Handbolti

Einar fær ekki nýjan samning hjá Grosswallstadt

Elvar Geir Magnússon skrifar
Einar Hólmgeirsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Arnþór
Einar Hólmgeirsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Arnþór

„Svona er þetta, maður hefur bara verið rekinn," segir handboltamaðurinn Einar Hólmgeirsson sem er á förum frá þýska liðinu Grosswallstadt.

Einar hefur fengið þau skilaboð frá félaginu að hann fái ekki nýjan samning og megi leita annað. Hann segist vera farinn að líta í kringum sig en hann vill helst vera áfram í Þýskalandi.

„Markaðurinn er erfiður og ég reikna ekki með því að komast að hjá einhverju stórliði. Maður skoðar bara möguleikana," segir Einar sem hefur verið mikið meiddur síðustu ár.

Hann segir að einhver félög hafi þegar haft samband og sýnt áhuga en þau séu ekki spennandi kostir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×