Var illa við að skilja dýrin eftir á bænum 22. mars 2010 06:00 Vilborg segir verst að hafa þurft að skilja skepnurnar eftir en hún sleppti tveimur merum lausum áður en hún fór. Fréttablaðið/daníel „Auðvitað bregður manni fyrst en við urðum strax rórri þegar okkur var tjáð að þetta væri lítið gos,“ segir Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi í Hvítanesi í Vestur-Landeyjum, þegar henni var tilkynnt að byrjað væri að gjósa. Vilborg fékk símtal fljótlega eftir miðnætti á laugardagskvöld og var sagt að hún þyrfti að yfirgefa heimilið ásamt foreldrum sínum. Þau fengu gistingu hjá systur Vilborgar á Hvolsvelli. „Það kom sér vel að hún er í fríi á Kanarí. Við vorum fljót að taka okkur til en mamma tók að vísu ansi mikinn farangur með sér,“ segir Vilborg. Kindur, kýr og hestar eru á bænum og segir Vilborg að verst hafi verið að skilja skepnurnar eftir. „Mér var hugsað til dýranna áður en ég fór. Hrossin ganga flest laus, fyrir utan tvær merar sem voru inni í hesthúsi og ég sleppti lausum. Ég man að ég hugsaði með mér: Þetta er Eyjafjallajökull. Annaðhvort verður allt í lagi eða þetta fer illa. Sem betur fer fór allt vel í þetta sinn og dýrin voru öll róleg.“ Vilborg fékk að fara heim í gær til að huga að skepnunum og var að gefa hestunum þegar Fréttablaðið bar að garði. Hún hafði þá ekki fengið að vita hvort hún mætti sofa heima hjá sér í nótt. Hún kvaðst mundu fara heim ef það yrði heimilað en foreldrar hennar myndu gista heima hjá systur hennar að minnsta kosti eina nótt í viðbót. Þrátt fyrir afleitt skyggni sást bjarminn frá gosinu vel frá Hvítanesi aðfaranótt sunnudags. Vilborg segir þó ekki íþyngjandi tilhugsun að búa í grennd við virka eldstöð. „Þetta venst; ef það væri ekki þetta þá eitthvað annað. En nú hlýtur Katla að fara að rumska; það held ég að hljóti að vera.“ bergsteinn@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Auðvitað bregður manni fyrst en við urðum strax rórri þegar okkur var tjáð að þetta væri lítið gos,“ segir Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi í Hvítanesi í Vestur-Landeyjum, þegar henni var tilkynnt að byrjað væri að gjósa. Vilborg fékk símtal fljótlega eftir miðnætti á laugardagskvöld og var sagt að hún þyrfti að yfirgefa heimilið ásamt foreldrum sínum. Þau fengu gistingu hjá systur Vilborgar á Hvolsvelli. „Það kom sér vel að hún er í fríi á Kanarí. Við vorum fljót að taka okkur til en mamma tók að vísu ansi mikinn farangur með sér,“ segir Vilborg. Kindur, kýr og hestar eru á bænum og segir Vilborg að verst hafi verið að skilja skepnurnar eftir. „Mér var hugsað til dýranna áður en ég fór. Hrossin ganga flest laus, fyrir utan tvær merar sem voru inni í hesthúsi og ég sleppti lausum. Ég man að ég hugsaði með mér: Þetta er Eyjafjallajökull. Annaðhvort verður allt í lagi eða þetta fer illa. Sem betur fer fór allt vel í þetta sinn og dýrin voru öll róleg.“ Vilborg fékk að fara heim í gær til að huga að skepnunum og var að gefa hestunum þegar Fréttablaðið bar að garði. Hún hafði þá ekki fengið að vita hvort hún mætti sofa heima hjá sér í nótt. Hún kvaðst mundu fara heim ef það yrði heimilað en foreldrar hennar myndu gista heima hjá systur hennar að minnsta kosti eina nótt í viðbót. Þrátt fyrir afleitt skyggni sást bjarminn frá gosinu vel frá Hvítanesi aðfaranótt sunnudags. Vilborg segir þó ekki íþyngjandi tilhugsun að búa í grennd við virka eldstöð. „Þetta venst; ef það væri ekki þetta þá eitthvað annað. En nú hlýtur Katla að fara að rumska; það held ég að hljóti að vera.“ bergsteinn@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira