Einkavædd heilbrigðisþjónusta er óhagkvæm 19. febrúar 2010 06:00 Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar kveðst hafa miklar væntingar um fjárhagslegan ávinning og atvinnusköpun vegna nýs einkarekins sjúkrahúss á Suðurnesjum á vegum fjármálamannsins Róberts Wessman. Er talað um að sjúklingar geti orðið allt að 1000 á fyrsta ári starfseminnar, störf sem skapist í tengslum við verkefnið nemi um 300 og heildartekjur af starfseminni geti orðið 3,5 milljarðar á ári. Okkur er kynnt þetta sem nýsköpun, framlag einkageirans til atvinnuuppbyggingar, nánast fundið fé. Heilbrigðisþjónusta fyrir efnafólk@Megin-Ol Idag 8,3p :Ekki er það sannfærandi í mínum huga að nýtt einkasjúkrahús á vegum fyrirtækis Róberts Wessman og félaga myndi ekki koma til með að seilast ofan í vasa skattborgarans eins og reynt er að láta í veðri vaka. Vissulega er til í dæminu að þróa hér á landi hreinræktaðan einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni eins og þekkist í Bandaríkjunum og víða um heim. Í Taílandi og á Suðurhafseyjum hefur í seinni tíð verið að eflast rekstur þar sem gert er út á fjölþjóðlegan markað efnafólks og einstaklinga sem njóta einkatrygginga. Gert út á skattborgarann@Megin-Ol Idag 8,3p :Einkavæðingin í Evrópu er af nokkuð öðrum toga. Í Evrópu hugsa fjárfestar vissulega gott til glóðarinnar þessa dagana því þar sjá menn fram á að „markaðir" kunni að opnast með tilskipunum ESB um verslun á heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Í þessu tilviki er það þó hið opinbera sem ætlast er til að borgi brúsann en ekki efnafólkið beint úr eigin vasa eða með milligöngu einkatrygginga. Innan Evrópusambandsins er þetta afar umdeilt og þá ekki síst á Norðurlöndum þar sem margir líta á þessa þróun sem ógn við almannarekna heilbrigðisþjónustu. Það sem hér skiptir máli er að menn geri sér glögga grein fyrir því að hér er um að ræða útgerð þar sem aflamiðin eru vasi skattborgarans. Á Íslandi hefur ríkt sátt@Megin-Ol Idag 8,3p :Hér á landi höfum við búið við sambland almannaþjónustu og einkareksturs sem fjármagnaður er úr almannatryggingum, það er að segja með skattfé okkar. Um þessa blöndu hefur verið bærileg sátt þótt margir hafi af því áhyggjur að landamærin hafi færst um of í markaðsátt. En markalínur hafa verið skýrar. Þannig hefur sú regla verið við lýði að læknar eru annaðhvort á samningi við ríkið eða ekki. Landamærin á milli hreinræktaðs einkareksturs og „einka"reksturs sem fjármagnaður er af hinu opinbera hafa verið nokkuð ljós. En hversu skýr verða þau í framtíðinni? Fjárfestar í nýjum sjúkrahúsum tala um að flytja inn sérfræðinga til landsins og jafnframt nýta starfskrafta sjálfstætt starfandi sérfræðinga hér á landi. Sú spurning sem vaknar er þá þessi: Munu íslenskir sjúklingar leita inn á hina nýju einkaspítala og krefjast hlutdeildar hins opinbera í kostnaði? Liggur þetta í hugmyndinni? Munu sjálfstætt starfandi læknar vilja fá hið besta af báðum heimum, starfa á einkaspítala en jafnframt fá greiðslur frá hinu opinbera í gegnum sjúkratryggingar? Hér gilda ekki eingöngu yfirlýsingar um ásetning manna því við verðum í alvöru að velta því fyrir okkur hvaða þrýstingur verður uppi þegar nýr einkarekinn veruleiki lítur dagsins ljós. Hugsum áður en við framkvæmum@Megin-Ol Idag 8,3p :Um er að ræða hagsmuni sjúklinga, starfsfólks, skattgreiðenda, almannaþjónustunnar - og sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Sú staða gæti nefnilega skapast á aðhalds- og niðurskurðartímum, að til varnar almannaþjónustunni yrði nauðsynlegt að draga úr framlagi hins opinbera til einstaklinga sem í dag starfa sjálfstætt og þar með raska þeirri blöndu sem við búum við. Þannig gætu áform um stóraukinn einkarekstur snúist upp í andhverfu sína - atlögu að sjálfstætt starfandi sérfræðingum sem hingað til hefur verið sátt um. Nú þarf að hugsa alla hluti til enda. Stórkallalegar bisnesshugmyndir með fyrirheitum um blóm í haga hafa áður reynst fallvaltar. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar kveðst hafa miklar væntingar um fjárhagslegan ávinning og atvinnusköpun vegna nýs einkarekins sjúkrahúss á Suðurnesjum á vegum fjármálamannsins Róberts Wessman. Er talað um að sjúklingar geti orðið allt að 1000 á fyrsta ári starfseminnar, störf sem skapist í tengslum við verkefnið nemi um 300 og heildartekjur af starfseminni geti orðið 3,5 milljarðar á ári. Okkur er kynnt þetta sem nýsköpun, framlag einkageirans til atvinnuuppbyggingar, nánast fundið fé. Heilbrigðisþjónusta fyrir efnafólk@Megin-Ol Idag 8,3p :Ekki er það sannfærandi í mínum huga að nýtt einkasjúkrahús á vegum fyrirtækis Róberts Wessman og félaga myndi ekki koma til með að seilast ofan í vasa skattborgarans eins og reynt er að láta í veðri vaka. Vissulega er til í dæminu að þróa hér á landi hreinræktaðan einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni eins og þekkist í Bandaríkjunum og víða um heim. Í Taílandi og á Suðurhafseyjum hefur í seinni tíð verið að eflast rekstur þar sem gert er út á fjölþjóðlegan markað efnafólks og einstaklinga sem njóta einkatrygginga. Gert út á skattborgarann@Megin-Ol Idag 8,3p :Einkavæðingin í Evrópu er af nokkuð öðrum toga. Í Evrópu hugsa fjárfestar vissulega gott til glóðarinnar þessa dagana því þar sjá menn fram á að „markaðir" kunni að opnast með tilskipunum ESB um verslun á heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Í þessu tilviki er það þó hið opinbera sem ætlast er til að borgi brúsann en ekki efnafólkið beint úr eigin vasa eða með milligöngu einkatrygginga. Innan Evrópusambandsins er þetta afar umdeilt og þá ekki síst á Norðurlöndum þar sem margir líta á þessa þróun sem ógn við almannarekna heilbrigðisþjónustu. Það sem hér skiptir máli er að menn geri sér glögga grein fyrir því að hér er um að ræða útgerð þar sem aflamiðin eru vasi skattborgarans. Á Íslandi hefur ríkt sátt@Megin-Ol Idag 8,3p :Hér á landi höfum við búið við sambland almannaþjónustu og einkareksturs sem fjármagnaður er úr almannatryggingum, það er að segja með skattfé okkar. Um þessa blöndu hefur verið bærileg sátt þótt margir hafi af því áhyggjur að landamærin hafi færst um of í markaðsátt. En markalínur hafa verið skýrar. Þannig hefur sú regla verið við lýði að læknar eru annaðhvort á samningi við ríkið eða ekki. Landamærin á milli hreinræktaðs einkareksturs og „einka"reksturs sem fjármagnaður er af hinu opinbera hafa verið nokkuð ljós. En hversu skýr verða þau í framtíðinni? Fjárfestar í nýjum sjúkrahúsum tala um að flytja inn sérfræðinga til landsins og jafnframt nýta starfskrafta sjálfstætt starfandi sérfræðinga hér á landi. Sú spurning sem vaknar er þá þessi: Munu íslenskir sjúklingar leita inn á hina nýju einkaspítala og krefjast hlutdeildar hins opinbera í kostnaði? Liggur þetta í hugmyndinni? Munu sjálfstætt starfandi læknar vilja fá hið besta af báðum heimum, starfa á einkaspítala en jafnframt fá greiðslur frá hinu opinbera í gegnum sjúkratryggingar? Hér gilda ekki eingöngu yfirlýsingar um ásetning manna því við verðum í alvöru að velta því fyrir okkur hvaða þrýstingur verður uppi þegar nýr einkarekinn veruleiki lítur dagsins ljós. Hugsum áður en við framkvæmum@Megin-Ol Idag 8,3p :Um er að ræða hagsmuni sjúklinga, starfsfólks, skattgreiðenda, almannaþjónustunnar - og sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Sú staða gæti nefnilega skapast á aðhalds- og niðurskurðartímum, að til varnar almannaþjónustunni yrði nauðsynlegt að draga úr framlagi hins opinbera til einstaklinga sem í dag starfa sjálfstætt og þar með raska þeirri blöndu sem við búum við. Þannig gætu áform um stóraukinn einkarekstur snúist upp í andhverfu sína - atlögu að sjálfstætt starfandi sérfræðingum sem hingað til hefur verið sátt um. Nú þarf að hugsa alla hluti til enda. Stórkallalegar bisnesshugmyndir með fyrirheitum um blóm í haga hafa áður reynst fallvaltar. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun