Handbolti

Dinart og Karabatic fóru í læknisleik á Íslandi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd af aðdáendasíðu Karabatic.
Mynd af aðdáendasíðu Karabatic.

Leikmenn franska handboltalandsliðsins gerðu meira hér á landi en að spila tvo vináttulandsleiki. Þar á meðal máluðu þeir miðbæ Reykjavíkur rauðan á laugardagskvöld við mikla kátínu íslenskra ungfljóða.

Nikola Karabatic og Didier Dinart, tveir af bestu handboltamönnum heims, brugðu á leik á hótelinu um helgina og skelltu sér í læknisleik.

Karabatic heldur uppi aðdáendasíðu á Facebook og setti þar inn nokkrar myndir þar sem sviðsett var að Dinart hefði veikst vegna öskufallsins úr gosinu í Eyjafjallajökli.

Karabatic brá sér þá í hlutverk læknis og sá til þess að Dinart gat spilað leikina tvo um helgina... og skellt sér í bæinn á laugardagskvöldinu.

Smelltu hér til að fara á aðdáendasíðu Karabatic.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×