Viðskipti innlent

Hunsaði boð breska Seðlabankans

Mervyn King Hálfu ári fyrir hrunið bauð seðlabankastjóri Bretlands fram aðstoð erlendra seðlabanka til að minnka íslenska bankakerfið og leysa þannig vandann sem við blasti. Þessu boði var ekki svarað.nordicphotos/AFP
Mervyn King Hálfu ári fyrir hrunið bauð seðlabankastjóri Bretlands fram aðstoð erlendra seðlabanka til að minnka íslenska bankakerfið og leysa þannig vandann sem við blasti. Þessu boði var ekki svarað.nordicphotos/AFP
Davíð Oddsson seðlabankastjóri lét hjá líða að svara boði seðlabankastjóra Bretlands um aðstoð við að minnka íslenska bankakerfið hálfu ári fyrir fall þess.

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að 15. apríl hafi Davíð Oddsson sent formlega beiðni um gjaldeyrisskiptasamninga til Seðlabanka Bretlands. Seðlabankinn hafði tæpum mánuði fyrr, 17. mars, sent Seðlabanka Bretlands tölvupóst og óskað formlega eftir skiptasamningi til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann hér heima. Þann dag féll krónan um 6 prósent sem var mesta gengisfall krónunnar frá því í „míní-krísunni“ 2006. Viðbrögð Breta voru önnur en vonast var eftir.

„Hinn 23. apríl 2008 svaraði Mervyn King seðlabankastjóri bréfi Davíðs og hafnaði beiðninni. Lýsti hann því hins vegar að erlendir seðlabankar gætu fundið leið til að hjálpa Íslendingum við að minnka bankakerfi sitt. Að hans mati væri það eina raunhæfa leiðin til að takast á við vandann. King sagði loks að hann byði fram alla aðstoð sem hann gæti veitt við að takast á við þetta verkefni. Seðlabanki Íslands þekktist ekki þetta boð.

Í staðinn var þess óskað í svarbréfi Seðlabankans að breski seðlabankinn endurskoðaði vinsamlegast afstöðu sína til umbeðins skiptasamnings. Því bréfi var ekki svarað,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. - gar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×