Umfjöllun: Akureyri enn ósigrað Hjalti Þór Hreinsson á Akureyri skrifar 11. nóvember 2010 19:45 Fréttablaðið/Valli Akureyringar tróna enn taplausir á toppi N1-deildarinnar í handbolta eftir fimm marka sigur á Selfyssingum í kvöld. Lokatölur 34-29. Akureyringar spiluðu 5-1 vörn og tók Oddur að sér að taka Ragnar úr umferð. Selfyssingar spiluðu einnig 5-1 vörn, þar var Heimir tekinn úr umferð, auk þess sem vörnin spilaði ögn fyrir framan línuna. Jafnt var á flestum tölum í upphafi leiks en Geir Guðmundsson skoraði fyrstu fimm mörk Akureyrar úr jafn mörgum skotum. Í stöðunni 6-6 eftir rúmar tíu mínútur skildu leiðir. Vörn Akureyrar small þá í gang og Sveinbjörn varði vel. Selfyssingar fundu engar glufur á vörninni og skoruðu ekki í tíu mínútur. Á meðan breytti Akureyri stöðunni í 11-6. Það var ekki fyrr en Birkir fór að verja að Selfyssingar minnkuðu muninn. Birkir reyndi auk þess tvö skot yfir allan völlinn í fyrri hálfleik, annað fór yfir en Sveinbjörn henti sér að hætti knattspyrnumarkmanna og varði hitt. Selfyssingar vilja spila hraðar sóknir og keyrðu á Akureyringa. Á stundum vantaði betri ákvarðanatökur sem oft vill verða á þessum hraða. Þeir náðu þó að minnka muninn fyrir leikhlé með því að skora þrjú síðustu mörk hálfleiksins. Hálfleikstölur voru 15-13. Sveinbjörn varði fjórtán skot í fyrri halfleik, ótrúlegar tölur. Reyndar voru þrjú þeirra með þeim hætti að vörnin varði boltann og hann fór beint og hægt til markmannsins sem þurfti þó einu sinni að kasta sér á bolta sem var á leið í horn.Hálfleiksræða Sebastians Alexanderssonar var stutt í Selfossklefanum og leikmenn voru allir komnir út á völl löngu fyrir seinni hálfleikinn. @font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }Indíánavörn Selfoss. Virkaði vel í fyrri í eitt skipti, ágætlega í seini.Selfyssingar spila svokallaða Indíánavörn, maður á mann um allan völl, þegar þeir eru fleiri inni á vellinum. Það virkaði ágætlega en brást líka. Í upphafi seinni hálfleiks unnu þeir til að mynda boltann og skoruðu en Oddur skoraði strax á eftir úr hraðri sókn. Akureyringar voru skrefinu á undan allan síðari hálfleikinn. Sveinbjörn datt niður í markvörslunni en kom svo sterkur inn aftur. Vörn þeirra hélt ágætlega og Selfyssingar voru einfaldlwega númeri of litlir. Akureyri hélt fjögurra til fimm marka forystu út leikinn. Bjarni Fritzson var markahæstur í liði Akureyrar og Geir var einnig góður. Sveinbjörn stóð vel fyrir sínu en vörnin var mjög góð, með Guðlaug sem fyrr í broddi fylkingar. Selfyssingar léku ágætlega, Ragnar var fínn í sókninni en skotnýting hans hefði getað verið betri. Guðjón Drengsson var þó besti maður liðsins, þrátt fyrir að vera elsti maður liðsins sýndi Guðjón að hann á ýmislegt eftir á tankinum. Akureyringar eru því enn ósigraðir á toppi deildarinnar en Selfoss hefur tvö stig við botninn. @font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }@font-face { font-family: "Lucida Grande"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }Akureyri – Selfoss 34-29 (15-13) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (11), Geir Guðmundsson 8 (11), Oddur Gretarsson 5 (8), Guðlaugur Arnarsson 4 (5) , Guðmundur Hólmar Helgason 4 (9), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24 (53, 45%), Stefán U. Guðnason 1 (2, 50%). Hraðaupphlaup: 7 (Oddur 3, Heimir, Guðmundur, Guðlaugur, Bjarni).Fiskuð víti: 5 (Guðlaugur 2, Oddur 2, Geir).Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Selfoss (skot): Ragnar Jóhannsson 8/2 (17), Guðjón F. Drengsson 7 (8), Árni Steinþórsson 4 (6), Einar Héðinsson 3 (5), Atli Kristinsson 3 (10), Ómar Helgason 1 (1), Gunnar Ingi Jónsson 1 (2), Helgi Héðinsson 1 (4), Eyþór Lárusson 0 (3).Varin skot: Birkir Bragason 12 (40 mörk, 30%, 14), Helgi Hlynsson 0 (6, 0%) Hraðaupphlaup: 4 (Guðjón 3, Árni). Fiskuð víti: 3 (Ragnar 2, Einar).Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Olís-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Akureyringar tróna enn taplausir á toppi N1-deildarinnar í handbolta eftir fimm marka sigur á Selfyssingum í kvöld. Lokatölur 34-29. Akureyringar spiluðu 5-1 vörn og tók Oddur að sér að taka Ragnar úr umferð. Selfyssingar spiluðu einnig 5-1 vörn, þar var Heimir tekinn úr umferð, auk þess sem vörnin spilaði ögn fyrir framan línuna. Jafnt var á flestum tölum í upphafi leiks en Geir Guðmundsson skoraði fyrstu fimm mörk Akureyrar úr jafn mörgum skotum. Í stöðunni 6-6 eftir rúmar tíu mínútur skildu leiðir. Vörn Akureyrar small þá í gang og Sveinbjörn varði vel. Selfyssingar fundu engar glufur á vörninni og skoruðu ekki í tíu mínútur. Á meðan breytti Akureyri stöðunni í 11-6. Það var ekki fyrr en Birkir fór að verja að Selfyssingar minnkuðu muninn. Birkir reyndi auk þess tvö skot yfir allan völlinn í fyrri hálfleik, annað fór yfir en Sveinbjörn henti sér að hætti knattspyrnumarkmanna og varði hitt. Selfyssingar vilja spila hraðar sóknir og keyrðu á Akureyringa. Á stundum vantaði betri ákvarðanatökur sem oft vill verða á þessum hraða. Þeir náðu þó að minnka muninn fyrir leikhlé með því að skora þrjú síðustu mörk hálfleiksins. Hálfleikstölur voru 15-13. Sveinbjörn varði fjórtán skot í fyrri halfleik, ótrúlegar tölur. Reyndar voru þrjú þeirra með þeim hætti að vörnin varði boltann og hann fór beint og hægt til markmannsins sem þurfti þó einu sinni að kasta sér á bolta sem var á leið í horn.Hálfleiksræða Sebastians Alexanderssonar var stutt í Selfossklefanum og leikmenn voru allir komnir út á völl löngu fyrir seinni hálfleikinn. @font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }Indíánavörn Selfoss. Virkaði vel í fyrri í eitt skipti, ágætlega í seini.Selfyssingar spila svokallaða Indíánavörn, maður á mann um allan völl, þegar þeir eru fleiri inni á vellinum. Það virkaði ágætlega en brást líka. Í upphafi seinni hálfleiks unnu þeir til að mynda boltann og skoruðu en Oddur skoraði strax á eftir úr hraðri sókn. Akureyringar voru skrefinu á undan allan síðari hálfleikinn. Sveinbjörn datt niður í markvörslunni en kom svo sterkur inn aftur. Vörn þeirra hélt ágætlega og Selfyssingar voru einfaldlwega númeri of litlir. Akureyri hélt fjögurra til fimm marka forystu út leikinn. Bjarni Fritzson var markahæstur í liði Akureyrar og Geir var einnig góður. Sveinbjörn stóð vel fyrir sínu en vörnin var mjög góð, með Guðlaug sem fyrr í broddi fylkingar. Selfyssingar léku ágætlega, Ragnar var fínn í sókninni en skotnýting hans hefði getað verið betri. Guðjón Drengsson var þó besti maður liðsins, þrátt fyrir að vera elsti maður liðsins sýndi Guðjón að hann á ýmislegt eftir á tankinum. Akureyringar eru því enn ósigraðir á toppi deildarinnar en Selfoss hefur tvö stig við botninn. @font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }@font-face { font-family: "Lucida Grande"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }Akureyri – Selfoss 34-29 (15-13) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (11), Geir Guðmundsson 8 (11), Oddur Gretarsson 5 (8), Guðlaugur Arnarsson 4 (5) , Guðmundur Hólmar Helgason 4 (9), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24 (53, 45%), Stefán U. Guðnason 1 (2, 50%). Hraðaupphlaup: 7 (Oddur 3, Heimir, Guðmundur, Guðlaugur, Bjarni).Fiskuð víti: 5 (Guðlaugur 2, Oddur 2, Geir).Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Selfoss (skot): Ragnar Jóhannsson 8/2 (17), Guðjón F. Drengsson 7 (8), Árni Steinþórsson 4 (6), Einar Héðinsson 3 (5), Atli Kristinsson 3 (10), Ómar Helgason 1 (1), Gunnar Ingi Jónsson 1 (2), Helgi Héðinsson 1 (4), Eyþór Lárusson 0 (3).Varin skot: Birkir Bragason 12 (40 mörk, 30%, 14), Helgi Hlynsson 0 (6, 0%) Hraðaupphlaup: 4 (Guðjón 3, Árni). Fiskuð víti: 3 (Ragnar 2, Einar).Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.
Olís-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira