ESB og lýðræðið Ögmundur Jónasson alþingismaður skrifar 15. júlí 2010 06:00 Hannes Pétursson, rithöfundur, skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið. Þótt greinin sé vel skrifuð byggir hún að mínu mati á rökleysum. Hugsun Hannesar virðist vera sú að margir vinstri sinnar og hægri sinnar hafi sameinast í andstöðu við aðild að Evrópusambandinu á forsendum sem séu í senn „kómískar" og „fyrirlitlegar" og vitnar hann í ummæli Árna Pálssonar frá 1926 um „reigingslegan þjóðarmetnað" sem endurspegli ágætlega hið nýja „blágræna" bandalag hægri og vinstri manna í Evrópumálum. Minnir Hannes á svikabrigslatal frá því við undirgengumst regluverk hins Evrópska efnahagssvæðis 1994. Og hann bætir því við að nú tengi enginn lengur EES við svikráð. Inn í þennan málatilbúnað fléttar Hannes svo hrun nýfrjálshyggjunnar og vísar þar sérstaklega í Davíð Oddsson, sem hann kallar fallinn „Móses Sjálfstæðisflokksins". Grein sína botnar skáldið með því að horfa á eftir Lilju Mósesdóttur og þessum meinta Móses þeirra Sjálfstæðismanna ganga „hönd í hönd inn í hamingjunnar lönd" í nýju blágrænu bandalagi! Í tilefni þessara skrifa langar mig til að víkja að nokkrum atriðum. Ég er þeirrar skoðunar að EES aðildin á sínum tíma hafi ekki verið í samræmi við stjórnarskrá Íslands og því tal um svik við hana ekki út í hött. Ég er einnig enn þeirrar skoðunar að hyggilegra hefði verið að fara svissnesku leiðina með tvíhliða samningum við Evrópusambandið í stað þess að undirgangast allt regluverk sambandsins með aðildinni að hinu Evrópska efnahagssvæði eins og við gerðum. Hvers vegna? Vegna „reigingslegs þjóðarmetnaðar"? Nei, vegna þess að málið snerist þá - og gerir enn - ekki um reiging og mont heldur um lýðræði. Hvort við sem samfélag viljum fá því ráðið hvernig við skipuleggjum okkur, orkubúskapinn, landbúnaðinn, velferðarkerfið eða hvort það skuli gert samkvæmt tilskipunum frá Brussel. Þetta er ég reiðubúinn að taka ítarlega umræðu um - og hef reyndar oft gert. Aldrei hefur verið brýnna en einmitt nú að efna til markvissrar umræðu um handfasta hluti í stað þess að blanda í einn kokteil alls óskyldum málum í óljósu líkingatali einsog sá mæti maður Hannes Pétursson óneitanlega gerir í grein sinni. Það má vel vera að Davíð Oddsson og Lilja Mósesdóttir deili ýmsum skoðunum, einsog þeirri að hafa efasemdir um aðild Íslands að Evrópusambandinu. En að gera þau að pólitísku kærustupari til framtíðar ber ekki vott um skarpa greiningu á þeim hræringum sem nú eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Hannes Pétursson, rithöfundur, skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið. Þótt greinin sé vel skrifuð byggir hún að mínu mati á rökleysum. Hugsun Hannesar virðist vera sú að margir vinstri sinnar og hægri sinnar hafi sameinast í andstöðu við aðild að Evrópusambandinu á forsendum sem séu í senn „kómískar" og „fyrirlitlegar" og vitnar hann í ummæli Árna Pálssonar frá 1926 um „reigingslegan þjóðarmetnað" sem endurspegli ágætlega hið nýja „blágræna" bandalag hægri og vinstri manna í Evrópumálum. Minnir Hannes á svikabrigslatal frá því við undirgengumst regluverk hins Evrópska efnahagssvæðis 1994. Og hann bætir því við að nú tengi enginn lengur EES við svikráð. Inn í þennan málatilbúnað fléttar Hannes svo hrun nýfrjálshyggjunnar og vísar þar sérstaklega í Davíð Oddsson, sem hann kallar fallinn „Móses Sjálfstæðisflokksins". Grein sína botnar skáldið með því að horfa á eftir Lilju Mósesdóttur og þessum meinta Móses þeirra Sjálfstæðismanna ganga „hönd í hönd inn í hamingjunnar lönd" í nýju blágrænu bandalagi! Í tilefni þessara skrifa langar mig til að víkja að nokkrum atriðum. Ég er þeirrar skoðunar að EES aðildin á sínum tíma hafi ekki verið í samræmi við stjórnarskrá Íslands og því tal um svik við hana ekki út í hött. Ég er einnig enn þeirrar skoðunar að hyggilegra hefði verið að fara svissnesku leiðina með tvíhliða samningum við Evrópusambandið í stað þess að undirgangast allt regluverk sambandsins með aðildinni að hinu Evrópska efnahagssvæði eins og við gerðum. Hvers vegna? Vegna „reigingslegs þjóðarmetnaðar"? Nei, vegna þess að málið snerist þá - og gerir enn - ekki um reiging og mont heldur um lýðræði. Hvort við sem samfélag viljum fá því ráðið hvernig við skipuleggjum okkur, orkubúskapinn, landbúnaðinn, velferðarkerfið eða hvort það skuli gert samkvæmt tilskipunum frá Brussel. Þetta er ég reiðubúinn að taka ítarlega umræðu um - og hef reyndar oft gert. Aldrei hefur verið brýnna en einmitt nú að efna til markvissrar umræðu um handfasta hluti í stað þess að blanda í einn kokteil alls óskyldum málum í óljósu líkingatali einsog sá mæti maður Hannes Pétursson óneitanlega gerir í grein sinni. Það má vel vera að Davíð Oddsson og Lilja Mósesdóttir deili ýmsum skoðunum, einsog þeirri að hafa efasemdir um aðild Íslands að Evrópusambandinu. En að gera þau að pólitísku kærustupari til framtíðar ber ekki vott um skarpa greiningu á þeim hræringum sem nú eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun