Baráttudagur verkafólks Þóra Tómasdóttir skrifar 1. maí 2010 11:05 Í dag er 1. maí. Dagur sem helgaður er baráttu verkafólks fyrir bættum kjörum og vinnuaðstæðum. Dagur samstöðu. Öll hljótum við að vilja samfélag þar sem fólk hefur í sig og á, þar sem fjölskyldur geta notið þess að vera saman, þar sem foreldrar geta verið með börnunum sínum eftir fæðingu og þar sem fólk getur hvílt sig og notið lífsins. Öll viljum við samfélag þar sem börn njóta réttarins til samvistar við foreldra sína, innihaldsríks skóladags og sjálfsagðra lífsgæða. Öll hljótum við líka að vilja samfélag þar sem fólki líður vel í vinnunni sinni, nýtur virðingar og fær sanngjörn laun. Öll viljum við eldast með reisn og njóta lífeyris sem dekkar mannsæmandi líf. Þó margt hafi áunnist er enn langt í land. Óútskýrður launamunur kynjanna stendur í stað. Lágmarkslaun eru allt of lág, vinnuvikan of löng, atvinnuleysi of mikið og allt of margir hafa tekið á sig kjaraskerðingar í kjölfar efnahagshrunsins. Það skýtur skökku við að þetta séu afleiðingar hins gengdarlausa góðæris - að réttindum hafi verið fórnað fyrir forréttindi. Sameiginlegir sjóðir voru tæmdir í nafni frjáls- og einstaklingshyggju, skammtímagróða og áhættufíknar. Allt hefur þetta gríðarleg áhrif á líf og líðan fólksins í landinu og því er brýnt að tekið verði á málum af skörugleik. Á sama tíma getum við þakkað fyrir margt. Fyrst og fremst eigum við að vera þakklát fyrirrennurum okkar, fólkinu sem barðist fyrir launum og réttindum sem þykja sjálfsögð í dag. Fólkinu sem stofnaði verkalýðsfélögin, sem benti á misréttið, sem barðist og breytti. Þetta er fólkið sem við eigum að taka okkur til fyrirmyndar, fólk með eldheitar hugsjónir og kraft til að fylgja þeim eftir af einurð. Við eigum að verða komandi kynslóðum sambærilegar fyrirmyndir, vera kjörkuð og kraftmikil, benda á það sem má bæta og laga það sem hægt er að laga. Verkalýðsbaráttan líður aldrei undir lok. Hennar vegna eru núverandi réttindi til staðar og hennar vegna verða framfarir. Ekki bara fyrir einstaklinga eða stéttir - heldur fyrir samfélagið allt. Gangan hefst í dag kl. 13.00 frá Hlemmi. Stöndum saman, göngum saman og vinnum saman að bættu samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Í dag er 1. maí. Dagur sem helgaður er baráttu verkafólks fyrir bættum kjörum og vinnuaðstæðum. Dagur samstöðu. Öll hljótum við að vilja samfélag þar sem fólk hefur í sig og á, þar sem fjölskyldur geta notið þess að vera saman, þar sem foreldrar geta verið með börnunum sínum eftir fæðingu og þar sem fólk getur hvílt sig og notið lífsins. Öll viljum við samfélag þar sem börn njóta réttarins til samvistar við foreldra sína, innihaldsríks skóladags og sjálfsagðra lífsgæða. Öll hljótum við líka að vilja samfélag þar sem fólki líður vel í vinnunni sinni, nýtur virðingar og fær sanngjörn laun. Öll viljum við eldast með reisn og njóta lífeyris sem dekkar mannsæmandi líf. Þó margt hafi áunnist er enn langt í land. Óútskýrður launamunur kynjanna stendur í stað. Lágmarkslaun eru allt of lág, vinnuvikan of löng, atvinnuleysi of mikið og allt of margir hafa tekið á sig kjaraskerðingar í kjölfar efnahagshrunsins. Það skýtur skökku við að þetta séu afleiðingar hins gengdarlausa góðæris - að réttindum hafi verið fórnað fyrir forréttindi. Sameiginlegir sjóðir voru tæmdir í nafni frjáls- og einstaklingshyggju, skammtímagróða og áhættufíknar. Allt hefur þetta gríðarleg áhrif á líf og líðan fólksins í landinu og því er brýnt að tekið verði á málum af skörugleik. Á sama tíma getum við þakkað fyrir margt. Fyrst og fremst eigum við að vera þakklát fyrirrennurum okkar, fólkinu sem barðist fyrir launum og réttindum sem þykja sjálfsögð í dag. Fólkinu sem stofnaði verkalýðsfélögin, sem benti á misréttið, sem barðist og breytti. Þetta er fólkið sem við eigum að taka okkur til fyrirmyndar, fólk með eldheitar hugsjónir og kraft til að fylgja þeim eftir af einurð. Við eigum að verða komandi kynslóðum sambærilegar fyrirmyndir, vera kjörkuð og kraftmikil, benda á það sem má bæta og laga það sem hægt er að laga. Verkalýðsbaráttan líður aldrei undir lok. Hennar vegna eru núverandi réttindi til staðar og hennar vegna verða framfarir. Ekki bara fyrir einstaklinga eða stéttir - heldur fyrir samfélagið allt. Gangan hefst í dag kl. 13.00 frá Hlemmi. Stöndum saman, göngum saman og vinnum saman að bættu samfélagi.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun