Umfjöllun: Dramatík á Ásvöllum - Sigurbergur hetja Hauka Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 4. mars 2010 21:13 Sigurbergur Sveinsson skoraði sigurmarkið í kvöld. Mynd/Vilhelm Í kvöld tóku Haukar á móti Val í N1-deild karla í handbolta. Það voru Haukamenn sem fögnuðu vel og innilega eftir að hafa skorað sigurmarkið úr vítakasti í blálokin. Leikurinn var jafn og spennandi en heimamenn mörðu sigur, 25-24. Þegar leikurinn hófst var aðeins eitt lið á vellinum, það voru heimamenn. Hauka-liðið skoraði fyrstu fjögur mörkin og allt gekk upp hjá lærisveinum Arons Kristjánssonar. Gestirnir í Val voru lengi í gang og funndu engan veginn taktinn hvorki í vörn né sókn. En það kom svo að því að þeir náðu að skora og vinna sig inn í leikinn eftir sjö mínótna leik. Við þessa vakningu gestanna þá duttu meistararnir úr jafnvægi um stund. Gestirnir fóru að spila fínan sóknarleik og um miðjan fyrrihálfleik komust þeir yfir í fyrsta sinn í leiknum, 5-6. Valsmenn fóru ílla með mörg hraðaupphlaup og áttu í stökustu vandræðum með að skora einir á móti Aroni Rafni Eðvarssyni sem varði frábærlega í marki Hauka og var með tíu vörslur í fyrrihálfleik. Björgvin Þór Hólmgeirsson og Sigurbergur Sveinsson voru sterkir í sókninni hjá heimamönnum með fjögur mörk hvor í fyrrihálfleiknum, en staðan í hálfleik, 13-10 Haukum í vil. Síðari hálfleikur var fjörugur. Aron Rafn hélt áfram að loka markinu vel fyrir Hauka við mikinn fögnuð heimamanna. Vallarlýsir þetta kvöldið var búinn að segja nafnið hans svo oft að öll börnin í stúkunni voru búin að læra það utan af og byrjuð að kalla á hann inná völlinn hvað eftir annað. Leikurinn var mjög jafn allan seinni hálfleikinn. Valsmenn bitu vel frá sér og gáfu heimamönnum ekkert eftir. Leikurinn var æsispennandi allt til að flautið gall á Ásvöllum í kvöld. Guðmundur Árni Ólafsson stökk inn úr horninu og fiskaði víti á lokasekúndu leiksins. Boltinn var settur í hendurnar á Sigurbergi Sveinssyni. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði og tryggði þar með Haukum dramatískan sigur á Valsmenn, loktaölur 25-24, í hörku leik. Aron Rafn Eðvarðsson, markmaður Hauka, átti frábært kvöld með tuttugu og tvær markvörslur. Þessi strákur var klárlega maður leiksins þetta kvöldið og vel að því kominn því hann átti mikið í þessum sigri Haukamanna.Haukar-Valur 25-24 (13-10)Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 9/15 (2/2), Björgvin Þór Hólmgeirsson 6/11, Guðmundur Árni Ólafsson 3/5 (1/3), Tjörvi Þorgeirsson 2/2, Freyr Brynjarsson 2/4, Einar Örn Jónsson 1/1, Heimir Óli Heimisson 1/3, Elías Már Halldórsson 1/3. Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 22 skot varin. 48%. Hraðaupphlaup: 5 ( Björgvin 2, Sigurbergur 2, Freyr) Fiskuð víti: 4 (Heimir 2, Sigurbergur, Guðmundur) Utan vallar: 2 mín. Mörk Vals (skot): Ingvar Árnason 5/5, Elfar Friðriksson 5/9, Orri Freyr Gíslason 3/3, Ólafur Sigurjónsson 3/4, Arnór Þór Gunnarsson 3/10 (3/3), Gunnar Ingi Jóhansson 2/9, Fannar Þór Freiðgeirsson 2/11, Jón Björgvin Pétursson 1/1. Varin skot: Hlynur Morthens 13 skot varin. 34%. Hraðaupphlaup: 2 ( Fannar 2) Fiskuð víti: 3 ( Ingvar 2, Arnór) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, fínir. Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Í kvöld tóku Haukar á móti Val í N1-deild karla í handbolta. Það voru Haukamenn sem fögnuðu vel og innilega eftir að hafa skorað sigurmarkið úr vítakasti í blálokin. Leikurinn var jafn og spennandi en heimamenn mörðu sigur, 25-24. Þegar leikurinn hófst var aðeins eitt lið á vellinum, það voru heimamenn. Hauka-liðið skoraði fyrstu fjögur mörkin og allt gekk upp hjá lærisveinum Arons Kristjánssonar. Gestirnir í Val voru lengi í gang og funndu engan veginn taktinn hvorki í vörn né sókn. En það kom svo að því að þeir náðu að skora og vinna sig inn í leikinn eftir sjö mínótna leik. Við þessa vakningu gestanna þá duttu meistararnir úr jafnvægi um stund. Gestirnir fóru að spila fínan sóknarleik og um miðjan fyrrihálfleik komust þeir yfir í fyrsta sinn í leiknum, 5-6. Valsmenn fóru ílla með mörg hraðaupphlaup og áttu í stökustu vandræðum með að skora einir á móti Aroni Rafni Eðvarssyni sem varði frábærlega í marki Hauka og var með tíu vörslur í fyrrihálfleik. Björgvin Þór Hólmgeirsson og Sigurbergur Sveinsson voru sterkir í sókninni hjá heimamönnum með fjögur mörk hvor í fyrrihálfleiknum, en staðan í hálfleik, 13-10 Haukum í vil. Síðari hálfleikur var fjörugur. Aron Rafn hélt áfram að loka markinu vel fyrir Hauka við mikinn fögnuð heimamanna. Vallarlýsir þetta kvöldið var búinn að segja nafnið hans svo oft að öll börnin í stúkunni voru búin að læra það utan af og byrjuð að kalla á hann inná völlinn hvað eftir annað. Leikurinn var mjög jafn allan seinni hálfleikinn. Valsmenn bitu vel frá sér og gáfu heimamönnum ekkert eftir. Leikurinn var æsispennandi allt til að flautið gall á Ásvöllum í kvöld. Guðmundur Árni Ólafsson stökk inn úr horninu og fiskaði víti á lokasekúndu leiksins. Boltinn var settur í hendurnar á Sigurbergi Sveinssyni. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði og tryggði þar með Haukum dramatískan sigur á Valsmenn, loktaölur 25-24, í hörku leik. Aron Rafn Eðvarðsson, markmaður Hauka, átti frábært kvöld með tuttugu og tvær markvörslur. Þessi strákur var klárlega maður leiksins þetta kvöldið og vel að því kominn því hann átti mikið í þessum sigri Haukamanna.Haukar-Valur 25-24 (13-10)Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 9/15 (2/2), Björgvin Þór Hólmgeirsson 6/11, Guðmundur Árni Ólafsson 3/5 (1/3), Tjörvi Þorgeirsson 2/2, Freyr Brynjarsson 2/4, Einar Örn Jónsson 1/1, Heimir Óli Heimisson 1/3, Elías Már Halldórsson 1/3. Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 22 skot varin. 48%. Hraðaupphlaup: 5 ( Björgvin 2, Sigurbergur 2, Freyr) Fiskuð víti: 4 (Heimir 2, Sigurbergur, Guðmundur) Utan vallar: 2 mín. Mörk Vals (skot): Ingvar Árnason 5/5, Elfar Friðriksson 5/9, Orri Freyr Gíslason 3/3, Ólafur Sigurjónsson 3/4, Arnór Þór Gunnarsson 3/10 (3/3), Gunnar Ingi Jóhansson 2/9, Fannar Þór Freiðgeirsson 2/11, Jón Björgvin Pétursson 1/1. Varin skot: Hlynur Morthens 13 skot varin. 34%. Hraðaupphlaup: 2 ( Fannar 2) Fiskuð víti: 3 ( Ingvar 2, Arnór) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, fínir.
Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira