Innlent

Wikileaks: „Mikilvægast að það líti út fyrir að við séum að gera eitthvað.“

Ein þeirra véla sem lentu hér á landi og eru taldar hafa verið í fangaflugi fyrir CIA.
Ein þeirra véla sem lentu hér á landi og eru taldar hafa verið í fangaflugi fyrir CIA.

Starfsmenn utanríkisráðuneytisins reyndu að gera sem minnst úr boðaðri skoðun íslenskra yfirvalda á því hvort fangaflugvélar CIA hafi millilent hér á landi. Í skjali sem skrifað er 13. júlí 2007 eru sagt frá rannsókninni og samtölum sendiráðsmanna við starfsmenn utanríkisáðuneytisins.

Þar segir að ráðyneytismennirnir hafi í samtölum við sendiráðið reynt að að gera lítið úr rannsókninni sem þeir kalla „æfingu í gagnsæi", og tilraun til að „taka málið af stjórnarandstöðunni" en Steingrímur J. Sigfússon formaður VG hafði krafist þess að málið yrði kannað ofan í kjölinn. Þegar skeytið er skrifað hafði sendiráðið ekkert heyrt frá utanríkisráðuneytinu eftir formlegum leiðum og bjuggust starfsmenn þess við því að rannsóknin færi í gang þegar Alþingi kæmi til starfa í október.

Raunar er haft eftir starfsmanni mannréttindaskrifstofu utanríkisráðuneytisins að líta beri á orðalag yfirlýsingarinnar um boðaða að rannsaka eigi fangaflugið, að þar sé talað um skoðun, en ekki rannsókn. Þetta undirstriki að ráðuneytið hafi engar áætlanir, né umboð, til þess að hefja formlega rannsókn.

Þá hefur sendiráðsmaðurinn Klopfenstein, sem skrifar skeytið, eftir starfsmanni íslenska utanríkisráðuneytisins að tilkynningin um formlega rannsókn á málinu væri hugsuð til að „vængstýfa" Steingrím J. Sigfússon áður en honum gæfist færi á að valda utanríkisráðherranum Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, meiri vandræðum. „Mikilvægast að það líti út fyrir að við séum að gera eitthvað," segir starfsmaðurinn.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×