Handbolti

Atli: Við eigum ýmislegt inni

Hjalti Þór Hreinsson á Akureyri skrifar
Atli Hilmarsson stýrði Akueyri í sínum fyrsta heimaleik í kvöld. Hann fer vel af stað með liðið, það hefur unnið báða leikina sína í deildinni til þessa.

"Umgjörðin er mjög fín og það var gaman að sjá þennan stuðning. En það komast enn fleiri áhorfendur að og það fólkið kemst meira að segja nær. En þetta var virkilega skemmtilegt, ég get alls ekki kvartað," sagði Atli en stemningin í Höllinni var góð og um 800 manns í húsinu.

"Spilamennskan var á köflum fín og á öðrum mjög léleg. Við vinnum þetta á frábærri varnarvinnu í byrjun seinni hálfleiks. En við töpum of mörgum boltum og klárum færin ekki nógu vel."

"Ég er heldur ekki nógu ánægður með varnarleikinn, við fengum á okkur klaufaleg mörk sem við eigum ekki að fá á okkur. Við fengum heldur ekki nógu mörg hraðaupphlaup sem eru okkar helsti styrkur."

"Við bættum í undir lokin gegn HK og kláruðum leikinn en það tókt ekki í kvöld. Afturelding er með gott lið og við lentum í mesta basli. Við eigum þó ýmislegt inni," sagði Atli.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×