Dönsk stjórnvöld ráða því hver kaupir FIH bankann 15. september 2010 08:11 Dönsk stjórnvöld munu eiga lokaorðið um hver fær að kaupa FIH bankann sem skilanefnd Kaupþings er nú með í söluferli. Tveir hópar fjársterkra aðila berjast um að fá að kaupa bankann, aðallega danskir lífeyrissjóðir.Í ítarlegri umfjöllun um málið í blaðinu Börsen í dag segir að bankaumsýsla Danmerkur, Finansiel Stabilitet, muni taka ákveða hverjir fái að kaupa FIH bankann og geti því komið í veg fyrir val skilanefndar Kaupþings á kaupandanum.Þetta vald fékk bankaumsýslan þegar hún veitti FIH bankanum ríkisábyrgð fyrir allt að 50 milljörðum danskra kr. í tengslum við svokallaðann Bankpakke II sem var aðstoð danskra stjórnvalda til bankakerfis landsins vegna fjármálakreppunnar.Frestur til að skila inn lokatilboðum í FIH bankann rennur út á morgun, 16. september, en það var Finansiel Stabilitet sem ákvað þann frest.Börsen segir að dönsk stjórnvöld vilji ekki taka áhættuna af því að taugaveiklaðir viðskiptavinir FIH bankans geri áhlaup á hann og taki fé sitt út úr bankanum. Því eigi nýr og fjársterkur aðili að vera orðinn eigandi bankans fyrir 1. október n.k.Eins og fram hefur komið í fréttum er talið að allt að 120 milljarðar kr. fáist fyrir FIH bankann en Seðlabanki Íslands á allsherjarveð í bankanum upp á um 75 milljarða kr. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Dönsk stjórnvöld munu eiga lokaorðið um hver fær að kaupa FIH bankann sem skilanefnd Kaupþings er nú með í söluferli. Tveir hópar fjársterkra aðila berjast um að fá að kaupa bankann, aðallega danskir lífeyrissjóðir.Í ítarlegri umfjöllun um málið í blaðinu Börsen í dag segir að bankaumsýsla Danmerkur, Finansiel Stabilitet, muni taka ákveða hverjir fái að kaupa FIH bankann og geti því komið í veg fyrir val skilanefndar Kaupþings á kaupandanum.Þetta vald fékk bankaumsýslan þegar hún veitti FIH bankanum ríkisábyrgð fyrir allt að 50 milljörðum danskra kr. í tengslum við svokallaðann Bankpakke II sem var aðstoð danskra stjórnvalda til bankakerfis landsins vegna fjármálakreppunnar.Frestur til að skila inn lokatilboðum í FIH bankann rennur út á morgun, 16. september, en það var Finansiel Stabilitet sem ákvað þann frest.Börsen segir að dönsk stjórnvöld vilji ekki taka áhættuna af því að taugaveiklaðir viðskiptavinir FIH bankans geri áhlaup á hann og taki fé sitt út úr bankanum. Því eigi nýr og fjársterkur aðili að vera orðinn eigandi bankans fyrir 1. október n.k.Eins og fram hefur komið í fréttum er talið að allt að 120 milljarðar kr. fáist fyrir FIH bankann en Seðlabanki Íslands á allsherjarveð í bankanum upp á um 75 milljarða kr.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira