Lærðu að gera kattaraugu eins og Kate 9. desember 2010 17:00 Kate með kisuaugun. Kate Moss er fyrirmynd margra í klæðnaði og förðun. Hún skartar oftar en ekki svokölluðum kisuaugum. Svanhvít Valgeirsdóttir, yfirkennari hjá Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar, sýnir hvernig mála má slík augu með auðveldum hætti. „Svona kisuaugu, eða „smoky longeye" eins og þetta er líka kallað er mikið í tísku núna og er reyndar mjög klassísk augnförðun," segir Svanhvít og bætir við að allir geti lært að mála sig með þessum hætti. „Enda er þetta auðveldasta augnmálningin til að læra," segir hún. Svanhvít segir kattaraugun klæða alla og að „smoky longeye" séu sérstaklega flott þegar við hátíðleg tilefni. „Þau henta líka vel konum með þyngri augnlok sem oft er erfitt að skyggja fallega," segir hún og tekur fyrirsætuna Claudiu Schiffer sem dæmi. Svanhvít notaði vörur frá No Name sem hún heldur mikið upp á, sérstaklega augngel og augnabrúnatúss, enda segir hún miklu máli skipta að augabrúnirnar séu vel mótaðar. „Þá er einnig mikilvægt að muna að þegar augnmálningin er svona áberandi ætti að mála varirnar með ljósari varalit," segir hún að lokum. solveig@frettabladid.is Upphaf. Gott er að nota þrjá bursta við þessa förðun. Mjúkan bursta til að blanda, aðeins flatari og harðari til að bera á, og svo einn fyrir eyeliner-línuna.Ég byrjaði á því að setja ljósdrappaðan augnskugga undir augabrúnirnar, niður að augnbeini.Síðan setti ég dökkan augnskugga á allt augnlokið og aðeins undir augun. Þá dreifði ég honum svolítið út til að ná þessari kattarlögun.Ég setti síðan krem-eyeliner í kringum augað og dró hann líka út og blandaði honum síðan upp í dökka augnskuggann.Svo notaði ég svartan augnskugga til að gera þynnstu línuna kringum augun.Einnig er hægt að nota svartan púðurblýant eða blautan eyeliner ef konur vilja hafa línuna mjög sterka. Svanhvít segir kattaraugu henta vel við sérstök tilefni.fréttablaðið/antonSvanhvít segir kattaraugu henta vel við sérstök tilefni.Að lokum eru tvær til þrjár umferðir af svörtum maskara bornar á augnhárin til að gera þau löng og þétt. Einnig er hægt að nota gerviaugnhár við sérstök tilefni. Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Kate Moss er fyrirmynd margra í klæðnaði og förðun. Hún skartar oftar en ekki svokölluðum kisuaugum. Svanhvít Valgeirsdóttir, yfirkennari hjá Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar, sýnir hvernig mála má slík augu með auðveldum hætti. „Svona kisuaugu, eða „smoky longeye" eins og þetta er líka kallað er mikið í tísku núna og er reyndar mjög klassísk augnförðun," segir Svanhvít og bætir við að allir geti lært að mála sig með þessum hætti. „Enda er þetta auðveldasta augnmálningin til að læra," segir hún. Svanhvít segir kattaraugun klæða alla og að „smoky longeye" séu sérstaklega flott þegar við hátíðleg tilefni. „Þau henta líka vel konum með þyngri augnlok sem oft er erfitt að skyggja fallega," segir hún og tekur fyrirsætuna Claudiu Schiffer sem dæmi. Svanhvít notaði vörur frá No Name sem hún heldur mikið upp á, sérstaklega augngel og augnabrúnatúss, enda segir hún miklu máli skipta að augabrúnirnar séu vel mótaðar. „Þá er einnig mikilvægt að muna að þegar augnmálningin er svona áberandi ætti að mála varirnar með ljósari varalit," segir hún að lokum. solveig@frettabladid.is Upphaf. Gott er að nota þrjá bursta við þessa förðun. Mjúkan bursta til að blanda, aðeins flatari og harðari til að bera á, og svo einn fyrir eyeliner-línuna.Ég byrjaði á því að setja ljósdrappaðan augnskugga undir augabrúnirnar, niður að augnbeini.Síðan setti ég dökkan augnskugga á allt augnlokið og aðeins undir augun. Þá dreifði ég honum svolítið út til að ná þessari kattarlögun.Ég setti síðan krem-eyeliner í kringum augað og dró hann líka út og blandaði honum síðan upp í dökka augnskuggann.Svo notaði ég svartan augnskugga til að gera þynnstu línuna kringum augun.Einnig er hægt að nota svartan púðurblýant eða blautan eyeliner ef konur vilja hafa línuna mjög sterka. Svanhvít segir kattaraugu henta vel við sérstök tilefni.fréttablaðið/antonSvanhvít segir kattaraugu henta vel við sérstök tilefni.Að lokum eru tvær til þrjár umferðir af svörtum maskara bornar á augnhárin til að gera þau löng og þétt. Einnig er hægt að nota gerviaugnhár við sérstök tilefni.
Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira