Segir Geir þegar hafa axlað ábyrgð 12. september 2010 12:00 Bjarni Benediktsson. Mynd/GVA Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segir að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sé þegar búinn að axla pólitíska ábyrgð á hruninu og því sé engin þörf á því draga hann né aðra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm. Sjálfstæðismenn, einir leggjast gegn því að ráðherrar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde verði dregnir fyrir landsdóm. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir þingsályktunartillögur þess efnis og bendir á að litlar líkur séu á sakfellingu í málinu. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hafi sýnt að eigendur og stjórnendur bankanna beri mesta ábyrgð á hruninu og ekki sé þörf á því að draga Geir H. Haarde eða aðra ráðherra fyrir landsdóm. Menn séu þegar búnir að axla hina pólitísku ábyrgð. „Hin pólitíska ábyrgð í þessu máli hefur aldeilis verið tekin út. Ekki bara verið skipt um ríkisstjórn heldur kosið í landinu þar sem kjósendur hafa komið fram vilja sínum um breytingar í stjórnkerfinu," segir Bjarni og bætir við: „Ég hef aldrei látið í það skína að ég telji að hér hafi allt verið í besta lagi. Þvert á móti hefur fjölmargt farið úrskeiðis. Fjölmargt sem við þurfum að læra af því sem hér gerðist og fyrirbyggja að geti endurtekið sig en ég get ekki tekið þátt í sakamálarannsókn þegar ég hef enga sannfæringu fyrir því að það séu líkur á sakfellingu fyrir dómi." Landsdómur Tengdar fréttir Geir Haarde: Mér var vísvitandi sagt ósatt „Ég hef varið mörgum árum í störf á vettvangi stjórnmála og kynnst þar mörgu fólki. En ég hef ekki átt því að venjast að mér sé vísvitandi sagt ósatt um mikilvæg mál hvað þá að málsmetandi ábyrgðarmenn stórra fyrirtækja geri sig seka um slíkt gagnvart forsætisráðherra,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Slíku hafði ég ekki kynnt fyrr en í aðdraganda bankahrunsins og gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á. Erfitt er að þurfa að sætta sig við slíka framkomu,“ segir Geir. 12. september 2010 10:21 Björn og Guðlaugur svöruðu ekki þingmannanefndinni Hvorki Björn Bjarnason né Guðlaugur Þór Þórðarson sáu ástæðu til að svara bréfum þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu Alþingis. Allir ráðherrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fengu send bréf frá nefndinni um miðjan maí þar sem ráðherrunum fyrrverandi var gefinn kostur á senda nefndinni athugasemdir, upplýsingar eða svör við niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 12. september 2010 11:04 Ráðherrarnir gátu ekki komið í veg fyrir hrunið Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir landsdóm leifar af 19. aldar réttarfari og sé þannig úreltur. Hann segir að eftir árið 2006 hafi ekki verið hægt að bjarga bönkunum og því eigi ekki að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðarleysis árið 2008. 12. september 2010 11:41 Björgvin: Ég er ekki fullkominn Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafi setið fjölmarga fundi um um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi ekki verið boðaður á. Björgvin segir að Ingibjörg hefði átt að upplýsa hann um stöðu mála sem rædd hafi verið á umræddum fundum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Björgvins til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Björgvin segist taka ásakanir um vanrækslu mjög alvarlega. 12. september 2010 10:49 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segir að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sé þegar búinn að axla pólitíska ábyrgð á hruninu og því sé engin þörf á því draga hann né aðra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm. Sjálfstæðismenn, einir leggjast gegn því að ráðherrar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde verði dregnir fyrir landsdóm. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir þingsályktunartillögur þess efnis og bendir á að litlar líkur séu á sakfellingu í málinu. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hafi sýnt að eigendur og stjórnendur bankanna beri mesta ábyrgð á hruninu og ekki sé þörf á því að draga Geir H. Haarde eða aðra ráðherra fyrir landsdóm. Menn séu þegar búnir að axla hina pólitísku ábyrgð. „Hin pólitíska ábyrgð í þessu máli hefur aldeilis verið tekin út. Ekki bara verið skipt um ríkisstjórn heldur kosið í landinu þar sem kjósendur hafa komið fram vilja sínum um breytingar í stjórnkerfinu," segir Bjarni og bætir við: „Ég hef aldrei látið í það skína að ég telji að hér hafi allt verið í besta lagi. Þvert á móti hefur fjölmargt farið úrskeiðis. Fjölmargt sem við þurfum að læra af því sem hér gerðist og fyrirbyggja að geti endurtekið sig en ég get ekki tekið þátt í sakamálarannsókn þegar ég hef enga sannfæringu fyrir því að það séu líkur á sakfellingu fyrir dómi."
Landsdómur Tengdar fréttir Geir Haarde: Mér var vísvitandi sagt ósatt „Ég hef varið mörgum árum í störf á vettvangi stjórnmála og kynnst þar mörgu fólki. En ég hef ekki átt því að venjast að mér sé vísvitandi sagt ósatt um mikilvæg mál hvað þá að málsmetandi ábyrgðarmenn stórra fyrirtækja geri sig seka um slíkt gagnvart forsætisráðherra,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Slíku hafði ég ekki kynnt fyrr en í aðdraganda bankahrunsins og gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á. Erfitt er að þurfa að sætta sig við slíka framkomu,“ segir Geir. 12. september 2010 10:21 Björn og Guðlaugur svöruðu ekki þingmannanefndinni Hvorki Björn Bjarnason né Guðlaugur Þór Þórðarson sáu ástæðu til að svara bréfum þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu Alþingis. Allir ráðherrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fengu send bréf frá nefndinni um miðjan maí þar sem ráðherrunum fyrrverandi var gefinn kostur á senda nefndinni athugasemdir, upplýsingar eða svör við niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 12. september 2010 11:04 Ráðherrarnir gátu ekki komið í veg fyrir hrunið Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir landsdóm leifar af 19. aldar réttarfari og sé þannig úreltur. Hann segir að eftir árið 2006 hafi ekki verið hægt að bjarga bönkunum og því eigi ekki að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðarleysis árið 2008. 12. september 2010 11:41 Björgvin: Ég er ekki fullkominn Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafi setið fjölmarga fundi um um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi ekki verið boðaður á. Björgvin segir að Ingibjörg hefði átt að upplýsa hann um stöðu mála sem rædd hafi verið á umræddum fundum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Björgvins til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Björgvin segist taka ásakanir um vanrækslu mjög alvarlega. 12. september 2010 10:49 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Geir Haarde: Mér var vísvitandi sagt ósatt „Ég hef varið mörgum árum í störf á vettvangi stjórnmála og kynnst þar mörgu fólki. En ég hef ekki átt því að venjast að mér sé vísvitandi sagt ósatt um mikilvæg mál hvað þá að málsmetandi ábyrgðarmenn stórra fyrirtækja geri sig seka um slíkt gagnvart forsætisráðherra,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Slíku hafði ég ekki kynnt fyrr en í aðdraganda bankahrunsins og gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á. Erfitt er að þurfa að sætta sig við slíka framkomu,“ segir Geir. 12. september 2010 10:21
Björn og Guðlaugur svöruðu ekki þingmannanefndinni Hvorki Björn Bjarnason né Guðlaugur Þór Þórðarson sáu ástæðu til að svara bréfum þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu Alþingis. Allir ráðherrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fengu send bréf frá nefndinni um miðjan maí þar sem ráðherrunum fyrrverandi var gefinn kostur á senda nefndinni athugasemdir, upplýsingar eða svör við niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 12. september 2010 11:04
Ráðherrarnir gátu ekki komið í veg fyrir hrunið Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir landsdóm leifar af 19. aldar réttarfari og sé þannig úreltur. Hann segir að eftir árið 2006 hafi ekki verið hægt að bjarga bönkunum og því eigi ekki að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðarleysis árið 2008. 12. september 2010 11:41
Björgvin: Ég er ekki fullkominn Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafi setið fjölmarga fundi um um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi ekki verið boðaður á. Björgvin segir að Ingibjörg hefði átt að upplýsa hann um stöðu mála sem rædd hafi verið á umræddum fundum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Björgvins til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Björgvin segist taka ásakanir um vanrækslu mjög alvarlega. 12. september 2010 10:49