Viðskipti innlent

Hagsmunaðilar unnu markvisst gegn því að auka rekstrafé FME

Hagsmunaðilar, meðal annars bankarnir þrír, unnu markvisst gegn FME.
Hagsmunaðilar, meðal annars bankarnir þrír, unnu markvisst gegn FME.

Stjórnendur Fjármálaeftirlitsins lýsa þeim viðhorfum sínum í skýrslu rannsóknanefndarinnar að hagsmunaðilar hafi á fyrstu sex árum FME unnið markvisst gegn því að rekstrafé stofnunarinnar væri aukið og álögð eftirlitsgjöld á eftirlitsskylda aðila hækkuð.

Svo segir orðrétt í skýrslunni: „Að mati rannsóknarnefndar verður ekki séð að afskipti samráðsnefndar eftirlitsskyldra aðila ein og sér hefðu átt að

hafa slíkan fælingarmátt gagnvart Fjármálaeftirlitinu sem raun ber vitni. Ekki verður þó fram hjá því litið að ríkjandi viðhorf í samfélaginu á þessum tíma

voru þau að gæta þyrfti að því að eftirlitsstofnanir væru ekki of íþyngjandi fyrir atvinnulífið og mikið var rætt á neikvæðum nótum um „eftirlitsiðnaðinn".

Þá segir einnig í skýrslunni að ef litið er til rekstrarkostnaðar FME og tekna hennar fram til ársins 2006 er ljóst að vöxtur stofnunarinnar hefur

ekki verið nægjanlegur samanborið við vöxt íslenska fjármálakerfisins, flókin eignatengsl á fjármálamarkaði, aukin umsvif eftirlitsskyldra aðila erlendis,

aukin verkefni sem lögð hafa verið á stofnunina síðastliðinn áratug á grundvelli laga og þau flóknu verkefni sem stofnuninni bar að sinna og krefjast mikillar

sérþekkingar á hagfræði, reikningsskilum og löggjöf á fjármálamarkaði.

Þá segir ennfremur í skýrslunni að í þessu sambandi hafa vaknað spurningar um hvort hin lagalega umgjörð varðandi rekstrarkostnað stofnunarinnar og álögð eftirlitsgjöld á aðila sem lúta eftirliti stofnunarinnar sé heppileg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×