Randy Moss tekur viðtölin við sjálfan sig - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2010 23:15 Randy Moss í búningi Minnesota Vikings. Nordic Photos / Getty Images Randy Moss var í gær rekinn frá bandaríska ruðningsliðinu Minnesota Vikings en þessi skrautlegi útherji staldraði stutt við hjá sínu gamla félagi. Moss lék með Vikings fyrstu sex árin á sínum ferli sem hefur verið glæsilegur en hann hefur fjórum sinnum verið valinn í úrvalslið NFL-deildarinnar. Hann var fenginn aftur til Vikings til að styrkja sóknarleik liðsins sem er stýrt af hinum þaulvana leikstjórnanda Brett Favre. En Moss náði aðeins að spila fjóra leiki með Vikings og töpuðust þrír þeirra. Á blaðamannafundi eftir leik Vikings gegn New England Patriots um helgina, sem Moss lék með frá 2007 þar til fyrr á þessu ári, mærði hann sína gömlu félaga hjá New England og ekki síst þjálfarann Bill Belichick. Hann gagnrýndi hins vegar sitt eigið lið fyrir að hlusta ekki á sig og fara að hans ráðum í leiknum gegn New England. Hann var sektaður í síðustu viku fyrir að sinna ekki fjölmiðlum eftir leik nægilega vel og um helgina tilkynnti hann að hann myndi sjálfur bera upp spurningar til sín og svara þeim svo jafnóðum. Brad Childress, þjálfari Vikings, virtist hafa fengið nóg og tilkynnti leikmönnum sínum í gær að Moss hefði verið látinn fara. Það var svo staðfest í yfirlýsingu frá félaginu. Vikings hafði greitt New England eina og hálfa milljón dollara fyrir Moss sem og gefið New England valrétt sinn í þriðju umferð næsta nýliðavals. Hægt er að sjá þennan stórkostlega blaðamannafund hjá Moss hér. Erlendar Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Sjá meira
Randy Moss var í gær rekinn frá bandaríska ruðningsliðinu Minnesota Vikings en þessi skrautlegi útherji staldraði stutt við hjá sínu gamla félagi. Moss lék með Vikings fyrstu sex árin á sínum ferli sem hefur verið glæsilegur en hann hefur fjórum sinnum verið valinn í úrvalslið NFL-deildarinnar. Hann var fenginn aftur til Vikings til að styrkja sóknarleik liðsins sem er stýrt af hinum þaulvana leikstjórnanda Brett Favre. En Moss náði aðeins að spila fjóra leiki með Vikings og töpuðust þrír þeirra. Á blaðamannafundi eftir leik Vikings gegn New England Patriots um helgina, sem Moss lék með frá 2007 þar til fyrr á þessu ári, mærði hann sína gömlu félaga hjá New England og ekki síst þjálfarann Bill Belichick. Hann gagnrýndi hins vegar sitt eigið lið fyrir að hlusta ekki á sig og fara að hans ráðum í leiknum gegn New England. Hann var sektaður í síðustu viku fyrir að sinna ekki fjölmiðlum eftir leik nægilega vel og um helgina tilkynnti hann að hann myndi sjálfur bera upp spurningar til sín og svara þeim svo jafnóðum. Brad Childress, þjálfari Vikings, virtist hafa fengið nóg og tilkynnti leikmönnum sínum í gær að Moss hefði verið látinn fara. Það var svo staðfest í yfirlýsingu frá félaginu. Vikings hafði greitt New England eina og hálfa milljón dollara fyrir Moss sem og gefið New England valrétt sinn í þriðju umferð næsta nýliðavals. Hægt er að sjá þennan stórkostlega blaðamannafund hjá Moss hér.
Erlendar Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Sjá meira