Innlent

Ásatrúarmenn halda jól í dag

sólstöðuhátið Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði á sólstöðuhátíð fyrir fáeinum árum.
sólstöðuhátið Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði á sólstöðuhátíð fyrir fáeinum árum.

Ásatrúarmenn halda jól í dag og fagna því að sól fer hækkandi á lofti. Af þessu tilefni fer sólstöðuhátíð Ásatrúarfélagsins fram við Nauthólsvík í dag klukkan 18.

Gengið verður með kyndla inn í rjóðrið þar sem stytta Sveinbjörns Beinteinssonar stendur og fer athöfnin þar fram.

Allir eru velkomnir á hátíðarhöldin og segir í tilkynningu frá félaginu að undanfarin ár hafi margir Íslendingar notað tækifærið og fagnað hækkandi sól hvort sem þeir eru heiðnir eða ekki. Á eftir halda svo ásatrúarmenn jólablót í Mörkinni 6 þar sem börn og fullorðnir snæða jólaverð og njóta skemmtiatriða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×