Handbolti

Óskar Bjarni: Ekki fólskulegt brot

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Óskar Bjarni Óskarsson á hliðarlínunni.
Óskar Bjarni Óskarsson á hliðarlínunni. Mynd/Valli

Óskar Bjarni Óskarsson segir að brot Gunnars Berg Viktorssonar í leik Vals og Hauka í gær hafi ekki verið fólskulegt.

Gunnar Berg fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Valsmanninum Fannari Þór Friðgeirssyni undir lok venjulegs leiktíma í leik liðanna í gær. Valur vann svo í framlengingu og jafnaði metin í úrslitarimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í 2-2.

Liðin mætast í oddaleik um titilinn á morgun en Gunnar Berg var í morgun dæmdur í leikbann af aganefnd HSÍ fyrir að hafi brotið „gróflega af sér á síðustu mínútu leiks í þeim tilgangi að hafa áhrif á úrslit leiks."

Óskar Bjarni, þjálfari Vals, segir að brotið hafi ekki verið fólskulegt. „Ég er þó enginn sérfræðingur í því hvernig svona reglur eru túlkaðar og treysti mér ekki til að fella dóm um þetta. En ég var þó óviss um hvort hann yrði dæmdur í bann þar sem mér fannst brotið ekki fólskulegt og ekki með ásetningi."

„Ég hefði viljað hafa Gunnar löglegan á morgun. Ég vil mæta besta liði Haukanna. En ég ætla þó ekki að eyða mikilli orku í þetta mál enda fæ ég engu breytt um það."

Hann segir að það megi jafnvel endurskoða þessa reglugerð eftir að tímabilinu lýkur.

„Það virðist vera öðruvísi hvernig tekið er á brotum sem framin eru á öðrum mínútum en þeirri síðustu. Menn geta framið miklu grófara brot á 20. mínútu leiksins og sloppið við leikbann ef um þeirra fyrsta rauða spjald á tímabilinu er að ræða."






Tengdar fréttir

Gunnar Berg í banni á morgun

Gunnar Berg Viktorsson verður í banni á morgun þegar að Haukar og Valur mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta á Ásvöllum.

Gunnar Berg: Þetta er alveg skelfilegt

Gunnar Berg Viktorsson er vægast sagt ósáttur við að missa af oddaleik Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn á morgun og telur sig hafa fengið ósanngjarna meðhöndlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×