Segja umferðarþunga rekast á náttúruvernd 1. október 2010 05:15 Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs leggur til í verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn að ýmsum slóðum og vegum verði lokað fyrir umferð. Í sameiginlegu svari stjórnar þjóðgarðsins til allra þeirra ríflega tvö hundruð aðila sem gerðu athugasemdir við upphaflega verndaráætlun er bent á að markmið með stofnun náttúruverndarsvæðis sé að vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar. „Í seinni tíð hefur umferð ökutækja um svæðið aukist til muna og kortlögðum akstursleiðum um þjóðgarðinn fjölgað að sama skapi," segir stjórnin. „Þótt aðgengi almennings að þjóðgarðinum með þessum hætti sé almennt af hinu góða er svo komið að fjölgun ökuleiða rekst á markmið náttúruverndar og áherslu á verndun víðerna með þeirri upplifun sem þau bjóða. Stjórn þjóðgarðsins hlaut því að taka af skarið." Meðal þeirra fjölmörgu sem sendu inn athugasemdir við áætlun stjórnar þjóðgarðsins er svokölluð „ferðafrelsisnefnd" Eyjafjarðardeildar ferðaklúbbsins 4x4. Hún mótmælir sérstaklega lokun fjögurra akvega. Þetta eru leið norðan Dyngjufjalla, slóði sunnan Vaðöldu, stytting inn á veg um Dyngjufjalladal og vegur um gömlu vöðin á Gæsavatnaleið. „Höfundar áætlunarinnar ætla að komast upp með að LOKA leiðum án rökstuðnings og allrar umfjöllunar," segir í athugasemdum Eyjafjarðardeildarinnar, sem meðal annars ræðir um afar umdeilda lokun vegar um Vonarskarð. „Þessi leið liggur einungis um grjót og sanda (hverfur jafnvel milli ára) og akstur um þessa leið í Vonarskarði truflar alls ekki göngumenn gangandi á Snapadal eða á hverasvæðinu." Þá gagnrýna jeppamennirnir að leggja eigi áherslu á almenningssamgöngur í stað einkabíla: „Í rannsóknargögnum Vegagerðar ríkisins kemur fram að akstur einnar stórrar bifreiðar sé jafn slítandi á vegi og nokkrar tugþúsundir einkabíla." Eyjafjarðardeildin segist ekki eingöngu hafa eigin hagsmuni í huga. „Þó svo að telja megi að við höfum einungis sjónarmið jeppamennsku að leiðarljósi, þá er það staðreynd að mjög fáir gestir, nýtingaraðilar (smalar, veiðimenn og svo framvegis), og einnig starfsmenn þjóðgarðsins munu vart komast leiðar sinnar án vegslóða innan hans og góðra aðkomuleiða." Eins og fram hefur komið ætla ýmsir hópar að koma saman í Vonarskarði á morgun til að mótmæla áætlun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Ekki hefur náðst tal af formanni stjórnarinnar né umhverfisráðherra sem taka á ákvörðun um áætlunina. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs leggur til í verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn að ýmsum slóðum og vegum verði lokað fyrir umferð. Í sameiginlegu svari stjórnar þjóðgarðsins til allra þeirra ríflega tvö hundruð aðila sem gerðu athugasemdir við upphaflega verndaráætlun er bent á að markmið með stofnun náttúruverndarsvæðis sé að vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar. „Í seinni tíð hefur umferð ökutækja um svæðið aukist til muna og kortlögðum akstursleiðum um þjóðgarðinn fjölgað að sama skapi," segir stjórnin. „Þótt aðgengi almennings að þjóðgarðinum með þessum hætti sé almennt af hinu góða er svo komið að fjölgun ökuleiða rekst á markmið náttúruverndar og áherslu á verndun víðerna með þeirri upplifun sem þau bjóða. Stjórn þjóðgarðsins hlaut því að taka af skarið." Meðal þeirra fjölmörgu sem sendu inn athugasemdir við áætlun stjórnar þjóðgarðsins er svokölluð „ferðafrelsisnefnd" Eyjafjarðardeildar ferðaklúbbsins 4x4. Hún mótmælir sérstaklega lokun fjögurra akvega. Þetta eru leið norðan Dyngjufjalla, slóði sunnan Vaðöldu, stytting inn á veg um Dyngjufjalladal og vegur um gömlu vöðin á Gæsavatnaleið. „Höfundar áætlunarinnar ætla að komast upp með að LOKA leiðum án rökstuðnings og allrar umfjöllunar," segir í athugasemdum Eyjafjarðardeildarinnar, sem meðal annars ræðir um afar umdeilda lokun vegar um Vonarskarð. „Þessi leið liggur einungis um grjót og sanda (hverfur jafnvel milli ára) og akstur um þessa leið í Vonarskarði truflar alls ekki göngumenn gangandi á Snapadal eða á hverasvæðinu." Þá gagnrýna jeppamennirnir að leggja eigi áherslu á almenningssamgöngur í stað einkabíla: „Í rannsóknargögnum Vegagerðar ríkisins kemur fram að akstur einnar stórrar bifreiðar sé jafn slítandi á vegi og nokkrar tugþúsundir einkabíla." Eyjafjarðardeildin segist ekki eingöngu hafa eigin hagsmuni í huga. „Þó svo að telja megi að við höfum einungis sjónarmið jeppamennsku að leiðarljósi, þá er það staðreynd að mjög fáir gestir, nýtingaraðilar (smalar, veiðimenn og svo framvegis), og einnig starfsmenn þjóðgarðsins munu vart komast leiðar sinnar án vegslóða innan hans og góðra aðkomuleiða." Eins og fram hefur komið ætla ýmsir hópar að koma saman í Vonarskarði á morgun til að mótmæla áætlun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Ekki hefur náðst tal af formanni stjórnarinnar né umhverfisráðherra sem taka á ákvörðun um áætlunina. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira