Handbolti

Óskar Bjarni: Ekkert sem afsakar vörnina

Elvar Geir Magnússon skrifar
Óskar Bjarni Óskarsson.
Óskar Bjarni Óskarsson.

„Framarar voru bara betri, þeir stjórnuðu leiknum," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir að liðið gerði 26-26 jafntefli við botnlið Fram í Safamýri.

„Við vissum fyrir leikinn að það yrðu vandamál sóknarlega því við erum með ákveðna menn í meiðslum. En það er ekkert sem afsakar vörnina, hún var bara léleg. Þetta var erfitt og ég er bara sáttur við að hafa náð stigi," sagði Óskar.

„Fram er með hörkumannskap og á ekki að vera á þessum stað. Vonandi að þetta komi hjá þeim, þeir eru með flott lið og spiluðu vel í dag," sagði Óskar Bjarni eftir leik.


Tengdar fréttir

Guðjón: Töpuðum stigi í dag

Guðjón Drengsson, leikmaður Fram, segir að liðið muni ekkert gefa eftir í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Framarar sem sitja á botni deildarinnar gerðu jafntefli við Valsmenn á heimavelli sínum 26-26.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×