Erlent

Foreldrar Madeleine fá fund með breskum ráðherra

Foreldrar Madeleine litlu sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal fyrir þremur árum. Þau munu hitta innanríkisráðherra Breta á næstu dögum. Mynd/AFP
Foreldrar Madeleine litlu sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal fyrir þremur árum. Þau munu hitta innanríkisráðherra Breta á næstu dögum. Mynd/AFP
Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, hefur ákveðið að hitta Kate og Gerry McCann, foreldra Madeleine litlu sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal árið 2007. Talsmaður innanríkisráðuneytisins hefur staðfest að May ætli að hitta foreldranna á næstu dögum. Kate og Gerry hafa að undanförnu lagt mikla áherslu að fá áheyrn hjá May sem tók nýverið við sem ráðherra innanríkismála í ríkisstjórn Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins.

Í lok apríl voru liðin þrjú ár frá því að Madeleine McCann var rænt af hótelherbergi í bænum Praia de Luz í Portúgal nokkrum dögum áður en hún varð fjögurra ára gömul. Hvarf hennar vakti heimsathygli og hennar hefur verið leitað um allan heim án árangurs.

Kate og Gerry hafa ekki lagt árar í bát og telja að May geti aðstoðað þau. Í apríl sagði Gerry að bresk yfirvöld hefðu brugðist Madeleine með því að taka ekki þátt í leitinni að dóttur hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×