringum út á völlinn í síðari hálfleik. Þeir voru miklu ákveðnari og greinilega fengu smá trú á verkefninu er þeir ræddu saman í búningsklefanum. Í kjölfarið fóru heimamenn að missa sjálfstraustið og norðanmenn gengu á lagið. Jónatan Þór Magnússon vaknaði til lífsins og raðaði inn mörkum. Það gaf liðinu enn meira sjálfstraust og eftir aðeins níu mínútur voru gestirnir búnir að jafna leikinn, 20-20. Allt gat gerst og loksins spenna komin í leikinn á Ásvöllum. Það voru margir lykilmenn Hauka hvíldir í kvöld og það virtist setja strik í reikninginn. Gestirnir tóku leikinn í sínar hendur og ætluðu greinilega að tryggja sér síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Það var líkt og nýtt lið væri inn á vellinum. Akureyri var með fjögurra marka forystu er fimm mínútur voru eftir. Spiluðu góða vörn og voru vel skipulagðir. Það tryggði þeim mikilvægan sigur og þar með sæti í úrslitakeppninni. Árni Þór Sigtryggson fór mikinn í liði gestana og skoraði 10 mörk. Jónatan Þór Magnússon spilað i vel í síðari hálfleik og það munaði um minna. Stemningin sem kom út með liðinu í seinni hálfleik skilaði sér að lokum og gátu þeir farið brosandi norður á land með tryggt sæti í úrslitakeppninni sem framundan er.Haukar-Akureyri 30-34 (16-10) Mörk Hauka (skot): Þórður Rafn Guðmundsson 7 (11), Stefán Rafn Sigurmannssson 5 (9), Heimir Óli Heimisson 4 (4), Pétur Pálsson 4 (5), Gísli Jón Þórisson 4 (8), Björgvin Þór Hólmgeirsson 3 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 3/2 (6/3). Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 11 skot varin. Stefán Huldar Stefánsson 11/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 2 (Stefán, Þórður) Fiskuð víti: 3 (Heimir 2, Þórður,) Utan vallar: 6 min. Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 10 (15), Jónatan Þór Magnússon 7/1 (10/2), Oddur Gretarsson 6/1 (8/2), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (5), Rúnar Sigtryggsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (6), Halldór Árnason 1 (1). Varin skot: Hafþór Einarsson 11 skot varin. Hraðaupphlaup: 6 (Árni Þór 3, Rúnar, Hörður 2) Fiskuð víti: 4 ( Oddur 2, Guðlaugur, Hörður) Utan vallar: 6 min. Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson, áttu fínan dag. Olís-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Haukar fögnuðu deildarmeistaratitlinum í kvöld en þeir voru ekki þeir einu sem höfðu ástæðu til að fagna því Akureyringar sigruðu Hauka og tryggðu sér þar með þátttökurétt í úrslitakeppninni. Leiknum lauk með fjögurra marka sigri Akureyrar, 30-34. Heimamenn byrjuðu vel með Aron Rafn Eðvarðsson í stuði í markinu. Haukaliðið virtist miklu tilbúnara í verkefnið en gestirnir að norðan. Haukar fóru auðveldlega í gegnum þunna vörn Akureyringa og komu sér strax í þægilega stöðu. Akureyringar virkuðu slappir og þreyttir eða hreinlega bara ekki tilbúnir í slaginn. Árni Þór Sigtryggsson og Heimir Örn Árnason voru duglegir að skjóta á markið en áttu í stökustu vandræðum með að koma boltanum framhjá þeim Aroni Rafni Eðvarðssyni og Stefáni Stefánssyni sem að vörðu með tilþrifum í marki Hauka. Staðan var 16-10 í hálfleik og Akureyringar ólíklegir til að breyta gangi mála. Það kom þó smá neisti með Akureyringum út á völlinn í síðari hálfleik. Þeir voru miklu ákveðnari og greinilega fengu smá trú á verkefninu er þeir ræddu saman í búningsklefanum. Í kjölfarið fóru heimamenn að missa sjálfstraustið og norðanmenn gengu á lagið. Jónatan Þór Magnússon vaknaði til lífsins og raðaði inn mörkum. Það gaf liðinu enn meira sjálfstraust og eftir aðeins níu mínútur voru gestirnir búnir að jafna leikinn, 20-20. Allt gat gerst og loksins spenna komin í leikinn á Ásvöllum. Það voru margir lykilmenn Hauka hvíldir í kvöld og það virtist setja strik í reikninginn. Gestirnir tóku leikinn í sínar hendur og ætluðu greinilega að tryggja sér síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Það var líkt og nýtt lið væri inn á vellinum. Akureyri var með fjögurra marka forystu er fimm mínútur voru eftir. Spiluðu góða vörn og voru vel skipulagðir. Það tryggði þeim mikilvægan sigur og þar með sæti í úrslitakeppninni. Árni Þór Sigtryggson fór mikinn í liði gestana og skoraði 10 mörk. Jónatan Þór Magnússon spilað i vel í síðari hálfleik og það munaði um minna. Stemningin sem kom út með liðinu í seinni hálfleik skilaði sér að lokum og gátu þeir farið brosandi norður á land með tryggt sæti í úrslitakeppninni sem framundan er.Haukar-Akureyri 30-34 (16-10) Mörk Hauka (skot): Þórður Rafn Guðmundsson 7 (11), Stefán Rafn Sigurmannssson 5 (9), Heimir Óli Heimisson 4 (4), Pétur Pálsson 4 (5), Gísli Jón Þórisson 4 (8), Björgvin Þór Hólmgeirsson 3 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 3/2 (6/3). Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 11 skot varin. Stefán Huldar Stefánsson 11/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 2 (Stefán, Þórður) Fiskuð víti: 3 (Heimir 2, Þórður,) Utan vallar: 6 min. Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 10 (15), Jónatan Þór Magnússon 7/1 (10/2), Oddur Gretarsson 6/1 (8/2), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (5), Rúnar Sigtryggsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (6), Halldór Árnason 1 (1). Varin skot: Hafþór Einarsson 11 skot varin. Hraðaupphlaup: 6 (Árni Þór 3, Rúnar, Hörður 2) Fiskuð víti: 4 ( Oddur 2, Guðlaugur, Hörður) Utan vallar: 6 min. Dómarar: Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson, áttu fínan dag.
Olís-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira