Innlent

Seinkun á flugi næsta sólarhringinn - flogið á fimmtudag

Flogið verður samkvæmt áætlun á fimmtudaginn.
Flogið verður samkvæmt áætlun á fimmtudaginn.

Icelandair stefnir að því færa tengibanka sinn frá Glasgow til Íslands á morgun og fljúga samkvæmt áætlun frá og með fimmtudagsmorgni. Vegna takmarkana á flugi um Keflavíkur- og Akureyrarflugvelli næsta sólarhringinn er gert ráð fyrir töluverðum seinkunum fram að þeim tíma.

Þrjú flug félagsins sem áætluð voru frá Glasgow til Keflavíkur í dag munu lenda á Akureyri ef sá flugvöllur verður opinn í kvöld. Hugsanlegt er að þeim verði seinkað til morguns enda eru báðir flugvellir lokaðir nú og ekki ljóst hvenær þeir verða opnaðir.

Á morgun er gert ráð fyrir að fjögur flug frá Bandaríkjunum, þ.e. frá New York, Boston, Seattle og Orlando lendi í Keflavík upp úr hádegi, í stað snemma morguns, og að flug til sjö Evrópuborga, þ.e. til London, Kaupmannahafnar,, Osló, Stokkhólms, Amsterdam, Manchester/Glasgow og Parísar fari til Evrópu síðdegis á morgun.

Líkur eru á að um átta klukkustunda seinkun verði á þessum komu og brottfarartímum, og farþegar er hvattir til að fylgjast með fréttum og upplýsingum á vefsíðum um endanlegar tímasetningar.

Síðdegisflug til New York, Boston og Seattle á morgun verður samkvæmt áætlun og þess er vænst að öll flug félagsins verði á áætlun á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×