Djörf hótelauglýsing veldur deilum í Noregi 13. október 2010 08:39 Ný auglýsingaherferð hótelkeðjunnar First Hotels á Norðurlöndunum veldur nú deilum í Noregi. Alþýðusambandi Noregs (Fellesforbundet) er sérlega uppsigað við þessar auglýsingar og segir að þær feli í sér kynjamismunun og gamaldags viðhorf til kvenna. Auglýsingaherferðin gengur undir slagorðinu „Sleep with us" eða Sofðu hjá okkur og þar má meðal annars finna mynd af tilkippilegri þjónustustúlku í djörfum búningi sitjandi á rúmstokk. Vidar Grönli fjölmiðlafulltrúi Fellesforbundet segir í samtali við vefsíðuna e24.no að menn þar á bæ hafi talið að þau viðhorf sem fram koma í auglýsingunni væru gleymd og grafin. „Ég vona að hótelkeðjan skilji okkar sjónarmið og breyti auglýsingum sínum án þess að nauðsynlegt verði að grípa til aðgerða gegn þeim," segir Grönli. Rekstrarstjóri First Hotels undrar sig á viðbrögðum Fellesforbundet. „Mér finnst þetta spaugsöm auglýsing og það er greinilegt að þarna er fyrirsæta á myndinni en ekki ein af starfsstúlkum okkar," segir rekstrarstjórinn Michael Telling. Norskir sérfræðingar í almannatengslum eiga erfitt með að sjá hið spaugsama við þessa auglýsingu, að sögn e24.no. Fjölmiðlaráðgjafinn Elizabeth Hartmann segir að myndnotkunin sé ekki sérstök. „Þetta snýst um uppsetninguna og augnatillit stúlkunnar. Það lítur ekki út fyrir að hún sé þarna til að taka til á herberginu og búa um rúmið," segir Hartmann. Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Ný auglýsingaherferð hótelkeðjunnar First Hotels á Norðurlöndunum veldur nú deilum í Noregi. Alþýðusambandi Noregs (Fellesforbundet) er sérlega uppsigað við þessar auglýsingar og segir að þær feli í sér kynjamismunun og gamaldags viðhorf til kvenna. Auglýsingaherferðin gengur undir slagorðinu „Sleep with us" eða Sofðu hjá okkur og þar má meðal annars finna mynd af tilkippilegri þjónustustúlku í djörfum búningi sitjandi á rúmstokk. Vidar Grönli fjölmiðlafulltrúi Fellesforbundet segir í samtali við vefsíðuna e24.no að menn þar á bæ hafi talið að þau viðhorf sem fram koma í auglýsingunni væru gleymd og grafin. „Ég vona að hótelkeðjan skilji okkar sjónarmið og breyti auglýsingum sínum án þess að nauðsynlegt verði að grípa til aðgerða gegn þeim," segir Grönli. Rekstrarstjóri First Hotels undrar sig á viðbrögðum Fellesforbundet. „Mér finnst þetta spaugsöm auglýsing og það er greinilegt að þarna er fyrirsæta á myndinni en ekki ein af starfsstúlkum okkar," segir rekstrarstjórinn Michael Telling. Norskir sérfræðingar í almannatengslum eiga erfitt með að sjá hið spaugsama við þessa auglýsingu, að sögn e24.no. Fjölmiðlaráðgjafinn Elizabeth Hartmann segir að myndnotkunin sé ekki sérstök. „Þetta snýst um uppsetninguna og augnatillit stúlkunnar. Það lítur ekki út fyrir að hún sé þarna til að taka til á herberginu og búa um rúmið," segir Hartmann.
Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira